Það tók ekki langan tíma fyrir Chelsea að slá tóninn fyrir þessi harmkvæli sem við þurftum að þola í dag, þeir skoruðu eftir aðeins þrjátíu sekúndur. Marcos Alonso gaf langa sendingu utan af kanti, framhjá Smalling og Pedro hristi Blind af sér og stakk hann af, renndi sér framhjá úthlaupi De Gea og skoraði auðveldlega. Hrikalega slæmur varnarleikur þarna bæði hjá Smalling sem hefði átt að geta komist inn í sendinguna og hjá Blind sem var alltof hægur.
Þetta gerði það auðvitað að verkum að ef það einhvern tímann verið planið að spila varnarleik var sú áætlun farin út í veður og vind, og United setti í sóknina og pressaði Chelsea stíft næstu mínútur. Úr því fékk Ibrahimovic færi sem hann hefði einhvern tímann klárað, Valencia fór framhjá Alonso og upp að endamörkum, gaf fyrir en Zlatan skallaði yfir.
Þessi sóknarhrina varði ekki lengi og Chelsea komst aftur inn í leikinn. Þegar Chelsea sóti var United oft komið aftur í sömu sex manna varnarlínuna og við sáum móti Liverpool, það er greinilega lagt upp með að bakka vel þegar andstæðingurinn sækir, sérstaklega þegar kantverðirnir Alonso og Moses koma hátt upp. En þó þetta hefði verið æft, var varnarvinnan ekki nógu góð. Costa fékk sendingu inn en Bailly bjargaði í horn. Úr horninu var Hazard óvaldaður, en skaut framhjá.
Horn Chelsea á 20. mínútu bar síðan árangur. Boltinn var framlengdur á nær, og Herrera reyndi að fara í hann en gekk ekki betur en að hann setti brjóstkassann í boltann og Cahill þakkað pent fyrir og hamraði í netið. Bailly sem átti að dekka Cahill hafði búist við boltanum í stefnunni sem hann var í áður en Herrea tók sig til, og Smalling va ekki nógu fljótur að bregaðst við þegar boltinn fór framhjá honum, þannig að þetta var allt hrikalegt.
Vandamál United í vörninni héldu áfram og Chelsea fór hvað eftir annað illa með Blind. De Gea stóð samt fyrir sínu og varði það sem á markið kom.
Það hægðist aðeins á síðasta hluta hálfleiksins, David Luiz fékk gult fyrir að setja sólann í hnéð á Fellaini og var stálheppinn að það var ekki rautt, hefði ekkert verið að þeim dómi.
Síðasta atvik seinni hálfleiks var góð tækling Bailly á Costa. Mourinho var þá þegar farinn inn í klefa að undirbúa hálfleiksræðuna sem hlýtur að hafa verið grimm. Eina skiptingin var Mata fyrir Fellaini sem hafði átt sinn týpíska slaka Fellainileik, en leikskipulagið breyttist í 4-4-2 með Mata og Lingard á köntunum.
Það jókst svo á vandræðin þegar Bailly meiddist og Marcos Rojo þurfti að koma inná, sóun á skiptingu þar.
United setti samt í sóknargírinn og reyndi sitt besta til að breyta einhverju. Mata kom með betra spil inn í leikinn og Pogba var klárlega aðeins aktívari þegar hann færðist aftar.
En þetta var allt til einskis. Hazard fékk sendingu inn á teiginn, beið eftir Smalling og tók hann út úr leiknum með einföldu hliðarskrefi og smellti boltanum inn út við stöng. 3-0 og allt búið.
Síðsta skiptingin kom strax, Martial inn fyrir Lingard.
Það bætti auðvitað vörnina ekkert, Kanté skoraði fjórða markið á 70. mínútu, stakk sér á milli Pogba og Smalling og skoraði auðveldlega. Hrikalegt kæruleysi hjá þeim félögum, vel gert hjá Kanté.
Leikurinn var orðinn algerlega áhugalaus þegar hér var komið sögu, United var eitthvað að sækja, Zlatan átti skot sem Courtois varði nokkuð vel en annars var þetta algerlega gagnslaust allt. Marcos Rojo af öllum mönnum átti svo langskot á síðustu mínútunni sem Courtois varði í horn og þá loksins lauk þessari hörmung.
Sigurlið Chelsea var svona
en liðið sem okkur leist þolanlega á fyrir leikinn var
Það er auðveldara að telja upp þá leikmenn þarna sem voru ekki arfaslakir en þá sem voru það. De Gea og Bailly eru þeir einu sem geta farið úr þessum leik án þess að skammast sín og það er áhyggjuefni ef Bailly er meiddur.
