Hreint út sagt grátleg úrslit.
Mourinho stillti upp liðinu alveg eins og í 4-1 sigrinum gegn Leicester fyrir viku.
Varamenn: Sergio Romero, Matteo Darmian, Michael Carrick, Marouane Fellaini, Anthony Martial (’65) Memphis (82) og Wayne Rooney (’65).
Lið Stoke er eftirfarandi
Leikurinn
Það tók United ekki langan tíma að skapa fyrsta færi leiksins en strax á fyrstu mínutu átti Paul Pogba gott hlaup fyrir utan teiginn hjá Stoke City sem endaði með því að hann sendi boltann utanfótar inn á Zlatan sem á einhvern ótrúlegan hátt lét Lee Grant verja frá sér. Ekki einu sinni heldur tvisvar!
United hélt áfram að pressa vel og komst Stoke varla yfir miðju fyrstu 5-6 mínútur leiksins. Eftir það komst Stoke betur inn í leikinn og áttu fyrsta skot sitt á markið eftir átta mínútna leik. Fyrsta gula spjaldið leit svo dagsins ljós nokkrum mínútum síðar þegar Antonio Valencia ákvað að hamra Erik Pieters niður.
Eftir um það bil korters leik spilaði Stoke vel upp hægri vænginn og endaði með þvi að Joe Allen sendi hann út í teiginn þar sem Geoff Cameron kom aðsvífandi en sem betur hitti hann boltann og fór hann tiltölulega beint á David De Gea. United ákvað að svara þessu með því að fara beint í sókn þar sem Jesse Lingard, Zlatan og Pogba áttu gott samspil sem endaði með því að Pogba komst nánast einn í gegn en skaut framhjá.
Eftir 20 mínútna leik er Juan Mata að dúlla sér með boltann inn í teig, finnur ekki skotfæri svo hann ákveður að reyna vippa yfir Grant sem rétt náði að blaka honum yfir. Úr hornspyrnunni skallaði Paul Pogba rétt framhjá.
Lee Grant hélt áfram að eiga stórleik en hann átti bilaða vörslu frá Lingard um miðbiks fyrri hálfleik.
Hvaða gjörsama skepna er í markinu hjá Stoke?
— Óttar K. Bjarnason (@ottar09) October 2, 2016
At 33, this is Stoke keeper Lee Grant's 2nd PL appearance. Going rather well so far. Excellent saves from Ibrahimovic & Lingard. 0-0 31 min
— Oliver Kay (@OliverKayTimes) October 2, 2016
Eftir um það bil hálftíma leik virtist United pressan aðeins hafa dalað en Stoke komu þá mun betur inn í leikinn og áttu mikið af góðum spilköflum inn á vallarhelmingi United.
0-0 í hálfleik
Paul Pogba's first half by numbers:
90% pass accuracy
3 chances created
3 shots
2 aerial duels wonClassy presence. pic.twitter.com/UZYhz2xP9m
— Squawka Football (@Squawka) October 2, 2016
Síðari hálfleikurinn byrjaði á rólegu nótunum og var lítið að gerast fyrstu mínúturnar ef frá er talin varsla David De Gea sem kom eftir skalla Bruno Martins Indi (sem var rangstæður).
Ander Herrera nældi sér svo í fyrsta gula spjaldið í síðari hálfleik eftir groddaralegan árekstur við Joe Allen. Allen sjálfur átti svo gjörsamt dauðafæri skömmu síðar en eins og Cameron í fyrri hálfleiknum þá hitti hann boltann illa og De Gea varði. United hélt svo áfram að safna gulum spjöldum en Zlatan fékk gult fyrir að lyfta olnboganum of hátt þegar hann hoppaði upp með Ryan Shawcross.
Eftir um það bil korters leik í síðari hálfleik þá vaknaði United af værum svefni og Mata, Pogba, Herrera og Zlatan reyndu langskot með stuttu millibili. United gekk hins vegar brösuglega að spila sig í gegnum Stoke liðið. Eftir 65 mínútur þá komu fyrstu skiptingar leiksins. Útaf komu Mata og Lingard fyrir Rooney og Martial.
Það tók skiptingarnar ekki langan tíma að skila sínu en Martial var búinn að koma boltanum í netið eftir aðeins 4 mínútur inn á vellinum. Markið var óhemju líkt því sem við sýndum í upphituninni í gær en hann snuddaði boltanum beint upp í Samúel Örn eftir „sendingu“ frá Rooney.
Það má segja að United hafi nýtt meðbyrinn með markinu vel en þeir voru nálægt því að bæta við strax á næstu mínútum. Enn og aftur var þó Grant fyrir Zlatan.
