Manchester United ferðaðist 220 kílómetra frá Manchester til Northampton til að taka þátt í 3. umferð deildarbikarsins. Það var ljóst að þrátt fyrir að miklar breytingar yrðu á byrjunarliði United í leiknum þá átti ekki að taka mikla sénsa því hópurinn var mjög sterkur.
Liðið í leiknum:
Varamenn: Johnstone, Darmian, Fellaini (’73), Lingard, Mata, Rashford (’55), Ibrahimović (’55)
Byrjunarlið Northampton Town var skipað eftirfarandi leikmönnum:
Smith, Moloney, Buchanan, DIamond, Zakuani, Revell, Gorre, McCourt, Hoskins, Beautyman, Taylor
Ákveðin vonbrigði að sjá ekki John-Joe O’Toole í byrjunarliðinu en Írinn kom inn á í síðari hálfleik og byrjaði strax að tækla leikmenn United hægri vinstri. Klassískur neðrideildar-iðnaður í þeim leikmanni.
Fyrri hálfleikurinn
Þetta byrjaði allt eins og við mátti búast, Manchester United hélt boltanum löngum stundum og reyndi að brjóta niður vel peppaða vörn Northampton Town. Wayne Rooney spilaði sem fremsti maður, Young sá um að halda breiddinni hægra megin og reyna að dúndra inn fyrirgjöfum og hinum megin var Memphis æstur í að sýna hvað hann gæti.
Það byrjaði líka ágætlega. Fremstu menn unnu nokkuð vel saman og fengu fínan stuðning frá Herrera sem var duglegur að hlaupa og hjálpa til í spilinu. En það var samt Michael Carrick sem stjórnaði sýningunni. Af öllum „nýju“ leikmönnunum þá náði hann að minna mest á sig og sýna hvers United hefur saknað þegar hann hefur ekki verið í liðinu.
Eftir rúmlega korter fékk United óbeina aukaspyrnu í teig Northampton eftir klaufaskap frá Northampton. Wayne Rooney tók aukaspyrnuna en setti hann beint í vegg heimamanna (sem virtist reyndar vera nær boltanum en þeir máttu) en Michael Carrick náði frákastinu og stýrði boltanum laglega upp í markhornið fjær með góðu skoti. Vel gert hjá Michael „It’s hard to believe it’s not Scholes“ Carrick.
Manchester United virtist ætla að sigla fyrri hálfleiknum nokkuð örugglega í höfn með 1-0 í forskot. En undir lok fyrri hálfleiksins fór að bera á nokkrum skjálfta í vörn United. Fyrst náðu Northampton góðri skyndisókn sem endaði með skoti sem fór annað hvort af Smalling eða Romero og í markslána.
Á 42. mínútu náði Northampton svo annarri sókn. Varnarmenn United virtust hálfpartinn halda að boltinn myndi hreinsast úr teignum af sjálfu sér. Rojo átti glataðan skalla í tilraun til að hreinsa en setti þess í stað boltann á hættulegra svæði. Fosu-Mensah ætlaði í rólegheitum að taka boltann en gætti ekki að sér og leikmaður Northampton hirti boltann af honum og gaf fyrir. Þar ætlaði Blind að pota boltanum í burtu en var of seinn og felldi þess í stað sóknarmann Northampton. Víti dæmt. Alex Revell, fyrrum leikmaður þess leiðinlega félags MK Dons, skoraði af öryggi úr vítinu. 1-1 í hálfleik.
United hafði verið með töluverða yfirburði í fyrri hálfleiknum en alls ekki náð að nýta sér það. Að mestu leyti hafði liðið síðan gefið fá færi á sér en sváfu illilega á verðinum undir lokin. Sanngjörn staða í hálfleik? Já og nei.
Seinni hálfleikur
Seinni hálfleikurinn byrjaði á svipaðan hátt, Manchester United hélt boltanum og náði alveg upp ágætis spili en var ekki að ógna mikið. Eftir 10 mínútna spil í seinni hálfleik vildi Mourinho hrista upp í því og skipti því Zlatan og Rashford inn á fyrir Memphis og Fosu-Mensah.
Bæði Memphis og Fosu-Mensah höfðu byrjað leikinn af krafti og virtust ákveðnir í að sanna sig. Memphis hljóp á vörn Northampton með alls konar tilþrifum. En það fjaraði undan leik hans og ekki hjálpaði þegar hann varð fyrir fólskulegri tæklingu í byrjun seinni hálfleiks. Tæklingin var það slæm að Northampton var heppið að missa ekki mann af velli. Engu að síður hefði ég viljað sjá Memphis klára leikinn, hann þarf á mínútunum að halda.
Fosu-Mensah sýndi líka flotta takta í byrjun leiks. Átti m.a. bylmingsskalla sem hafnaði í slá. En hann dalaði líka eftir því sem leið á og átti stóran þátt í vítaspyrnunnni sem United fékk á sig undir lok fyrri hálfleiks. Engu að síður verður gaman að fylgjast með þessum leikmanni í framtíðinni.