Smalling var víst tæpur fyrir leikinn en stóðst skoðun. Það hljóta að hafa verið mistök, hann átti þátt í öllum fjórum mörkum Chelsea. Paul Pogba þarf að setjast niður og íhuga sinn gang. Hann er alltaf á gönguhraða í leikjum, vinnur lítið og það eina sem hann gerði i dag var að fá gula spjaldið fyrir að koma svona kortéri of seint í tæklingu. Zlatan hlýtur að fara að missa sæti sitt í liðinu, framherji sem skorar ekki getur ekki spilað.
En stærsta vandamálið er hraðinn og hreyfingin á liðinu. Eins og leikirnir hafa spilast í haust eru öll lið að hlaupa United í kaf. Það væri hægt að afsaka það ef United væri að spila sín á milli eins og sá sem valdið hefur en það er auðvitað ekki. Við erum búin að sjá síðustu tímabil að liðið hefur verið fullt af hægum leikmönnum, United keypti fjóra leikmenn í sumar, Mkhitaryan spilar ekki, Zlatan er ekki hraður, Pogba er á skokkinu og Bailly er fínn. Enginn þeirra er að auka á hraðann. Þannig að kannske þarf að kaupa svona 6 leikmenn í viðbót.
Vandamálin eru svo víða í þessu liði. Nokkrir leikmenn eru ekki nógu góðir, nokkrir leikmenn eru að spila langt undir meintri getu og leikskipulagið er svo slæmt að leikmenn sem ættu að vera nógu góðir virka eins og úti á túni.
Á miðvikudaginn spilum við gegn City í deildarbikarnum. Ég hreinlega veit ekki hvað við eigum að gera í þeim leik. Spila aðalliðinu og vinna og koma betra skikki á spilið? Gefa mönnum eins og Schneiderlin séns? Ég efast a.m.k. um að José setji einhverja unglinga inn, eins og þetta lið er að spila væri það bjarnargreiði, þeir gætu ekki vænst þess að geta komið inn í lið sem er sigurvisst og öruggt um sig.
DMS says
Shaw meiddur?
Bjarni says
Miðað við úrslit helgarinnar þá er þetta enn mikilvægari leikur fyrir bæði liðin. Fáum ekki endalausa sénsa að nálgast toppinn.
Halldór Marteins (@halldorm) says
Shaw er meiddur, já.
Fellaini inn, Mata út. Kemur ekki mikið á óvart miðað við hvaða leikur þetta er. Vonandi nær United að láta leikinn snúast um styrkleika þess og lágmarka styrkleika Chelsea. Sjett, hvað ég er stressaður! Leikur sem má alls ekki tapast en er nánast must win leikur
Rúnar P says
Hefði vilja sjá Mata byrja
kiddi says
´vá hvað þetta er orðið sorglegt lið þetta er bara djók
DMS says
Carrick á bara að vera í þessu liði og einhvern veginn finnst mér við alltaf spila betur líka með Mata inná. Vonandi fáum við sjá þá koma inn í seinni hálfleik.
Stefano says
LvG.
Audunn says
Í svona leik sér maður vel hversu slakur leikmaður Fellaini virkilega er.
Sorglegt að þessi leikmaður skuli vera í liðinu.
Bjarni says
Fellaini, Smalling, Blind eru ekki með í leiknum, Smalling farinn að sýna kunnuglega takta. Pogba þarf að átta sig á að hann er ekki á Ítalíu. Rautt á fíflið Luiz. Leikmenn tala saman með höndunum að minnir á ballett. SAF í jarðarfaraklæðum. Þetta er orðið gott hjá sumum. Mikki kemst ekki hópinn því skv Móra er hann 4 i goggunarröðinni. Þá getur hann ekki verið góður. Því miður finn ég enga jákvæða punkta um liðið og einstaka leikmenn. Góðar stundir.
Omar says
Eftir fyrrihálfleik:
*Fallaini og Pogba gjörsamlega í bullinu. Pogba er svo áhugalaus að það er til fokking skammar, finnst að það eigi að draga vikulaunin af honum fyrir svona bull frammistöðu. Fallaini bara verið Fellaini, svo það er ekkert til að verða fyrir vonbrigðum með.
* Chelsea ekkert að spila neinn glimrandi fótbolta, bara við að spila svona ógeðslega illa.
* Hvað er Smalling að fokking spá?
Alveg úti að skíta í fyrsta markinu og svo er hann steinsofandi í dekkningunni á númer 2.
Ætla rétt að vona að Móri gjörsamlega drulli yfir þessa menn í hálfleik, spái breytingum, vona að Mata komi inn og er í raun alveg sama hvern af þessum jólasveinum verður tekinn útaf fyrir hann.
kiddi says
útaf með Lingard hann er alveg hræðilegur í þessum leik
kiddi says
þvílig niðurlæging að látta þetta rusl Chealsea lið rusta okkur
jonas says
4-0 hvað er í gangi …..
