Það hefur sjaldan verið beðið eftir heimaleik Manchester United með jafn mikilli eftirvæntingu og í kvöld. Það hefur verið virkilega góð stemmning í kringum liðið í sumar. Þrátt fyrir frekar misheppnað undirbúningstímabil þá virðist það ekki ætla að skipta miklu máli. Einhverjir voru samt frekar skeptískir á jákvæð úrslit í kvöld enda hefur enginn fastráðinn stjóri United unnið fyrsta leik á Old Trafford svo má ekki gleyma að Southampton vann síðustu tvo leiki liðinna í Leikhúsi draumanna.
José Mourinho gaf til kynna á blaðamannafundinum í gær að Pogba myndi líklega fá mínútur í kvöld. Það væri ólíklegt að hann myndi spila mikið og að við aðdáendur ættum ekki að búast við „súper“ frammistöðu frá honum. Hann ákvað að koma öllum á óvart með þessu byrjunarliði:
Á bekknum sátu Romero, Smalling, Mkhitaryan, Herrera, Schneiderlin, Young og Rashford. Michael Carrick fékk frí í kvöld og Memphis greyið komst ekki á bekkinn.
Leikurinn
United byrjaði leikinn frekar vel. Það er augljóst að innkoma Zlatan og Pogba sé að hafa mjög jákvæð áhrif bæði á aðra leikmenn og áhorfendur sem voru virkilega frábærir í kvöld. Það tók Southampton 10 mínútur að komast inní leikinn og það hjálpaði þeim klárlega að leikmenn United eru ennþá svolítið ryðgaðir. Gestirnir náðu að búa sér til nokkur marktækifæri en liðið fékk alltof oft pláss á köntunum til að gefa fyrir og hefðu alveg getað skorað með einhverri heppni eða stærri og sterkari framherja með fullri virðingu fyrir Shane Long.
Það var magnað að sjá Pogba í United treyjunni í kvöld. Þrátt fyrir ekkert undirbúningstímabil þá leit hann vel út í kvöld og það var virkilega gaman að sjá hversu sterkur hann er en hann hélt andstæðinnum oft frá sér með lítilli fyrirhöfn. Hann nokkrar flottar sendingar inná teiginn yfirleitt á Zlatan eða Martial og þegar þessir þrír leikmenn synca saman þá vorkenni varnarmönnum hinna liðanna í deildinni.
En maður kvöldsins var samt óumdeilanlega Zlatan Ibrahimovic sem ætlar bara ekkert að hætta að skora fyrir United. Hann virðist vera tilbúnari fyrir ensku deildina heldur en hún er fyrir Zlatan. Fyrra markið kom eftir fína fyrirgjöf frá Wayne Rooney. Pogba hjálpaði með að trufla José Fonte í augnablik sem var allt sem Zlatan þurfti en hann gnæfði yfir vörn gestanna og skallaði boltanum í markið. Seinna markið kom svo úr vítaspyrnu eftir ótrúlega kjánalegt brot Jordy Clasie á Luke Shaw. Zlatan setti boltann fast í neðra hornið vinstra megin og Forster var aldrei að fara að verja.
David de Gea hefur líklega sjaldan haft það náðugra en í kvöld. Þrátt fyrir marktilraunir Southampton þá þurfti King Dave lítið sem ekkert að snerta boltann. Vörnin framan hann var algjörlega með allt á hreinu í kvöld og það þrátt fyrir kantarnir hafi stundum verið aðeins of opnir en það er eitthvað sem verður lagað.
Miðjan var virkilega flott í kvöld en samt var aðeins um sendingafeila en þeir skrifast bara á skort á leikæfingu og því veldur þetta mér engum teljandi áhyggjum.
Þegar uppi var staðið var þetta flottur 2:0 sigur þrátt fyrir að liðið sé ekki komið á fullt flug. En þessir tveir deildarleikir sem liðið hefur unnið eru leikir sem töpuðust á síðustu leiktíð.
Hægt er að sjá mörkin og helstu atriði úr leiknum á vef Vísis.
Leikmenn
- David de Gea – Ótrúlega þægilegt að hafa þennan mann í rammanum og sem betur reyndi ekki mikið á hann í kvöld.
- Antonio Valencia – Er virkilega að stíga upp og virðist vera búinn að negla niður hægri bakvarðarstöðuna.