Michael Carrick hélt áfram að eiga góðan leik í seinni hálfleik og Ander Herrera óx mikið eftir því sem á leið. Á 59. mínútu átti Herrera gott skot fyrir utan teig sem hafnaði í stönginni. 9 mínútum síðar fékk hann annað tækifæri og það nýtti hann betur. Schneiderlin vann þá boltann vel á miðsvæðinu, brunaði upp völlinn og gaf stungusendingu á Zlatan. Zlatan missti næstum boltann en náði að gefa hann á Rashfordi úti á vinstri kantinum. Rashford leit upp og sá hvar Herrera kom hlaupandi í seinni bylgjunni. Rashford gaf því góðan bolta inn í hlaupaleið Herrera sem náði skoti rétt fyrir utan teig. Herrera nýtti sér að varnarmenn stóðu í sjónlínu markvarðar Northampton og skaut föstu og hnitmiðuðu skoti niðri í markhornið. Virkilega vel gert og Manchester United verðskuldað komið yfir í leiknum.
Á þessum tíma var komin meiri harka i leik heimamanna, þeir voru farnir að láta finna verulega fyrir sér. Einn þeirra hefði þegar átt að vera farinn út af í byrjun seinni hálfleiks. Á 54. mínútu kom John-Joe O’Toole inn á (sá er þegar búinn að afplána leikbann í deildinni vegna 5 gulra spjalda á leiktíðinni) og var farinn að láta verulega finna fyrir sér. Mourinho ákvað að bregðast við því með meira stáli og á 73. mínútu kom Marouane Fellaini inn á fyrir Morgan Schneiderlin.
Skiptingin hafði strax tilætluð áhrif. Fellaini hafði ekki verið á vellinum nema í 2 mínútur þegar United skoraði sitt þriðja mark. Að vísu kom hann ekki nálægt því með beinum hætti en ég vil meina að hans nærvera inni á vellinum hafi verið nóg. Herrera dúndraði þá háum bolta í átt að markverði Northampton. Rashford tók á sprettinn til að setja pressu á markmanninn. Það var nóg til að valda taugatitringi sem Rashford nýtti sér til að stela boltanum, sóla markmanninn og skora í autt markið. Vel gert og leikurinn búinn.
Eftir þetta var leikurinn í raun búinn. United sigldi þessu bara heim og Carrick hélt áfram að stjórna spilinu. Northampton var aldrei líklegt til að ógna forskoti United eftir þetta. Pláss í 4. umferð deildarbikarsins staðfest.
Eftir leikinn
Eftir hörmungarviku var ljómandi fínt að fá loksins sigur aftur. Þessi sigur gerir þó í sjálfu sér lítið, þannig lagað. Andstæðingurinn var alveg til í að reyna að spila smá bolta en þeir eru mörgum klössum neðar og því átti þetta alltaf að vera sannfærandi sigur.
Það sem var ánægjulegt að sjá var hve flottir Michael Carrick og Ander Herrera voru á miðjunni. Carrick væri ég til í að sjá fá fleiri mínútur í liðinu, held hann gæti verið mjög góður félagsskapur fyrir Paul Pogba. Herrera kemur svo alltaf með ákveðna vinnusemi og náði í kvöld einnig að vera virkur í spili liðsins og sóknaruppbyggingu.
Vörnin var misjafnlega shaky. Smalling átti þó heilt yfir góðan dag og Blind var að mestu góður þótt hann hafi ekki staðið sig vel þegar vítaspyrnan var dæmd. Rojo var bara Rojo, m.a.s. leikur gegn liði í 3. deild virðist ekki geta látið hann líta vel út.
Eftir leikinn var síðan dregið í 4. umferð deildarbikarsins. Það kom í ljós að mótherji okkar þá verður Manchester City og fer leikurinn fram á Old Trafford. Blendnar tilfinningar með það.
#EFLCup Round Four draw: @ManUtd v @ManCity. pic.twitter.com/raG1lBIw8X
— EFL Cup (@EFLCup) September 21, 2016
Twitterhornið
The managers look on @br_uk pic.twitter.com/nTNugA5SjA
— Paul (@UtdRantcast) September 21, 2016
Carrick unsurprisingly class against a team sitting back. Would be a worthy starter against Leicester in a three. #mufc
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) September 21, 2016
Carrick with the goal, United lead 1-0 pic.twitter.com/cduG0lx73r
— Semperfiunited (@SemperFiUnited) September 21, 2016
It’s Carrick ya know @br_uk pic.twitter.com/QXjrKpGu5y
— Paul (@UtdRantcast) September 21, 2016
Blind gave away the penalty but not helped by the full-backs. Rojo’s header was rubbish and Fosu-Mensah was ball-watching.