Karl Gardars says
Vá! Þetta er lélegasta frammistaða okkar manna sem ég hreinlega man eftir. Þetta er verra en city tapið um árið.
Það er enginn einn maður verri en annar, þeir eru allir jafn sorglegir!
Ég hreinlega vona að þessi leikur fari 7-0
kiddi says
hvernig kemst mikki ekki í þetta lið það er óskiljanlegt
gudmundurhelgi says
Það virðist ekkert plan A eða B þvílík hneisa,Luiz ekki með rautt hvað er í gangi.
Bjarni says
Jæja það ljóst hvaða leikmenn munu skipa „ekki lið vikunnar“, allt UTD liðið eins og það lagði sig. Lélegastur var Smalling í annars jöfnu liði og í mínum huga erum við langt á eftir toppliðunum, verð að segja það. Þetta er ströggl og verður erfiður vetur.
Audunn says
Það verður ekki fallega talað um marga leikmenn. Hvað með stjórann?
Hvaða taktík er United að spila, vita leikmenn sitt hlutverk, er verið að nota suma leikmenn rétt, hvað er leikmaður eins og Fellaini að gera í þessu liði og ekki pláss fyrir Bastian? ????
Það hallar ansi ansi mikið á Mourinho.
Jóhann says
Var búin að segja í byrjun tímabils mistök að ráða Móra.
Hjörtur says
Það þarf að stokka þetta lið upp, selja dýru leikmennina og kaupa leikmenn á miðlungs verði, sem vinna fyrir liðið, en ekki bara peningana.
Halldór Marteins says
Þetta var hrikalegur dagur í alla staði. Ömurleg frammistaða, hræðileg úrslit og svo í þokkabót alvarleg meiðsli hjá einum af okkar bjartari punktum á leiktíðinni til þessa.
Það er galið að tala um „Fall Pogba“ eftir þetta fáa leiki.
Það tekur tíma fyrir stjóra að byggja upp sitt lið, sérstaklega þegar hann þarf að innleiða gjörólíkan spilastíl og hugarfar frá fyrri stjóra.
En samt! Ég bjóst við að liðið yrði betur statt á þessum tímapunkti en það er. Ég átti von á því að Mourinho og þessi leikmannahópur, með öll þessi gæði og allan þennan verðmiða á bakinu, myndi sýna meira. Ég bjóst við að Zlatan myndi koma með meira inn í leikmannahópinn, myndi smita meira út frá sér karakter og sjálfsöryggi.
Það er auðvelt að kenna einhverjum eins og Fellaini um þetta. En það er alltof mikil einföldun. Það eru stóru kallarnir sem eru að klikka, mennirnir og nöfnin sem eiga að vera grunnstoðirnar í félaginu þessa dagana. Þessir sem eiga að gefa liðinu eitthvað extra, þetta sem skilur á milli.
Það stefnir í eina skemmtilegust og mest spennandi titilbaráttu í ensku úrvalsdeildinni í mörg ár. Sem gerir það enn meira svekkjandi ef United ætlar að stimpla sig út úr henni svona snemma.
Frikki11 says
Sá ekki leikinn sem betur fer. Þegar horft er yfir úrslitin í lok tímabils þá er 1 stig á Anfield og tap á Brúnni engin heimsendir, núna þurfum við bara taka þessi lið á heimavelli og sigra litlu liðin. EN útlitið er að vísu slæmt og það er áhyggjuefni að leikmenn vissu að þetta var must win leikur en mæta svo til leiks með allt lóðrétt og láta flengja sig. Spjótin beinast líka að Móra sem er heldur betur kominn með bakið upp við vegg.
Kristjans says
Gary Neville sagði á SKY eftir leik að hann vissi ekki hvaða miðju Utd ætti að stilla upp, þ.e. hvaða leikmenn á miðjunni væru sterkastir saman og það þrátt fyrir að leikmenn hefðu verið keyptir í þessa stöðu undanfarin ár, sbr. Pogba, Herrera, Schneiderlin, Fellaini og Mata.
Ég skil ekki hvað Fellaini er að gera í byrjunarliðinu á meðan leikmaður eins og Schneiderlin er utan hóps og Schweinsteiger er látinn æfa með varaliðinu. Má ekki gefa Schweinsteiger tækifæri?
Paul Pogba hefur ekki heillað mann hingað til og hann verður að girða sig í brók, þetta jogg og þessi göngubolti hans er bara ekki að gera sig. Eflaust gekk þetta upp á Ítalíu en gengur ekki upp á Englandi.
