Eftir að því er virtist endalausa bið var loksins komið að næsta leik. Manchester United í heimsókn hjá nýliðunum í Hull City. Fyrir leikinn voru bæði lið með 2 sigra í 2 leikjum svo það var ljóst að eitthvað varð undan að láta í baráttu þessara toppliða.
Byrjunarliðið gegn Hull var óbreytt frá leiknum gegn Southampton:
Varamenn: Romero, Smalling, Herrera, Mkhitaryan, Schneiderlin, Young og Rashford
Á meðan stillti King Mike Phelan upp sínu liði, nokkurn veginn bara þeim leikmönnum aðalliðsins sem voru heilir:
Leikurinn
Hull City eru nýliðar. Ekki bara það, þeir eru nýliðar sem hafa verið í bölvuðum vandræðum í allt sumar. Stjórinn hætti korter í mót, enginn stuðningur hefur verið við leikmannakaup og hópurinn vægast sagt þunnskipaður. En þeir hafa Mike Phelan og hafa nýtt sér mótlætið sem innblástur. Þannig komu þeir inn í þennan leik.
Hull sýndi það strax á fyrstu mínútum leiksins þegar þeir héldu boltanum meira og sýndu fínt spil, eins og til að láta vita af því að þeir væru ekkert bara þarna til að pakka í vörn. En eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn fór Manchester United að vera meira með boltann á meðan Hull bakkaði og sýndi að þeir gætu alveg gert það líka.
Manchester United var mikið með boltann en náði ekki að gera mjög mikið með hann framan af. Varnarlínan var flott hjá United, Blind las flesta sóknartilburði Hull eins og opna bók og það var mikið öryggi yfir sendingum varnarmannanna.
Helstu færin sem Hull fékk í fyrri hálfleik komu þegar liðið fékk tvisvar aukaspyrnu á hættulegum stað, í bæði skiptin eftir klaufaleg brot frá Fellaini. Fyrri spyrnan fór beint í vegginn en sú seinni naumlega framhjá markinu.
Miðjan hjá Manchester United var engan veginn að finna sig á sama hátt og í leiknum gegn Southampton. Pogba var mikið í boltanum og spilinu en það virtist vanta herslumuninn upp á að geta gert almennilega árás á Hull. Fellaini virtist heldur ekki finna sig til að byrja með, var kominn með gult spjald áður en 25 mínútur voru liðnar af leiknum. Og fyrir framan þá var Wayne Rooney í vandræðum.
En Manchester United fékk samt sín færi í fyrri hálfleiknum. Zlatan átti skalla yfir markið, Mata átti tilraunir sem trufluðu Jakupovic lítið og Rooney átti skot af stuttu færi sem Curtis Davis, langbesti leikmaður Hull og klettur í vörn þeirra, varði á marklínu. Rooney vildi reyndar víti en það virtist lítið til í því. Hættulegasta færið kom þegar Zlatan hirti aukaspyrnu frá Rooney af fingurgómum Jakupovic og reyndi síðan hælspyrnu úr þröngu færi sem fór í hliðarnetið.
Markalaust í hálfleik, sanngjörn staða miðað við hvernig hálfleikurinn spilaðist.
Seinni hálfleikur byrjaði á mjög svipaðan hátt. Manchester United hélt boltanum og reyndi að finna leið fram hjá sterkum varnarmúr Hull.
Eftir klukkutíma kom það sem margir höfðu kallað eftir, Henrikh Mkhitaryan kom inn á. En það var ekki Wayne Rooney sem fór út af heldur Anthony Martial. Við það þrengdist spil Manchester United til muna þar sem báðir kantmenn liðsins, Mata og Mkhitaryan, leituðu mikið inn að miðjum vellinum. Mourinho hefur greinilega tekið eftir því vegna þess að 10 mínútum síðar kom Marcus Rashford inn á í staðinn fyrir Juan Mata. Mkhitaryan fór þá yfir á hægri á meðan Rooney tók vinstri kantinn og Rashford fór í framlínuna með Zlatan.