— Rob Dawson (@RobDawsonMEN) September 21, 2016
Bara svona að benda á það að United vann alla leikina með Mata í startinu
Hafa tapað öllum með hann útaf
🤔— Tómas G Jóhannsson (@TomasJohannss) September 21, 2016
I’d prefer to let players find their own solutions rather than bringing Ibrahimovic on in nothing games
— jb8521 (@jb_8521) September 21, 2016
Rashford has now scored on his
Europa League debut
Premier League debut
Manchester derby debut
England debut
Eng U21 debut
EFL Cup debut— Lisa Johnson (@girlmanutd) September 21, 2016
Daði says
Djöfull ég var að vona eftir Rashford fremst
Bjarni says
Við erum að fara að rúlla þessu 0-3.
DMS says
Rooney látinn spila svo hægt sé að „hvíla“ hann í næsta deildarleik? Eða nota það sem afsökun fyrir að hann verði þá ekki í liðinu?
Kannski bara sniðugt að láta hann spila núna og reyna að drulla sér í gang.
Siggi P says
Varalið og Rooney spilar…
Arnar says
Liðið er basicly að spila án senters. Þessi ást Mourinho á Rooney mun geta kostað hann starfið.
Karl Gardars says
Vona að DMS hafi rétt fyrir sér.
Bjarni says
Í svona leik kemur í ljós hverjir hafa það í sér taka prikið úr rassgatinu og gera það sem ætlast er til af þeim. Rúní er ekki sá leikmaður sem hann var í fyrra og var hann daufur þá.
Karl Gardars says
Ef fólk vantar eitthvað að gera yfir leiknum þá mæli ég með þessu: http://www.bbl.is/smaauglysingar/
Bjarni says
Fótbolti er einföld íþrótt en það er hægt að gera hana flókna með ýmsum hætti og utd menn eru akkúrat að gera það. Á sama plani og mótherjinn. Alls ekki nógu gott.
Karl Gardars says
2 metra Tina Turner að koma inn á og bjarga þessu!
Omar says
Rashford ađ bjarga heiđri okkar í kvöld, var hungrađur og sýndi ákveđni. Meira en hægt er ađ segja um amk 8 ađra leikmenn okkar ì kvöld.
Rúnar Þór says
Gott að sigra. En plís einhver að útskýra fyrir mér af hverju Memphis var tekin út af fyrir Rashford og ROONEY settur á HÆGRI KANT!!!!????
Væri ekki nær að taka Rooney út af, hafa Memphis vinstri, Rashford hægri og Zlatan upp á topp?????
Þetta Rooney rúnk er orðið svo mikið að Coleen eiginkona hans er orðin algjörlega óþörf!!!!
Moore says
Árið er 2016 og heiðri United er bjargað með sigri á Northampton! Eru menn að djóka?
Bjarni says
Fengum City á heimavelli í næstu umferð, hóst, hóst.
Sag says
„Fellaini hafði ekki verið á vellinum nema í 2 mínútur þegar United skoraði sitt þriðja mark. Að vísu kom hann ekki nálægt því með beinum hætti en ég vil meina að hans nærvera inni á vellinum hafi verið nóg.“
Úff hvað þessi brandari stakk mig í hjartað.
Fellaini alveg jafn glataður og vanalega..
Audunn says
Ha ha nærvera Fellaini nóg til að skora mark er einn besti brandari sem ég hef lesið svo árum skiptir :)
Maðurinn gat ekkert frekar en fyrridaginn.
En í leikinn sjálfan, þetta var bara ágætisleikur þannig séð og kannski mikilvægur uppá að efla sjálfstraustið sem ég tel ekki vera mikið.
Það gengur ekkert upp hjá Rooney, það er alveg sama hvað hann gerir og hvað hann reynir það gengur bara ekkert upp.
Hann er of seinn, tekur rangar ákvarðanir hvað eftir annað osfr. ég held að þetta getuleysi hans sé komið á sálina hjá honum.
Bjarni says
Varðandi meistara Rooney.
https://twitter.com/search?q=sammy%20mcilroy&src=typd
Karl Gardars says
Gott að sjá að samanburður á eplum og appelsínum er ekki séríslenskt afbrigði. Báðir hafa eitthvað til síns máls en keith þessi kallar Rooney rubbish síðustu tvö ár sem er of harkalegt og Mcilroy tekur því sem að hann vilji senda Rooney strax í furu sem væri líka fáránlegt.
Hvorttveggja er álíka tröllheimskulegt og að segja að Fellaini kunni ekki að spila fótbolta….Wait…..
Og mögulega jafn vitlaust og hjá mér og fleirum að ætla að setja Fellaini á einhvern cult stall til að sporna móti óverðskuldaða hatrinu á mann greyinu sem er bara að reyna að gera sitt besta og lendir í þeim voðalegu aðstæðum að vera valinn í byrjunarlið af öðrum aðilum.
Ef við förum bil beggja þá væru báðir leikmenn líklega bestir á tréverkinu ÞESSA STUNDINA. En það þarf ekki að fela í sér fullnaðarafskrift á köppunum.