Ég vil sjá þessa miðju: Carrick & Herrera og hafa Mata í holunni. Young og Lingaard á köntunum, má líka gefa Memphis og Mkhitaryan tækifæri. Vil sjá Martial og Rashford spila sem framherja. Eflaust erfitt fyrir Zlatan að spila alla leiki enda orðinn 35 ára. Rooney var sprækur frammi gegn Fenerbache, það er eflaust staðan sem hentar honum best.
Áhyggjuefni að Bailly virðist vera alvarlega meiddur og stefnir í langa fjarveru. Smalling er einnig eitthvað tæpur.
Er eitthvað vitað hvenær Phil Jones verður leikfær?
Tek undir með það sem Halldór Marteins segir hér að ofan; stefnir í æsispennandi titilbaráttu og það er svo svekkjandi að Utd liðið virðist vera stimpla sig úr þessari baráttu.
DMS says
Phil Jones verður aldrei leikfær nema í nokkra daga í einu. Getum gleymt honum. Ætli Blind verði ekki að leysa Bailly af í miðverðinum ef hann er lengi frá. Blind hefur samt ekki verið að heilla í síðustu tveimur leikjum sem bakvörður – of hægur í þá stöðu gegn þessum toppliðum. Ég er ekki aðdáandi Rojo, finnst hann alltof villtur hvort sem hann spilar í bakverði eða miðverði. Smalling var afar slakur í dag.
Ég vil sjá Carrick koma inn í liðið í næsta leik. Zlatan má fá hvíld og Martial eða Rashford taka toppinn. Pogba þarf að rífa sig í gang. Ég er þó ekkert viss um að hans besta staða sé þarna í holunni bak við framherjann – það hefur afskaplega lítið verið að koma út úr honum þar og það er eins og hann sé bara á hálfum hraða oft á tíðum. Hann þarf að hætta að reyna að taka of marga menn á og hætta þessum draumóra langskotstilraunum úr vonlausum færum. Það er eins og hann sé stundum að reyna of mikið.
Dogsdieinhotcars says
ÉG. ER. BRJÁLAÐUR.
Eina sem ég get huggað mig við er að við virðumst hvort eð er alltaf tapa á brúnni.
Sárast af öllu er hvað við virðumst vera hugmyndasnauðir þegar lið pakka í vörn og beita skyndisóknum. Svo þurfum við svona 7 færi til að hitta einu sinni á markið þessa dagana. Rashford, Lingard og Smalling voru til skammar í dag.
Runólfur Trausti says
Mín 2 cent;
United hatar Október, öll stærstu töpin koma þar. Annars var þessi leikur mjög svipaður Arsenal (úti) í fyrra.
Það er óþolandi að öll lið hlaupi okkur í kaf. Að sama skapi er óboðlegt hvað við erum út á þekju oft á tíðum. Alltof mikið af mörkum koma eftir einbeitingarleysi og samskiptaleysi.
Það sem svíður langmest er að sjá menn í einhverju handaböndum og spjalli eftir leik. Drullið ykkur inn í klefa og skammist ykkar.
Ég vill helst heyra fréttir að menn hafa rifist og Móri hafa hakkað menn í sig. Ef þessi selfie Instagram kúltúr frá Arsenal fer að ryðja sér til rúms þá geng ég berserk.
Ps. Móri þarf að setja sig í stand. 4-4-2 með Lingard og Mata á köntunum er mesta David Moyes rugl sem ég hef séð. Hann þarf að hætta þessu PC rugli sem er í gangi og fara aftur í gamla grófa leiðinlega Móra sem vann titla.
Ps2. Away fans félagsins eru líklega bestu stuðningsmenn allra tíma.
Óli says
Þetta var glatað en þetta helvítis mark í byrjun setur auðvitað allt úr skorðum. Alveg hægt að segja að menn hafi verið sofandi en þetta er bara tilviljun sem gerist í einum leik af hverjum þúsund.
Mér þætti gaman ef einhver nennti að taka saman tölur yfir úrslit með og án Rooney. Það fer ótrúlega í taugarnar á mér hvernig stuðningsmenn okkar eigin félags tala um hann. Hann er eitt af stærstu nöfnum í sögu félagsins og hann hefur þurft að færa fórnir – hann var settur í annað sætið á sínum tíma til að Ronaldo gæti blómstrað, þó Rooney sjálfur hefði haft alveg jafn mikla burði til að vera númer eitt.
Nóg um það, Rooney er í öldudal og held ég að það sé andlegs eðlis meira en líkamlegs. Hins vegar skilur hann um hvað Manchester United snýst. Hann hatar að tapa. Hann þekkir það að vinna. Ég held það skipti einfaldlega heilmiklu máli að hafa hann inni á vellinum.