Í kringum 75. mínútuna minntu Hull rækilega á sig sóknarlega. Huddlestone átti þá tvær skottilraunir fyrir utan teiginn hjá United. Sú fyrri fór af Eric Bailley og lak framhjá stönginni en hin fór yfir.
Mkhitaryan kom sprækur inn á völlinn, átti góð hlaup upp völlinn sem varnarmenn Hull lentu í vandræðum með. Hann vann því aukaspyrnur á hættulegum stöðum og náði í gult spjald á leikmenn Hull. En það kom því miður ekkert úr aukaspyrnunum frá Zlatan eða Pogba.
Marcus Rashford átti líka sín móment. Eftir fínan sprett upp vinstri kantinn átti hann lúmskt skot milli fóta varnarmanns Hull sem stefndi í bláhornið fjær þegar Jakupovic náði að verja vel.
Manchester United jók sóknarþunga sinn verulega síðasta stundarfjórðunginn. Á sama tíma voru leikmenn Hull farnir að finna meira fyrir þreytu, enda búnir að hlaupa og berjast gríðarlega í leiknum.
Mkhitaryan og Rashford voru mjög sprækir eftir að þeir komu inn á og Pogba reyndi að taka leikinn í sínar hendur eftir því sem leið á, átti nokkur skot fyrir utan teig sem fóru framhjá en færðust sífellt nær rammanum.
Hull átti hættulegt skot í uppbótartíma sem fór rétt yfir markið.
Stuttu síðar fékk Wayne Rooney boltann á vinstri kantinum. Fyrirliðinn brunaði upp að endamörkum, fór framhjá bakverði Hull, æddi í átt að markinu og renndi boltanum fyrir markið á Marcus Rashford sem skoraði. Wayne Rooney hefur oft átt betri leiki en þetta gerði hann frábærlega vel. Mourinho var þar með launað það að hafa haldið honum inn á þegar allir aðrir vildu sjá hann fara út af. Strax eftir markið kom loksins skiptingin þegar Rooney fór út af, í þetta skiptið fyrir Smalling. Hull átti ekkert eftir á þessum tímapunkti og United landaði mjög erfiðum, en alls ekki ósanngjörnum, sigri.
Eftir leikinn
Langbesti leikmaðurinn á vellinum var að vísu ekki rauðklæddur. Það var fyrirliði Hull City, Curtis Davis. Þvílík frammistaða frá fyrirliðanum! Hann átti til dæmis fleiri hreinsanir (18) en allt Manchester United liðið (10).
Af leikmönnum Manchester United þá átti Blind stórleik. Að mínu mati var hann rauðklæddi maður leiksins með félaga sinn Bailly í 2. sæti. Sem segir ansi mikið. Í leik þar sem Manchester United var með rúmlega 60% possession og átti 29 marktilraunir (9 á ramma) gegn 8 (2 á ramma) þá eiga miðverðirnir ekki að vera bestu leikmenn liðsins.
Blind má samt eiga það að hann var virkilega flottur. Það er sívinsæl keppni bæði meðal stuðningsmanna Manchester United og annarra að afskrifa Blind sem miðvörð en hann heldur áfram að sýna hvers vegna hann er búinn að eigna sér byrjunarliðsstöðuna. Einstaklega klár leikmaður sem kann að nýta sína styrkleika vel.
Ef Mkhitaryan hefði komið inn á fyrr, jafnvel bara strax í hálfleik, þá hefði hann gert tilkall til þess að verða maður leiksins hjá United. Hann kom ferskur inn og virtist ekkert láta það á sig fá þótt tækifærin hefðu verið lítil til þessa. Með þessari frammistöðu gerði hann það að verkum að erfitt verður að líta framhjá honum þegar byrjunarliðið verður valið í næsta leik. Rashford átti líka flotta innkomu af bekknum.