Þegar maður var orðinn handviss um að United ætlaði að bæta við og vinna þennan leik þægilega 2-0 þá gerðist hið ómögulega. Glen Johnson af öllum mönnum klobbaði Herrera og átti slakt skot með vinstri, skotið fór af Smalling og endaði með því að De Gea var komin á hnén og sló boltann niður í jörðina. Þaðan tókst Jonathan Walters að skófla boltanum í slánna og endaði þetta fíaskó með því að Allen hamraði boltanum í netið innan við meter frá markinu.
Mourinho brást við markinu með því að taka Herrera útaf fyrir Memphis.
United var nálægt því að tryggja sér sigurinn þegar Rashford flengdi boltanum fyrir og Pogba skallaði hann í þverslánna. Allt kom þó fyrir ekki.
1-1 lokatölur.
Úrslitin þýða að United er í sjötta sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Liverpool sem er í 2.sæti en fimm á eftir Manchester City sem spilar seinna í dag.
Maður leiksins: Það kemur enginn annar en Lee Grant til greina. Hann átti einn af þessum leikjum. Var hreint út sagt óstöðvandi.
Punktar
- United var að sækja á mjög mörgum mönnum í fyrri hálfleik. Þar af leiðandi virkuðu skyndisóknir Stoke mjög hættulegar þegar þeir unnu boltann því United var með svo fáa leikmenn til baka.
- Forvitnilegt er að Juan Mata tók hornspyrnur hægra megan á meðan Daley Blind tók vinstra megin. Sérstaklega miðað við að báðir eru örfættir og Blind skilaði nokkrum fínum hornspyrnum gegn Leicester.
- Spurning hvort það sé smá þreyta komin í United liðið en allir nema De Gea, Valencia, Blind og Herrera byrjuðu leikinn gegn Zorya Luhansk í miðri viku. Eftir um það bil hálftíma leik þá virtist draga af United liðinu og að sama skapi byrjuðu þeir síðari hálfleikinn mjög hægt.
- Þetta var líklega fyrsti lélegi leikur Marcus Rashford í knattspyrnu sögunni.
- United getur aðeins sjálfum sér um kennt en liðið klúðraði ógrynni færa í dag. Liðið spilaði mjög vel en því miður þá náðu menn ekki að nýta færin og það kostaði liðið svo sannarlega.
- Varnarleikur United í marki Stoke er kjánalegur í alla staða. Það virðist vanta öll samskipti á sumum tímum þarna aftast.
Tíst dagsins
Just like Zlatan, Pogba's missed a sitter there. Kudos to Herrera for winning the ball back so high up the pitch, makes a big difference.
— The Peoples Person (@PeoplesPerson_) October 2, 2016
That's why Lingard is playing. Movement etc…
— Tom McDermott ⚽️ (@footballmcd) October 2, 2016
Playing well United. Winning the ball back quickly when they don't have it, some good movement, passing. Had three excellent chances now
— James Ducker (@TelegraphDucker) October 2, 2016
In random United cultural news, none of the youth team or unused 1st team squad are here @br_uk pic.twitter.com/XaaUePieyG
— Paul (@UtdRantcast) October 2, 2016
Bjarni says
Sigur
Kjartan says
Nýta færin strákar, þetta gæti reynst okkur dýrkeypt.
Kjartan says
Ekki slæmt að hafa eitt stk Mörtu á bekknum :)
Bjarni says
Dýrkeypt.
Brynjólfur says
Miðað við textalýsinguna var um að kenna skelfilegri færanýtingu.. En á hvern skellum við skuldinni í dag? Átti Zlatan ekki að vera löngu búinn að skora 2? Var Pogba virði 90m£ í dag?
Arnar says
Það gengur ekki í svona jöfnum leik að De Gea sé að leika einhvern trúð þarna í markinu. Hann kostaði okkur 2 dýrmæt stig í dag.
gudmundurhelgi says
Ekki slæmur leikur en færanýtingin alveg skelfileg,Pogba mætti vera meira afgerandi í sínum leik.Tvö töpuð stig í dag en ég hef fulla trú á liðinu og hinum brosmilda þjálfara,finnst samt líkt og það vanti síðasta púslið til að fullkomna verkið.
Hjörtur says
Stækka mörkin þá kanski náum við að skora.
Karl Gardars says
@Brynjólfur
Við höldum okkur við planið og kennum Fellaini um þetta!