Óli says
Í stuttu máli, það vantar mann inni á vellinum sem er ekki drullusama. Í dag var rætt um að menn hefðu ekki þorað að brosa og hlæja eftir leik ef Ferguson væri við stjórnvölin. Ég held að Rooney hafi þannig áhrif að vissu marki.
einar__ says
Þetta svíður helvíti mikið. Búinn að sofa á þessu er ennþá frekar brjálaður.
Stamford Bridge hefur aldrei verið góður völlur, við höfum nokkrum sinnum skíttapað þarna áður, þ.á.m. 0-5 með Ferguson á línunni svo þetta er kannski engin heimsendir í sögulegu samhengi. En anskotinn hafi það, þetta er ekki besta Chelsea lið sem við höfum spilað á móti, langt í frá.
Það eru töluverð knee-jerk reaction að ráðast að Mourinho núna, það voru fyrst og fremst leikmennirnir sem brugðust í gær. Að því sögðu, þá væri ég til í að hann myndi hætta þessu rugli með Rashford á vægnum, hann á heima upp á topp. Eins er Luke Shaw sterkari bakvörður en Blind. Þessi leikur hjá Blind var martröð í gær.
Lingard, Smalling, Blind (og ég ætla ekki einu sinni að minnast á cameo’ið frá Rojo þegar hann kom inn á) og Fellaini voru skelfilegir í dag. Sama má segja um Herrera, þetta var algjör off-dagur hjá honum, en hannvirtist þó vera einn af fáum sem virtist virkilega vilja vinna í dag.
Það segir ýmislegt um karakter suma leikmanna að geta hlegið og djókað eftir svona niðurlægingu. Sumir þarna virðast hreinlega skítsama og eru mættir til að pikka upp launaseðilinn.
Víst ég er byrjaður á rantinu, þá má ég til með að minnast á Atkinson, bjóst reyndar ekki við neinu frá honum í gær en djöfull er ég orðinn þreyttur á honum. Í hvaða heimi var þessi glórulausa takkar-í-kné tæklingin hjá Luiz ekki rautt?! Beint fyrir framan nefið á honum, algjör skilgreining á dómara bottle-jobi. En ég reyndar efast um að það hefði breytt eitthverju fyrir þennan leik þó Chelsea menn hefðu spilað hann 8-9, þeir virkuðu alltaf helmingi fleiri. Hlupu meira, börðust meira og áttu þetta fyllilega skilið.
Þetta var hressileg væntingastjórnun. Það er ljóst að þessi hópur er ekki að vera berjast um neitt annað en í besta falli 4. sætið í ár. Vonandi kannski einn bikar einsog í fyrra og fjórða sætið. Ég er sannfærður um að hópurinn varð töluvert sterkari eftir sumarið en það er ljóst að frekar hreinsanir og viðbætur þarf til ætli liðið sér að vera með eitthverri toppbaráttu.
einar__ says
btw… Going on up to the spirit in the sky, It’s where I’m gonna go when I die, When I die and they lay me to rest I’m gonna go on the piss with Georgie Best!
Þvílikirr legends sem þessir away stuðningsmenn eru, það er ljóst að þeir áttu stúkuna í gær. Heyrðist ekki múkk í þessum chavs og frekar vandræðalegt þegar Conte var farinn að reyna víra þá upp í lokin.
Audunn says
Maður er bara ennþá í vægu sjokki og niðurbrotinn eftir þessa hörmung.
Það beinast öll spjót að Móra, amk mín spjót.
Ég talaði um það fyrir nokkrum vikum síðan að ég áttaði mig engan vegin á hvaða taktík Móri væri að reyna að láta United spila, en sagði sem svo að hann þyrfti meiri tíma til að innleiða sína hugmyndafræði/taktík.
Síðan hefur United spilað 4-5 leiki í heildina og ég er engu nær, ég skil bara ekki hvaða taktík er í gangi og hlutverk mjög margra leikmanna inn á vellinum.
Fyrir mér er leikur liðsins mjög tilviljunarkenndur og hlutverk leikmanna óljóst.
Hvernig var uppstillingin á liðinu í þessum Chelsea leik? Áttu Pogba, Herrera og Fellaini allir að spila sem djúpir miðjumenn?
Þannig að í stuttu máli þá er leikskipulag United inn á vellinum ekki tilstaðar, leikmenn eru staðir og hálf ringlaðir, virðast engan veginn vita sitt hlutverk.
Utan vallar er ástandið lítið skárra.
Þrátt fyrir svaðalega eyðslu síðustu ár þá hefur ástandið á liðinu ekki verið verra í mörg ár.
Þetta byrjaði allt með ógeðfeldri ákvörðun að ráða gjörsamlega óhæfan stjóra með öllu þegar Ferguson hætti, ´þeim stjóra tókst að fara með þetta lið svo gjörsamlega langt ofan í ræsið á svo ótrúlega stuttum tíma að ég er hissa á að það skuli ekki ennþá vera búið að reisa styttu af þeim manni fyrir utan Anfield.