Af Twitter
Byrjum á Wayne Rooney horninu:
Wayne Rooney was tackled 3 times by 3 different players inside the 11th minute vs. Hull.
Not his finest minute. pic.twitter.com/H8XWbQtpCc
— Squawka Football (@Squawka) August 27, 2016
Wayne Rooney:
Ask for the ball, lose the ball, shout at the ref. Repeat.
— ㅤ (@TheUtdReview) August 27, 2016
I have been a fan for DECADES!
I have never known a situation at @ManUtd where the Team was carrying the Captain.— Billy Meredith (@UrmstonLordMUFC) August 27, 2016
If you dropped Rooney into the middle of a tornado he’d probably slow that down too
— Keith Russell (@Keith_Russell) August 27, 2016
Mkhi for Rooney at HT, no bias, no nothing. Simply using common sense.
— Hayley B (@Hayles_101) August 27, 2016
Rooney getting most of the hate on here but no mention of Martial who has been invisible so far.
— Bjarni Erlingur (@BjarniE16) August 27, 2016
Rashford has added loads of intensity and pace. Deserves that goal. Fine (only) contribution from Rooney to beat his man
— United Rant (@unitedrant) August 27, 2016
Mourinho’s faith in Rooney paid off, and that’s why he’s the guy getting €10m+ per year and not us on Twitter 😅
— Rafael Hernández (@RafaelH117) August 27, 2016
Pogba for £89m, Mkhitaryan for £26m, Rooney on £300,000 a week, Ibrahimovic 300,000 a week.. Rashford? Priceless.
— The Man Utd Way (@themanutdway) August 27, 2016
Haters gonna hate #Rooney
— Haukur Eyþórsson (@Haukur29) August 27, 2016
En það var nú alveg talað um fleira en Rooney á Twitter:
Manchester United’s defence have misplaced just two passes between them inside the first 20 minutes.
In tune. pic.twitter.com/40SH0xZ92D
— Squawka Football (@Squawka) August 27, 2016
Are there two Curtis Davies on this pitch? He’s blocking everything. #HULMUN
— Mark Chapman (@markchapman) August 27, 2016
The apprentice does it for Manchester United 🙌🏼 #HULMUN pic.twitter.com/kYW6brHOMk
— Bleacher Report UK (@br_uk) August 27, 2016
Phew! #HULMUN
— Manchester United (@ManUtd) August 27, 2016
Mourinho is the first #MUFC manager to win first 4 games in charge
First time since 2011-12 we won first 3 PL games pic.twitter.com/fdlxkGEL1Q
— Fergie’s Fledglings (@RedDevilTimes) August 27, 2016
Last season Utd brought on Fellaini to win these games with long balls into the box. Mkhitaryan & Rashford are a little more Man United.
— Pilib de Brún (@Malachians) August 27, 2016
Look at Zlatan and Rooney. #Rashford pic.twitter.com/wsEHbl4LJj
— Rahul Singh (@forevruntd) August 27, 2016
1 – Marcus Rashford is the first teenager to score a Premier League goal under a side managed by Jose Mourinho. Fledgling.
— OptaJoe (@OptaJoe) August 27, 2016
Classic #MUFC! pic.twitter.com/lbIk8OYjhi
— Manchester United (@ManUtd) August 27, 2016
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Kemur ekkert á óvart, liðið að spila vel. Sjáum ekki margar breytingar fyrr en leikirnir verða fleiri per viku
Lúftpanzer says
Mikið yrði ég glaður ef Rooney kæmi með sokkinn en þetta er ekki að ganga með hann í þessu formi. Vil sjá Mata færðan í holuna og Mkhitaryan á vænginn strax
Helgi P says
djöfull er greyið Rooney orðinn lélegur værum mikið betri með hann ekki í liðinu
Brynjólfur says
Inná með Rashford!! Mennirnir í teignum alltof lengi að athafna sig!