Kjartan says
Spurning hvort Rashford, Pogba og Zlatan hefðu ekki átt að vera hvíldir á fimmtudaginn ? Amk hefðu þeir eftir á ekki átt að spila 90 mín á móti Zorya.
Annars var leikurinn ágætu, fyrir utan skelfilega færanýtingu. Ef þú klára ekki færin þá getur svona lagað alltaf gerst.
Runólfur Trausti says
#BlameFellaini er sterkt.
Pælingin með því að spila sömu fremstu fjórum gegn Leicester, Zorya og í dag er svo sem ekkert undarleg þar sem þrír af þeim fá gott frí í landsleikjahléinu.
Hvort Zlatan hefði skorað ef hann hefði ferið „ferskari“ veit ég ekki en hann skoraði jú í miðri viku og sjálfstraustið ætti því að hjálpa honum.
Fyrir mér var þetta fínn leikur fyrir utan auðvitað færanýtinguna. Tölfræðin úr leiknum sýndi samtals 20 skot og þar af 10 á markið. Það er með því meira sem liðið hefur skapað sér heillengi. Því miður ákvað Lee Grant að nýta sviðsljósið sem og okkar menn voru ekki nægilega góðir fyrir framan markið.
Maður grætur því úrslitin en ekki frammistöðuna. Svo er bara að vona að menn eins og Mkhitaryan komi tvíefldir til baka eftir landsleikjahléið.
Helstu vonbrigði dagsins eru að dómarinn dæmdi Arsenal sigur og þeir græddu því 2 stig á okkur. Annars er þessi toppbarátta ennþá gal opin og lítið stress komið í mig.
Audunn says
Eftir þessi úrslit skiptir öllu að tapa ekki næsta leik, það setur United í erfiða stöðu.
Liðið er ekki sannfærandi.
Jörgen says
Finast leikur í dag.
Var samt alltaf pínu smeikur í seinnihálfleik að við myndum sofna á verðinum þegar við þurftum að verjast. þar að segja vegna þess við vorum í sókn mest allan tíman.
Flott spil og mjög góð færi.
Frekar pirrandi að einhver vara markmaður úr 1.deild eigi einhverja stjörnu frammistöðu. Sagði það samt að við þurftum að lokaleiknum þarna í seinnihálfleik,
Hundfúllt að De Ge sem hefur verið að halda þessu blessaða liði á floti síðustu 2-3 ár geri svona skíta fail :S
En við náum svona spilamensku í hverri viku þá held ég að við eigum eftir að gera einhverja skemmtilega hluti í vetur.
Gott að sjá Martial skora honum veitti ekkert af þessu marki til að koma sér úr þessu þunglyndi sem hann er búinn að vera í.
SHS says
Liðið er kannski ekki sannfærandi en vá hvað það er miklu skemmtilegra að horfa á liðið núna miðað við í fyrra. Hef engar áhyggjur ef við fáum jafn mörg færi og í gær, skv. fotmob áttum við 26 skot í leiknum. Þegar við unnum Stoke 3-0 á síðasta tímabili áttum við 12 skot og bara 45% með boltann! Í tapleiknum síðasta á síðasta tímabili áttum við
8 skot og djöfull var „philosophy“-ið hjá klikkhausnum leiðinlegt. Fæ hroll við að hugsa tilbaka!
Lúftpanzer says
Við gjörsamlega yfirspiluðum Stoke. Ég er jafn ánægður með leik liðsins og ég er niðurbrotinn með þessi úrslit. Það er mjög margt jákvætt, sköpuðum fuuullt af færum og boltinn fékk að fljóta vel – unun að horfa á fyrir hálfleikinn, þ.e.a.s. fyrir utan þegar kom að því að nýta færin.
One of those days. Það er bara klassík að þegar lið ná ekki að drepa leikinn með seinna markinu kemur þetta alltaf í bakið á manni. Ég ætla ekki að taka neitt frá Grant – hann varði einsog skepna hvað eftir annað og var svo sannarlega maður leiksins.. ég efast ekki um annað en að þetta hafi verið ‘leikur lífs hans’, þvílíkar vörslur.. á eðlilegum degi hefði staðan verið 4-0 í hálfeik.
Bjarni says
Vantar drápseðlið einsog svo oft áður. En við eru á réttri leið, erum með skemmtilegt lið en þurfum að ná stöðuleika í spilið og ekki síst nokkra sigurleiki í röð til að kveikja á öllum cylendrunum. En mér sýnist leikjaprógrammið í bæstu leikjum bjóða upp á annað en það verður auðvitað bara að koma í ljós. Tökum einn leik í einu, vonandi koma menn heilir úr helvítis landsleikjahléunum.