Síðan þá hefur þetta verið ótrúlegt ströggl sem ekki sér fyrir endan á.
Leikmannakaup liðsins á þessum tíma hafa verið takt og stefnulaus.
Þessi umræddi sokkur setti tóninn strax með einum verstu kaupum í sögu liðsins þegar hann ákvað að borga ótrúlega upphæð fyrir ótrúlega lítil og léleg gæði í Fellaini.
Gjörsamlega glórulaus kaup og það var þá strax ljóst í hvað stefndi.
Restina þekkjum við svo öll.
Jú jú auðvita hefur liðið gert mörg fín kaup á þessum tíma en samsetningin á hópnum er mjög svo skrítin að mér finnst.
Liðið er búið að versla ótrúlegt magn af miðjumönnum en minna um gæði og svo á ég ótrúlega bágt með að skilja ákvarðanir núverandi stjóra þegar kemur að liðsvali.
Ef liðið væri að brillera þá gæti ég ekkert sagt í þeim efnum en þar sem liðið er gjörsamlega á hælunum leik eftir leik þá bara skil ég ekki að það skuli ekki vera pláss í þessu liði fyrir leikmenn eins og Mkhitaryan, Schweinsteiger, Carrick og Schneiderlin í þessu liði þegar verið er að hjakkast með mann eins og Fellaini inn á vellinum. Hvað er hann að gera?
Ég líka alveg afskaplega erfitt með að skilja hvernig í ósköpunum Móri getur leyft sér að útiloka leikmann eins og Schweinsteiger þegar ástandið á liðinu er ekki betra en það er.
Ok aftur gæti ég ekkert sagt ef liðið væri að brillera, eða amk vinna leiki.
Svo toppar Móri vitleysuna eftir leikinn þegar hann segir að fyrir utan mistökin (sem voru fleiri tugir) þá hefði liðið spilað vel og hann hefði verið ánægður með liðið!!
Halló hvað er að frétta?
Liðið gat ekki baun í þessum leik, var á hælunum nánast frá upphafi til enda og voru étnir út um allan völl.
Það var gaman að sjá muninn á gæða leikmanni eins og Kante og svo uppfyllingu eins og Fellaini.
Djöfs rugl að hafa ekki keypt þennan Kante gaur.
Liðið hefur tekið tvö skref afturábak síðan Móri tók við þeim og því miður er ekkert sem bendir til að hann sé á réttri braut með það.
Runólfur Trausti says
Mín tvö sent aftur:
Við sköpum þá allavega færi. Hvað voru aftur margir leikir í fyrra þar sem við skutum ekki á markið fyrr en á 70 mín? Úrslitin eru ekki mikið betri en fótboltinn er aðeins skárri.
Hvað varðar þetta rant hjá Auðunni þá á það samt að mörgu leyti rétt á sér. Það eru samt nokkrir punktar sem ég held að spili stóran þátt í öllu sem hefur gerst hingað til á tímabilinu:
1. Móri er hálf týndur þegar kemur að byrjunarliði. En það er mögulega því við erum eins og Tottenham back in the day. GEGGJAÐIR í einum leik og HÖRMULEGIR í þeim næsta. Kannski full ýkt en þið skiljið hvað ég á við. Að því sögðu hefur hann byrjað með Juan Mata t.d. á bekknum gegn bæði City og Chelsea og liðið var steingelt án hans. Móri verður að taka einhverja ábyrgð en leikmenn þurfa líka að finna einhvern stöðugleika.
2. Öll þessi litlu meiðsli eru líka að hafa áhrif held ég.
Shaw er núna búinn að meiðast 2-3x (og var auðvitað að koma úr meiðslum).
Schneiderlin er búinn að meiðast 2x að ég held (þó hann spili lítið – enda treystir Móri honum kannski ekki ef hann er ekki 100%).
Smalling byrjaði í banni og kom svo allt í einu inn í liðið (eftir stutt pre season útaf EM)
Pogba fékk ekkert pre season
Martial er búinn að vera smá meiddur og er á slumpi eftir síðasta tímabil, EM og konuvesenið.
Mikki kom inn, meiddist, spilaði meiddur og er búinn að ströggla við meiðsli.
Nú er Rooney líka allt í einu meiddur og Bailly frá í allavega mánuð. Mourinho er ekki vanur að díla við meiðsli sem þessi enda eru leikmenn hjá honum mjög sjaldan meiddir.
3. Varðandi punkt númer 2: Ég held að þetta sé ekkert að hjálpa. Móri er vanur að hafa sitt besta lið + 3-4 leikmenn og that´s it. Núna veit hann ekki besta liðið sitt og e rað ströggla við að reyna halda næstum 20 manna leikmannahóp góðum (sem og áhorfendum því hann vill vera hjá United í meira en 3-4 ár).
