Þá er sögunni endalausu lokið og endanleg staðfesting mætt í hús.
PAUL POGBA SNÝR AFTUR Á OLD TRAFFORD SEM DÝRASTI LEIKMAÐUR ALLRA TÍMA
REUNITED: https://t.co/VFkDJ05zuf #POGBACK https://t.co/y68rpT0dob
— Manchester United (@ManUtd) August 8, 2016
Þetta er búið að vera leikmannakaupssaga þessa sumars en ólíkt sögum síðustu sumra endar hún vel. Loksins náði Woodward að næla í sinn mann eftir að hafa reynt að ná í Fabregas, Thiago, Vidal, Renato Sanches, Bale, Sergio Ramos, Toni Kroos og fleiri góða án árangurs.
Í viðtali á heimasíðu United segist Pogba hlakka til að spila aftur með United enda eigi félagið alltaf sérstakan stað í hjarta sínu.
I am delighted to rejoin United. It has always been a club with a special place in my heart and I am really looking forward to working with José Mourinho. I have thoroughly enjoyed my time at Juventus and have some fantastic memories of a great club with players that I count as friends. But I feel the time is right to go back to Old Trafford. I always enjoyed playing in front of the fans and can’t wait to make my contribution to the team. This is the right club for me to achieve everything I hope to in the game.
Home. #POGBACK pic.twitter.com/N0irgKbuv5
— Manchester United (@ManUtd) August 8, 2016
United hefur tvisvar selt dýrasta leikmann heims en þótt ótrúlegt megi virðast er þetta í fyrsta skipti sem félagið kaupir þann dýrasta. Kaupverð er 105 milljónir evra, 89 milljónir punda. Ofan á þetta bætast eflaust allskyns bónusar og greiðslur til umboðsmannsins Mino Raiola. Auðvitað er þetta fáránlega há uphæð fyrir einn leikmann en það verður bara að segjast eins og er, United hefur vel efni á þessum leikmanni og rúmlega það líkt og farið var skilmerkilega yfir á síðunni hér fyrir skömmu. Skoðum skilmerkilegt vídeó af frammistöðu Pogba á síðasta tímabili til að sjá hvað United er að fá fyrir peninginn.
Ef til vill má halda því fram að það sé svekkjandi að þurfa að punga út svona háum fjárhæðum fyrir leikmann sem var innan raða United fyrir ekki meira en fjórum árum síðan. Það þarf svo sem ekkert að halda því fram, það er bara svekkjandi. Þegar maður lítur á hvernig leikmaður Paul Pogba er orðinn er auðvelt að draga þá ályktun að með því að missa hann til Juve á sínum tíma hafi Sir Alex Ferguson gert ein af sínum stærstu mistökum.
En eins og alltaf er þetta ekki alveg svona einfalt og vert er að rifja upp þess ágætu grein eftir vin okkar Doron Solomon þar sem því er haldið fram, með sannfærandi rökum, að Pogba hafi ekki átt skilið að fá þau tækifæri sem hann vildi fá með United.
En hvað um það. Pogba er aftur kominn á Old Trafford þar sem hann þekkir hvern krók og kima og á góða vini í leikmannahóp United frá tíma sínum hér áður fyrr. Það mun koma sér vel.
Fyrir þá sem hafa fylgst með United í gegnum árin er auðvelt að sjá af hverju Mourinho lagði áherslu á það að næla í Pogba. Allt frá árinu 2009 hefur United sárlega skort kraft á miðjuna. Paul Pogba kemur með þann kraft enda einstaklega dýnamískur leikmaður þar á ferð en við förum betur yfir það síðar.
Með komu Pogba verður að segjast að leikmannaglugginn hjá United hafi verið hreint út sagt stórkostlegur. Fyrir litlar 150 milljónir hafa Woodward og United tryggt okkur Eric Bailly, Henrik Mkhitaryan, Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba. Það er magnað.
Það er ljóst að eftir þriggja ára doða eftir brotthvarf Sir Alex Ferguson á að rífa United-vélina í gang á nýjan leik í einu vetfangi. Kaupin í sumar og ráðningin á Jose Mourinho er ekkert nema yfirlýsing um það að United ætlar sér titilinn í ár og ekkert múður.
Loksins er United farið að sýna þann metnað sem félaginu hæfir. Þvílík veisla sem framundan er! Er það ekki, Paul?