Lúftpanzer says
Rooney! What a man! þvílíkt stoðsending og þvílíkt mark hjá Rashford. Get ekki talað útaf sokknum en ég get skrifað!
Einar Þór says
Liðið bara í heilda að spila ofboðslega vel finnst mér. Fyrirfram hefði maður viljað fleiri mörk á móti liði eins og Hull (fyrirfram fyrir leiktíðina meina ég þá), en Hull hafa byrjað vel og í þessum leik með allt liðið á tímabilum inní teig að verjast. Í fyrra hefðu við alltaf fengið í besta falli eitt stig úr þessum leik.
Rashford enn og aftur að sanna sig og vonandi fær hann fleiri mínútur ef ekki leiki. Mhkitaryan ofboðslega hreyfanlegur og skemmtilegur. Valencia og Shaw eru hreinlega bakverðirnir sem ég myndi velja ef ég mætti velja úr öllum spilandi í dag, þvílíkt jákvæðir frammá við enda með menn eins og Bailly, Blind og Fellaini til að hreinsa til ef eitthvað klikkar.
Get ekki kvartað, er farinn að hlakka til að sjá leiki með United aftur! Það þarf ekki að taka fram að Pogba og Ibrahimovic eru einnig að hjálpa til og jú blessaður fyrirliðinn, virðist vera að taka við sér og hrökkva í gang aftur. Það er gaman að vera United maður þessa dagana og vonandi heldur það áfram! (verst að ég var með Ibra captain-aðan í fantasy, en ég tek alltaf þrjú stigin frekar :P )
Brynjólfur says
Rashford what a player.
Fannst Rooney lélegastur á vellinum þangað til í uppbótartíma þó Pogba og Martial hafa veitt honum fína samkeppni í þeim efnum.
Shaw og Zlatan bestir af þeim 11 sem byrjuðu.
Curtis Davies maður leiksins.
Cantona no 7 says
Skyldusigur.
Næstir verða Man City sigraðir.
G G M U
Karl Gardars says
Úffffff Þetta var rosalegt. Gamla góða „allt getur gerst“ tilfinningin!!!
Að vinna leikinn 0-1 í uppbótartíma er jafn hrikalega sterkt og það hefði verið hræðilegt að sýna deildinni að mótherjarnir geti mætt á rútunni og tekið stig á móti okkur.
Liðið er að spilast saman og Zlatan er það besta sem hefur komið fyrir United í háa herrans tíð.
Nú hef ég aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi Blind en það verður að viðurkennast að hann er að gera ansi magnaða hluti á vellinum. Það er hreinlega eins og hann sé búinn að sjá leikina 3svar áður en hann spilar þá.
Ég get hreinlega ekki beðið eftir að standa í stúkunni á Old Trafford og sjá okkar menn taka á móti city. Ef ég hitti Blind þá ætla ég að biðja hann um lottótölurnar út árið. :)
Frikki11 says
Smalling einn okkar besti maður í fyrra á bara mjög erfitt verkefni fyrir höndum að komast í liðið. Einnig þarf Martial að fara finna sitt gamla form, ef ekki þá vil ég sjá Depay fara fá einhverjar mínótur
Dogsdieinhotcars says
Móri man of match.
Dogsdieinhotcars says
Það eru engar líkur á að Mourinho sé að fara að droppa Wayne Rooney á næstunni. Tvær stollur og mark í þremur leikjum.
Rashford guð blessi þennan dreng. Bailly er svindlari. Valencia er besti hægri bakvörður í heiminum.
Sá að Fellaini er meiddur, fékk áhyggjur, segir allt sem segja þarf. Á meðan Rooney stollar eða skorar í hverjum leik er hann minn maður. Betri en Zlatan og Pogba í dag.