Að öllu þessu sögðu þá er erfitt fyrir mann að skilja það að Schweinsteiger hafi verið hent út en á móti kemur að skv. flestum fréttamiðlum var mikill pirringur með hann innan hópsins í fyrra. Hann var meiddur frá Janúar, sást varla á æfingum því hann var alltaf að horfa á konuna keppa í tennis víðsvegar um Evrópu en dúkkaði svo upp á EM. Það hefur ekki hjálpað.
Einnig grunar mig að Schweinsteiger en þó aðallega Carrick séu fórnarlömb þess að signa Zlatan og hafa mögulega ætlað að spila Rooney í byrjunarliðinu. Liðið er nú þegar að hlaupa minna en flest öll (ef ekki öll) liðin í deildinni (Pogba er btw að hlaupa mest af leikmönnunum okkar). En að hafa Carrick, Rooney og Zlatan í sama liðinu er bara ekki boðlegt, lítill sem enginn hraði í gegnum þá miðju.
Punkturinn er s.s. að öll þessi litlu vandamál eru að búa til eitt stórt. Móri þarf allavega að fara finna lausnir og það fljótt.
Rauðhaus says
Þetta var með þeim verstu frammistöðum sem ég hef séð liðið sýna. Þetta var engu betra en verstu leikir liðsins undir stjórn David Moyes – sem voru jú hrottalegir í alla staði. Svona frammistaða er einfaldlega til skammar fyrir klúbbinn og á skilið umfjöllun.
Það eru margar spurningar sem hafa vaknað undanfarið og þeim er ósvarað. Vonandi bara að áhyggjur manns um að maðurinn sem að á að hafa svörin við þeim, en hafi þau ekki, séu tilefnislausar.
Sigtryggur Karlsson says
Góðan dag
Ég er Liverpool maður og kem hér inn eingöngu til að tala um þrennt.
Í fyrsta lagi að taka undir með Óla #24 um Rooney. Framkoma MU stuðningsmanna gagnvart honum er MU til skammar. Ég hefi verið einn af hatursmönnum Rooney’s en ég hefi alltaf borið virðingu fyrir honum sem fótboltamanni og MU manni. Hann hefur gefið klúbbnum allt sem hann átti og er tilbúinn til þess ennþá og alltaf. Hann á ekkert nema virðingu skylda af ykkur og þar hafið þið það.
Í öðru lagi vil ég benda ykkur á að kaupin í sumar voru flopp til titils nema í einum manni og það er Balley. Zlatan var kominn yfir hólinn, er hægur og er bara á niðurleið. Það var alltaf vonlaust að hann leiddi sóknina ykkar til sigurs. Pogba á eftir að verða afburðamaður ef allt fer að líkum. En hann er það ekki núna og verður ekki í ár en ef til vill næsta ár. Hann er of ungur til að bera uppi heilt lið, of ungur til að leiða það í venjulegum leik hvað þá í erfiðleikum eins og núna. Að gera kröfu um það er ekki sanngjrnt og getur farið illa með hann. Hann yrði þá ekki fyrsti leikmaðurinn sem Móri eyðileggði. Balley er aftur á móti kostakaup og á eftir að verða ykkur dýrmætur frá byrjun.
Í þriðja lagi er það svo Mórinn sjálfur. Sem Liverpool maður var ég fullur af hamingju þegar öruggt var að Móri tæki við liði erkióvinarins. Ég var (og er) viss um að því fylgdi ekkert nema ömurðin ein. Ástæðan var sú að kaup sumarsins voru eins og þau voru og Móri ræður ekkert við að þjálfa nema stórlið með mannskap sem hefur tvöfalt gengi af heimsklassamönnum í hverri stöðu og dugir þó ekki alltf til. Þetta sást greinilega hjá RM og svo Chelsea á síðustu leiktíð. Liðið sem hann er með í höndunum er lið sem með ótrúlegri heppni náði 5. sæti á síðustu leiktíð. Lið sem er að eldast og hefur of marga farþega innan sínna raða (Fellaini t.d.). Því er það borin von að þetta lið meiki sens í vetur. Og ekki einu sinni víst að Móri endist veturinn því miður finnst mér.
Þetta vildi ég segja ykkur og bendi á að ég hefi rúmlega 20 ára reynslu af erfiðleikum og þekki þá vel. Því er ekkert fyrir ykkur að gera nema bíða þetta af ykkur með stillingu biðja þess að Móri verði rekinn sem fyrst og leit hefjist að manni sem veit hvað það kostar að búa til sigurvegara a la Rauðnefurinn ykkar sem þekkti þetta allt.