- Eric Bailly – Enn og aftur er þessi strákur að spila vel og það erfitt að sjá liðið fyrir sér ekki með hann í byrjunarliði.
- Daley Blind – Þessi drengur er ótrúlega klár í fótbolta og er verðskuldað að byrja leiki.
- Luke Shaw – Ég er svo ofboðslega glaður að sjá hann aftur í vinstri bakverðinum og hann var virkilega góður í kvöld.
- Marouane Fellaini – Hvað kom fyrir þennan leikmann? Eftir að hafa floppað undir stjórn Moyes þá verður hann bara betri með nýjum stjórum. Hann og Pogba eru með potential á að verða geggjað miðjupar.
- Paul Pogba – Spilaði mjög óvænt allan leikinn í kvöld. Drengurinn greinilega í betra formi en menn töldu. Augljóslega glaður með að vera kominn heim. Var virkilega flottur í kvöld.
- Wayne Rooney – Lék sinn 600. leik fyrir United í kvöld. Hann átti skárri leik en síðast en var samt frekar dapur. En hei! Á með hann skorar eða leggur upp mörk þá sleppur þetta.
- Juan Mata – Getum við hætt að tala um að Mourinho ætli að selja hann núna? Spilaði vel í kvöld.
- Anthony Martial – Hefur oft leikið betur en í kvöld. Virtist örlítið annars hugar og mögulega er einkalífið eitthvað hafa truflandi áhrif.
- Zlatan – Hann er núna búinn að skora fjögur mörk í þremur leikjum. Tók hann ekki lengri tíma að jafna metið hans Falcao. Þetta er bara stórkostlegur leikmaður sem er að byrja tímabilið þrusuvel. Hann er jafnframt maður leiksins.
Af Twitter
Pogba completed 57 passes against Southampton, 17 more than any other United player. #MUFC pic.twitter.com/SKsA4L3Pno
— Iconic No 7 (@IconicNo7) August 19, 2016
Scoring in first 2 #EPL matches for @ManUtd:
Louis Saha
Federico Macheda
Anthony Martial@Ibra_official #Zlatan— Gracenote Live (@GracenoteLive) August 19, 2016
One youth player starts and one in bench…3,806 consecutive first team #mufc games since October 1937 with youth product in squad #79years
— The MUFC Academy (@mrmujac) August 19, 2016
Fact: Jose Mourinho is the first Manchester United manager in 79 years to win his first 3 games in charge of the club.
— Man Utd Stuff (@ManUtdStuff) August 19, 2016
Thorleifur Gestsson says
Flott lið hlakkar til að sjá hvernig Pogba stendur sig í fyrsta leik !!
Audunn says
ARRRG!! Fellaini í liðinu :( en verður gaman að sjá Pogba.
Lúftpanzer says
ég veit ekki hvað ég get sagt. Ég var drullustressaður fyrir leikinn en allt gekk upp hjá Mourinho. Zlatan var frábær maður leiksins heitir Fellaini. Góða nótt, ég er farinn að borða hattinn minn
Cantona no 7 says
Takk fyrir skyldusigur.
Núna er liðið á réttri leið.
G G M U
Audunn says
Mjög góð þrjú stig og mikilvægur sigur.
Liðið er klárlega á réttri leið, vantar aðeins upp á að halda boltanum betur innan liðsins og ná fleiri sendingum á milli manna.
Finnst liðið bakka óþarflega mikið.
En þetta kemur með meira sjálfstrausti og þegar menn slípast betur saman.
Simmi says
Erudi ekki ad grinast med swaggid sem Pogba er ad koma med i thetta lid. Hrikalega nettur innan sem utan vallar. Hann og Zlatan eru ad lyfta moralinum svo mikid upp. Sast best eftir leik ad Pogba er med eitthvad secret handshake vid alla i lidinu. Athyglisvert ad vid erum bunir ad vera med minna possesion i fyrstu tveimur leikjum en samt miklu meira ad fretta sokninni. Get ekki bedid eftir naesta leik!
Halldór Marteins (@halldorm) says
Fellaini maður, hvílíkur gæðaleikmaður! Er farinn að íhuga alvarlega að fá mér treyju merkta honum. Sá er að koma sterkur inn og gefa allt fyrir Mourinho.