Dogsdieinhotcars says
Og já, bara að minna á að „Jose Mourinho“ er þjálfarinn okkar. Það eru svona 100% líkur að við spilum í CL á næsta ári. Hugsanlega vinnum við hana þá, spái semifinals.
DMS says
Vonast til að sjá meira af Mkhitaryan og Rashford á næstunni. Martial mætti alveg fá smá hvíld til að koma sér í gírinn.
Simmi says
Thad pirrar mig frekar mikid ad sja einkunnargjof eftir leikinn. Zlatan og Pogba fa badir 4 i einkunn. Their voru ekkert serstakir en their voru alls ekki lelegir, 6 hefdi verid meira videigandi. Thad er bara aetlast til svo mikid af theim. Ef their eiga ekki „super“ leik, tha er bara sagt ad their voru lelegir. Sem er alls ekki rett og bara frekar osanngjarnt.
Karl Gardars says
Haters gonna hate. Á meðan við stuðningsmenn erum sátt við okkar menn þá er allt í toppmálum. ;-)
Valdemar says
Á síðustu 3. árum hefur Man Utd. verið að enda svona leiki í jafntefli eða verra, tapa þeim. Ég lít á þetta sem enn eitt framfaraskrefið á þessari leiktíð.
Audunn says
Eftir sumarkaupin þá vantar svo ótrúlega pínu pínu lítið uppá að þetta lið sé nánast fullkomið, það vantar mann eins og Di Maria / Bale týpu og eitt stk N´Golo Kante (djöfs leikmaður er það) týpu í stað Fellaini takk fyrir.
Ég er reyndar einn af þeim sem skil hvorki upp né niður í hvað Móro sér við Fellaini, er að reyna að sjá það í þessum leikjum en það tekst bara ekki. Ekki nema hæðin, en ég myndi skipta á henni allan daginn fyrir mann sem kann að tækla og spila fótbolta eins og áðurnefndan Kante.
Annars var virkilega sætt að ná þessum 3 stigum alveg í lokin, liðið var töluvert skárra í seinni hálfleik en þeim fyrri.
Menn eins og Rooney, Martial og Mata verða að gera meira finnst mér persónulega, það er eins og allir bíði eftir því að Pogba og Zlatan klári þetta. Hinir verða líka að vera meira ógnandi.
Á tímabili er Man.Utd aðeins að spila með einn miðjumann (pogba),
Fellaini er nánast þriðji miðvörðurinn og þá finnst mér (er búinn að koma inn á það áður) liðið bakka allt of mikið, það verður mjög erfitt að spila svona aftarlega gegn liðum eins og t.d City og Chelsea. EN Móri hefur eflaust eitthvað plan hvernig á að mæta þeim.
Fellaini er víst eitthvað meiddur og verður þá kannski eitthvað frá, ég held og vona að Móri sjái þá loksins betri pörun á miðjunni en Fellaini og Pogba.
Lúftpanzer says
Ég verð reyndar að taka upp hanskann fyrir Fellaini núna – hann hefur verið hreint út sagt frábær í þessum fyrstu þremur leikjum og engin ástæða til að taka hann úr liðinu á meðan hann spilar svona vel. Þú breytir ekki sigurformúlunni.
Fyrir tímabiliði hefði ég á öllum dögum vikunnar valið Schneiderlin, Carrick, Herrera og jafnvel Basti framyfir Fellaini, því ég hreinilega þoldi ekki manninn. Hann er búinn að vera svo ótrúlega frústrerandi leikmaður undanfarin ár, með olnbogana sína. Ég var að vonast til að hann yrði seldur í sumar, krosslagði fingur við hvert slúður og allur pakkinn.