Bjarni says
Loksins er það staðfest. Búinn að bíða eftir þessu frá því hann yfirgaf okkur. Hann kemur reynslunni ríkari og mun yfirtaka miðjuna. Spurning hvenær við fáum að sjá hann í leik, hann er varla byrjaður að æfa en eitt er víst að veturinn lofar góðu þó ég geri mér grein fyrir að það taki nokkra leiki að komast í gang. Vertu velkominn í fjölskylduna, PP.
Nú mun ég sofa vært í nótt í nýja rúminu mínu.
Góðar stundir.
Dogsdieinhotcars says
Nennir einhver að vekja mig úr þessum FM/Fifa Career blauta draumi. Þvílíkur gluggi!
Ási says
Besti gluggi ever held ég bara, man ekki eftir öðru eins hjá okkar liði.
Laddi says
Á meðan ég horfði á leikinn um Samfélagsskjöldinn á sunnudag varð mér endanlega ljóst af hverju United finnst það þess virði að eyða öllum þessum peningum í Pogba, miðjan var gjörsamlega úti á túni og ef Pogba getur komið inn og lagað það er hann, að mínu mati, hverrar krónu virði…
Pétur GGMU says
Getur plís einhver vakið mig úr þessum draumi. #Pogback
Lúftpanzer says
Þetta er alveg geggjað :) Loksins ‘complete’ miðjumaður og á besta aldri. Hann getur skotið, tæklað. hefur svo frábæra tækni og sendingargetu. Hann á bara eftir að bæta sig undir stjórn Mourinho.. það verður þvílík pressa á þessum strák en ég hugsa að hann vilji bara hafa það þannig.
Það hefur ekki ‘central’ miðjumaður skorað meira en 8 mörg á einu tímabili í deildinni fyrir Man. Utd síðan Paul Scholes 2004/2005. Pogba lagði upp fleiri mörk (12) á síðasta ári en allir okkar miðjumen til saman. (heimild: http://www.skysports.com/football/news/11095/10508115/will-paul-pogba-transform-manchester-united) .. pælið í þessu, hverra krónu virði.
Flest liðin í kringum okkur að styrkja sig svakalega (City með kaupunum á Stones í dag þá búnir að eyða svipuðu og United í þessum glugga).. Mourinho, Pep, Klopp að stýra skútunum, þetta verður veisla
Sigurjón Arthúr Friðjónsson says
Þetta var skrifað í skýin fyrir 4 árum síðan !! Ferguson var að hætta, algjörlega vanhæfir stjórar að taka við. Pobga hefði örugglega aldrei bómstrað hjá DM eða LVG og væri kannski ný farin og fúll ! En í staðin kemur tilbaka nánast fullmótaður knattspyrnumaður sem kann nánast ekkert annað en að vinna…ég trúi því og treysti að ég muni hafa rétt fyrir mér þegar ég segi….við vorum að kaupa Ibra+Vidal+Scholes en bara allt í sama manninum :-) :-)
Hjörtur says
Ja hérna hérna, miðað við allt sem er hér að ofan ritað, þá hljótum við þ.ea.s. Utd að rúlla upp deildina. Auðvitað vonar maður að svo verði, en einhvernveginn er ég ekki svo bjartsýnn, mér fannst okkur ekkert ganga neitt óskaplega vel með leicester um helgina, og hef ég varla trú á að einn maður bæti upp allt sem þar vantaði, en ja hver veit kanski hann verði spútnik maður liðsins? En jú maður bíður auðvitað spenntur eftir fyrsta leik, sem verður kanski ekki svo mikil reynsla hvað liðið varðar, þar sem þeir spila við lið sem er spáð einu af neðri sætunum. Það verður ekki fyrr en í september þegar borgarslagurinn verður hvað í liðinu býr. Góðar stundir Utd-menn.
Karl Gardars says
United búnir að kaupa Pogba og Bjarni nýtt rúm. Það er allt að gerast hérna!!! ;-)
Mikið er nú samt gott að þessu skuli loksins vera lokið, ég var orðinn pínu hræddur um að djöfsi væri að sækja nýjan samning hjá gömlu kerlingunni eða á leið til zidane og Co.
Nú vona ég bara að piltur komi til með að standa undir verðmiðanum svo ég geti hlegið framan í púlara vini mína næstu 10 árin eða svo.
Simmi says
Loksins, loksins. Nuna verdur aftur gaman ad horfa a United spila um helgar. Thad er audvitad ekki bokad ad vid vinnum titilinn en vid erum allavega ad fara keppa um hann, ekkert 4. saetid kjaftaedi! @Luftpanzer, ertu buinn ad taka fagnadardansinn? ; )
Robbi Mich says
Hæ Pogba. Bæ Fellaini.