Þeir Maggi, Tryggvi Páll, Halldór Marteins, Björn Friðgeir og Sigurjón settust niður með Kristjáni Atla hjá kop.is og spjölluðu um leikinn gegn Liverpool á mánudaginn.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 28.þáttur
Halldór Marteins says
Það sem flæðið í spjallinu okkar var svo frjálslegt þá kláraðist ekki að fara yfir uppáhalds viðureignir liðanna hjá öllum þátttakendum :D Auðvitað kom O’Shea winnerinn fyrst upp í hugann hjá mér, það var bara eitthvað svo dásamleg leið til að vinna Liverpool á Anfield. Annar leikur sem poppaði upp í hugann var sigurinn í bikarnum árið 1999, eitt af mörgum kombökkum það tímabilið.
En ég verð að minnast sérstaklega á leikinn í mars 2008. Það var bara allt skemmtilegt við þann leik. Wes Brown skoraði með bakinu. Mascherano lagði töluvert á sig til að tuða sig út af vellinum með rautt. Ronaldo og Nani skoruðu og United endaði síðan á að vinna bæði deildina og meistaradeildina. Gúrmeistöff!