Annars er bara svo augljóst hvað það eru komin mikil gæði í þetta lið. Og spilið á bara eftir að batna. Veisla framundan
feigur says
þetta verður bara gaman i vetur
Sófús Árni Hafsteinsson says
Memphis og Lingard komast ekki í lið. Micki á bekknum. Mike líka. Martial að spila með hálfum hug. Við eigum meira að helling inni. Þegar Martial klikkar við Zlatan og Pogba. Þá verður gaman.
Dogsdieinhotcars says
„(Zlatan) er tilbúnari fyrir ensku deildina en enska deildin fyrir Zlatan“ er mjög skemmtileg setning hjá Magnúsi Þóri.
Dogsdieinhotcars says
Að sjá Jose Mourinho stýra Zlatan og Paul Pogba á OT fyrir Manchester United er eiginlega mjög mikið dream come true fyrir mig. Ég hef ekki verið jafnspenntur fyrir einu tímabili áður. Ekki viss um að við vinnum samt. En verðum skemmtilegir. Allavega skemmtilegri en í fyrra.
Viðurkenni að ég hef aldrei verið jafnánægður með kaup á einum né neinum og Pogba. Dreymdi aldrei um að það gæti orðið að veruleika. Núna er hann bara að peppa klúbbinn og Zlatan líka.
Shoutout á Eric Bailly. Hver er þetta eiginlega?
Honourable mentions fá Fellaini, Shaw, Valencia og Rooney.
Rúnar P says
Ég sagði það á fimmtudaginn.. Southampton welcome to Zlatanhouse..
Lúftpanzer says
Þvílík ánægja að það sé loks aftur gaman að horfa á liðið miðað við ósköpin sem LVG bauð fólki upp á fyrra. Það er ágæt áminnig að lesa leikskýrslurnar um þessa „sömu“ tvo leiki sem töpuðust báðir í fyrra.
http://www.raududjoflarnir.is/2016/01/23/manchester-united-01-southampton/
http://www.raududjoflarnir.is/2015/12/12/bmouthvsmanutd/
Ekki nóg með að nákvæmlega þessir tveir leikir hafi báðir tapast í fyrra heldur vorum við að spila vonalausan bolta.
Þetta lofar allt saman virkilega góðu, sérstaklega í ljósi þess að liðið á heilmikið inni.
Sigurjón Arthúr Friðjónsson says
Frábær leikur og frábær skemmtun ! Ég var einn af þeim sem efaðist um Mourinho svo ekki sé talað um Fellaini og Valencia…..það eru einhverir töfrar í gangi hjá okkur í dag :-) Horfði á leikinn í Egilshöllini og hún var pökkuð klukkutíma fyrir leik !! Sir Alex moment is back :-) :-)
Óli says
Fátt hefur komið mér meira á óvart en viðtölin við Pogba. Hann virðist vera ótrúlega jarðbundinn og bara góður drengur. Maður hafði einhvern veginn allt aðra mynd af honum.
Eina áhyggjuefni mitt er Martial. Hann er kornungur að standa í skilnaði við barnsmóður sína því hann höndlaði greinilega ekki alveg athyglina sem hann fékk til að byrja með í Englandi. Þetta gæti átt eftir að plaga hann allt tímabilið. Menn spila ekki vel ef þeim líður ekki vel.
Runólfur Trausti says
Ég held það gleymist oft að þessi „glans týpa“ sem við sjáum af leikmönnum á Samfélagsmiðlum og fleira sé ekki alltaf þeirra innri maður.
Þó svo að Mourinho hafi til að mynda bekkjað Memphis um daginn þá sagði hann samt sem áður að þegar hann sæi Memphis þá sæi hann leikmann sem leggði sig 100% fram í öllu sem hann gerði og langaði ekkert meira en að ná árangri. Það sama á við um Pogba.
Hvað varðar alla fancy bílana og allt þetta „bling“ þá eru þetta drengir sem eru ekki orðnir 25 ára, ekki komnir með fjölskyldu eða börn og því eðlilegt að þeir séu að skemmta sér utan vallar. Svo lengi sem menn standa sig á vellinum og eru ekki í einhverri bullandi neyslu utan vallar þá mega þeir keyra sína glans bíla og kaupa sér úr á margar milljónir.
Svo lengi sem þeir pimpa ekki Range Rover-inn sinn eins og Stephen Ireland um árið allavega.