En ég veit ekki hvort það er Mourinho-effect eða eitthver góð frænka hans hafi tekið hann í svona hressilega heilunar-treatment, en þetta er lyginni líkast. Maðurinn hefur spilað sem andsetinn kolkrabbi undanfarna leiki – með fæturnar útum allt og hreinsandi allan skít upp. Og olnbogarnir meira að segja niðri. Algjör boss á miðjunni
Ég veit ekki hvort við vorum að horfa á sama leik Auðunn, en mér fannst liðið ekki bakka neitt.. þeir gjörsamlega lágu á Hull allan helvitis leikinn. United of the old – ég elskaði þetta og ég elska að það sé svona gaman að horfa aftur.. get ekki beðið eftir næsta leik. Bring on City!
Auðunn says
Ég get ekki tekið undir það að Fellaini sé búinn að vera frábær.
Skal samt viðurkenna að hann sé búinn að standa undir þeim lágmarkskröfum sem hægt er að gera til knattspyrnumanns sem kostaði þennan pening, þiggur þessi laun og spilar hjá einu stærsta knattspyrnuliði í heimi.
Ef menn hafa gert minni kröfur til hans en þetta þá er ekki von á árangri.
Fellaini, var, er og verður aldrei nægilega góður fyrir lið eins og Man.Utd.
Hann er samt fínn spilari fyrir klúbba eins og Everton, West Ham og Southampton.
Ég átti kannski ekki við að liðið hefði verið að detta aftarlega í þessum leik sérstaklega.
Mér hefur fundist annar miðjumaðurinn vera aðeins og djúpur á köflum, en það á eflaust eftir að slípast til.
Runólfur Trausti says
Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei skilið þetta Fellaini hatur. Þó svo að menn falli ekki fullkomlega inn í eitthvað steypt mót um hvernig hinn fullkomni leikmaður eigi að vera (sem virðist alltaf vera Messi) þá þarf allskonar karaktera til að vinna fótboltaleiki.
Minni menn á að Pepe var í raun einn besti leikmaður EM í sumar – og í raun einn besti leikmaður Real Madrid á síðasta ári.
Fellaini greyið var gerður að holdgerving alls þess sem Moyes gerði við félagið. Menn virðast alveg gleyma hversu vel hann nýttist í 4-1-4-1 leikkerfi Van Gaal á fyrsta tímabilinu en þar var hann ein af lykilástæðum þess að liðið komst í Meistaradeildina.
Í fyrra var svo aðeins annað upp á teningnum og spurning hversu mikið Van Gaal spilaði þar inn í. Í ár er hann svo í öðru hlutverki og hreinlega allt annar leikmaður – augljóst hvað nýr þjálfari og breyttar áherslur gera mikið.
Þó Fellaini sé stór, oft á tíðum klunnalegur og hálfgerður fauti þá er hann fautinn okkar. Að því öllu sögðu þá er hann fínn í fótbolta.
Til að mynda er hann með 91% heppnaðar sendingar í vetur og meðallengd sendinga er 17 metrar. Einnig vinnur hann cirka 51% einvíga sem hann fer. Kante er jú reyndar með 95% heppnaðar sendingar og meðallengd upp á 18 metra en hann vinnur aðeins 30% einvíga.
Einnig er Fellaini að snerta boltann mun oftar en Kante.
Gegn Bournemouth á Fellaini 91 snertingu á boltann (bara Herrera á fleiri).
Gegn Southampton eru þær aðeins 56 (en aðeins Pogba og Valencia eiga fleiri).
Gegn Hull á hann svo 111 snertingar (aðeins Pogba með fleiri).
Á meðan hefur Kante ekki átt yfir 80 snertingar á boltann í leik.
Svo hefur stærð Fellaini komið sér vel því hann hefur unnið 11 hálofta-einvíga (ariel duel) á meðan Kante hefur unnið eitt.
#TeamFellaini
#RantOver
Pétur GGMU says
Skil ekki þá sem hata Fellaini, gæinn er búinn að vera frábær, svo er fínt að hafa hann þegar við fáum horn💪. #TeamFellaini
Karl Gardars says
Ég styð krullurnar alla leið!
