Loksins komu þeir saman! Maggi, Björn, Sigurjón, Tryggvi Páll, Elvar Örn og svo nýjasti meðlimur ritstjórnar, Halldór Marteins, settust niður og tóku upp 24. podkast Rauðu djöflanna.
Farið var yfir víðan völl í þessum þætti; síðasta tímabil, Paul Pogba, Jose Mourinho, nýju mennirnir og margt annað.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 24.þáttur
Karl Gardars says
Þetta var svo einmitt það sem vantaði á mánudagsmorgni til að djöfla vikunni af stað. Takk kærlega fyrir strákar! :)
Bjarni says
Drauma undirbúningsferđ til Kína orđin ađ martröđ, setur strik í reikninginn og ekki má liđiđ viđ því. Stutt er í fyrsta alvöru leik og heildarmyndin ekki orđin klár. Minni menn á ađ þađ þarf alltaf ađ mæta til leiks í hverjum leik þó viđ séum ađ sanka til okkar stjörnum og efnum. Hlutir gerast ekki af sjálfu sér.
Hallgrímur says
Takk fyrir góðan þátt og allt það…. en ég skil ekki afhverju menn eru búnir að afskrifa Memphis Depay. Vissulega var hann ekki alltaf frábær á síðustu leiktíð en það á við um marga leikmenn. Hann er enn ungur og á fyrstu leiktíð í englandi. Hans bestu leikir voru í meistardeildinni og evrópudeildinni þar sem fótboltinn er öðruvísi en í englandi. Ekki sama harka og líkamleg átök. Las einhverstaðar að Memphis hafi verið afskrifaður oft í yngri flokkum en alltaf kom hann til baka og stóð sig vel. Held að hann eigi eftir að standa sig vel í vetur og verða einn af okkar bestur leikmönnum eftir á næstu 2 árum. Áfram Memphis Depay!!!!!