Jón Þór Baldvinsson says
Mér fannst Rashford bara allsekki vera að eiga neitt lélegan leik. Sífellt að angra vörnina bæði vinstra og hægra meginn og þessar sendingar hans inn í teiginn áttu margar að enda með marki. Strákurinn sýndi oft í leiknum hvernig hann getur prjónað sig í gegn og sent hraða bolta fyrir markið, því miður voru þeir sem sendingarnar fengu bara ekkert að hitta vel og svo var Stoke markmaðurinn allveg rosalegur.
Karl Gardars says
Sammála með Rashford. Þessar sendingar voru baneitraðar hjá honum en það vantaði nauðsynlega hann sjálfan með Zladda inn í teig til að taka á móti og dreifa varnarmönnum.
Stundum langar mig bara að sjá prófað 4-4-fokking 2 afbrigði á móti svona lakari liðum sem eru ekki að fara að gera neitt. Zlatan og Rashford frammi. Martial Pogba Herrera og mata eða Young á miðjunni þar sem vængirnir eru nýttir til að teygja á vörninni og svo ýmist cuttað inn eða gefið fyrir. Við gætum treyst Mike og Eric til að loka á countera. Svona David Moyes nálgun með mun meiri gæðum og trú á verkefninu… :)
Audunn says
Þrátt fyrir eina mestu eyðslu sem sögur fara af þá hefur Man.Utd ekkert farið fram undir Móra, svo hlutirnir séu bara lagðir á borðið eins og þeir eru.
Það veldur mér miklum áhyggjum að þrátt fyrir þessa gífurlegu eyðslu og verandi dýrasta fótboltalið í heimi þá eru framfarir litlar sem engar, það er bara ekkert nýtt undir sólinni á Old Trafford svo ég segi nú bara eins og er.
Amk sé ég ekki neinar breytingar til batnaðar nema jú að það er búið að eyða miklum fjárhæðum í meiri gæði sem skilar sér aftur á móti hvorki í betri fótbolta né betri úrslitum.
Ég furðaði mig á mörgum ákvarðanartökum hjá Van Gaal en ég furða mig á fleiri ákvörðunum Móra.
Get ekki skilið að það sé ekki pláss fyrir menn eins og Carrick, Mkhitaryan, Schweinsteiger eða Schneiderlin í liðinu þegar spilamennskan er ekki betri en raunin er.
Átta mig bara ekki á hvaða breytingar eru í gangi, reyndar er réttara að segja að ég sé ekki neinar breytingar á liðinu.
Í grófum dráttum er þetta nákvæmlega eins og við sáum í Apríl og Maí s.l með þó þeirri undantekningu að það eru komin önnur nöfn í nokkrar stöður.
Kannski tekur þetta bara lengri tíma en þolinmæði minni þóknast, það er svo sem ekki mikið við því að gera en ég er samt ekki að sjá miklar umbætur og enga dirfsku hjá Móra.
Að mínu mati má hann vera miklu djarfari í sinni uppstillingu sérstaklega á heimavelli gegn liði eins og Stoke sem er hefur byrjað tímabilið mjög ílla og þar sem sjálfstraustið er í molum.
Björn Friðgeir says
„Get ekki skilið að það sé ekki pláss fyrir menn eins og Carrick, Mkhitaryan, Schweinsteiger eða Schneiderlin í liðinu“
Carrick, Schweinsteiger og Schneiderlin væru allir að berjast um sömu stöðu, þá sem Herrera hefur verið að leysa mjög vel í síðustu leikjum.
Mkhitaryan er meiddur.
Þetta er ekki flókið.
Audunn says
Ég man ekki eftir að hafa sé Herrera spila á móti Zorya sem var jú síðasti leikur á undan Stoke leiknum. Það hefði t.d alveg prófa einhvern af þessu sem ég taldi upp í þeim leik.
Karl Gardars says
Ég sé aðallega tvennt þessu til fyrirstöðu.
1. Það er óreynt með Mkhitaryan en hinir hafa ekki verið að koma vel út með Fellaini hingað til.
2. Er ekki viss um að Pogba myndi sætta sig við bekkjarsetuna þegar einhver af þessum tekur sér stöðu við hliðina á belgíska krúnudjásninu.
Audunn says
Ha ha @Karl, ég skynja skemmtilegan svartan húmor í þessu kommenti hjá þér.. góður :)
en hvað Mkhitaryan varðar þá verður hann að koma sér í form og fá að mínu mati nokkra leiki til að sýna sig og sanna.