Verða ekki örugglega gefin út félagsskírteini í #TeamFellaini ??? :)
Auðunn says
Ég skil ekki heldur hvernig er hægt að mynda sér skoðun eða dæma menn eftir því hversu oft þeir snerta boltann. Tölfræði á blaði er ekki það sama og horfa á fótboltaleik með „berum“ augum hvort það er í gegnum sjónvarp eða á vellinum.
Þó Fellaini snerti boltann oftar en t.d Kante þá er hann ekki nærri eins góður leikmaður , ég held að allir þeir sem geta tekið niður United gleraugUn annað slagið séu sammála um það.
Það er alveg klárt mál að Fellaini kemur til með að vinna fleiri skallabolta en minni leikmenn, það eru engin geymvísindi.
Fyrir utan það er hann ekki góður fótboltamaður, reyndar afskaplega óspennandi miðlungs leikmaður sem enginn kemur til með að sakna þegar hann loksins yfirgefur Old trafford.
Halldór Marteins (@halldorm) says
Það eru ýmis gleraugu sem gæti verið hollt að taka niður við og við…
Fellaini er flottur leikmaður. Bæði er hann mun betri í fótbolta en hann fær kredit fyrir og svo hefur hann ákveðinn karakter á vellinum sem ég er handviss um að stjóri eins og Mourinho kann vel að meta (enda ekki tilviljun að hann hringdi strax í Fellaini til að peppa hann eða smellti honum inn í byrjunarliðið og hélt honum þar). Það er ekki nóg að hafa bara flashy leikmenn eins og Di Maria sem höndla álagið misvel og geta verið óstöðgir, þú þarft leikmenn sem gera vanþakkláta starfið af ákveðnum stöðugleika. Fellaini gerir það bara á allt öðruvísi hátt en Kante. Hefur aðra styrkleika og aðra veikleika. Og svo virðist sem Mourinho hafi strax náð að fá meira út úr hans styrkleikum, eitthvað sem kemur til með að nýtast United vel áfram.
Vona að hann sé ekkert á leiðinni neitt í bráð, ég mun allavega sakna hans þegar hann fer.
Svo er auka bónus hvað hann virðist góður í að fara í taugarnar á fólki. Sérstaklega stuðningsmönnum annarra liða.
Tryggvi Páll says
Ég get alveg skilið að ekki líki öllum við Fellaini. Hann er alls ekki allra og þrátt fyrir að hafa átt ágæta spretti við og við á sínum United ferli held ég að óhætt sé að segja að ferill hans hjá United hafi ekkert verið samfelld sigurganga. Fyrsta tímabilið var hörmung og fyrir utan flotta spilamennsku undir lok fyrsta tímabils LvG hefur þetta nú ekki verið beisið hjá honum.
Það er hins vegar ekki hægt að taka það af honum að hann hefur spilað afar vel í því hlutverki sem Mourinho hefur sett hann í og það er ekki hægt að kvarta yfir framlagi hans það sem af er þessu tímabili. Manni sýnist hann vera að framkvæma nákvæmlega það sem hann á að gera inn á vellinum og tölfræðin bendir til þess að hann sé að gera það vel.
Á meðan hann gerir það ætla ég ekki að kvarta yfir því að hann sé inni á vellinum. Mönnum hættir þó (og þar er ég enginn undantekning) að missa sig pínu yfir bjartsýninni núna í byrjun tímabils.
Skyndilega er Antonio Valencia besti bakvörður heims og Fellaini alveg stórkostlegur ásamt fleirum. Þeir hafa vissulega verið að spila vel en stóru prófin eru eftir og það er eitt slíkt framundan í næsta leik. Þá sjáum við fyrir alvöru hvort að þessir ‘fringe-leikmenn’ undanfarinna ára sem spilað hafa vel í upphafi tímabilis séu að gera það af einhverri alvöru eða ekki.