Með virðingu
Sigtryggur
Rauðhaus says
Ég er sammála flestu sem bæði Audunn og Runólfur skrifa á undan. Ég sé þó ekki að fótboltinn sé „aðeins skárri“ núna en í fyrra, eins og Runólfur segir. Í raun blasir það við að hann er beinlínis verri.
Audunn says
Það er rétt að United var ekki að skjóta mikið á markið undir Van Gaal, það vantaði klárlega upp á þann þátt í hans tíð, hann vissi af því sjálfur og sagðist vera að vinna í því dag og nótt en því miður skilaði það sér ekki inn á vellinum.
En fótboltinn er oft mjög Gaalinn, ég man sérstakega eftir nokkrum leikjum United undir Van Gaal þar sem liðið var gjörsamlega frábært úti á vellinum og át andstæðingana í öllum návígum, vinnusemi osfr.
m.a Úti leikir gegn Liverpool, Spurs og City .
Þá hugsaði maður með sér,, jæja nú er þetta að smella, ef liðið spilar alltaf svona þá verður það ósigrandi.
En svo komu allt of margar skitur inn á milli sem eyðilagði allt.
Þrátt fyrir þetta þá fannst mér alltaf eins og ég sæi hvað Van Gaal væri að reyna að innleiða hjá United.
Mér fannst ég sjá stefnu og taktík sem væri verið að reyna að innleiða.
Því miður sé ég það ekki hjá Móra, ég bara skil ekkert hvernig liðið á að spila.. því miður.
Í gær tapar liðið 4-0 voru að mér fannst gjörsamlega glataðir frá a-ö allan leikinn.
en þegar maður rýnir svo í tölfræði leiksins þá segir hún allt aðra sögu en maður horfði á í sjónvarpinu.
United var 56% með boltann, átti 16 skot (chelsea 14) og þar af 5 á markið (chelsea 6) og sendigahlutfall United var betra en Chlesea eða 87% á móti 81%.
Þannig að svona tölur segja manni ekki neitt, United átti afskaplega lítið í þessum leik og voru aldrei líklegir nema kannski einu sinni sem ég man eftir.
Ég get alveg sætt mig við að öll tölfræði (sem eru bara tölur á blaði) sé United í óhag ef liðið vinnur leiki og fær 3 stig.
Móri er ekki að lenda í fleirum meiðslum en Van Gaal, reyndar færri og hann tekur við (að mínu mati) töluvert betra búi en Van Gaal gerði.
Ég sé samt engar framfarir í leik liðsins, nákvæmlega engar.
ok Carrick og Schweinsteiger eru ekki hröðustu leikmenn í heimi en þeir eru ekki hægari en Fellaini.
Fyrir utan hraða þá eru þeir með svona c.a 800% meiri knattspyrnulegan skilning, getu og tækni.
Og því er með öllu óskiljanlegt að þessir menn skuli ekki vera teknir framfyrir þennan sokk.
Kristjans says
Verð aðeins að svara póstum Óla nr. 27 og Sigtryggs nr. 34 varðandi Wayne Rooney.
Er Wayne Rooney einhver dýrlingur?
Ef eitthvað er þá hafa stuðningsmenn sýnt Rooney mikla þolinmæði og langlundargeð og hann hefur fengið nákvæmlega þá virðingu sem hann hefur átt skilið.
Tvisvar sinnum hefur Wayne Rooney viljað fara frá Man Utd, fyrst árið 2010 (og var þá sterklega orðaður við Man City og sumir blaðamenn vildu meina að það væri langt komið) og svo árið 2013 greindi Ferguson frá því að Rooney hefði óskað eftir sölu frá félaginu og var þá sterklega orðaður við Chelsea.
Í fyrra skiptið sem Rooney vildi fara þá sakaði hann félagið um skort á metnaði, sem er einkennilegt þar sem liðið hafði unnið ensku deildina þrjú ár í röð, unnið Meistaradeildina 2008 og leikið til úrslita í Meistaradeildinni 2009.
Í seinna skiptið sem Rooney óskaði eftir sölu þá var hann eflaust fúll og afbrýðissamur út í Robin van Persie – að hann væri ekki lengur nr. 1 hjá félaginu.
Einkennilegt svona i ljósi þess að árið 2010 sakaði hann félagið skort á metnaði og félagið keypti svo besta leikmann deildarinnar í Robin van Persie, sem átti gríðarlega stóran þátt í því að tryggja félaginu sinn tuttugasta deildarmeistaratitil.
Þetta var skýring hans á óánægju hans árið 2013:
“Everyone at the club knew where I wanted to play and I think that’s why I was disappointed. I got told to play in midfield and I didn’t want to. I just think there had to come a point when, for my own career, I had to be a bit selfish really. I actually felt when I played in midfield I did OK, but I didn’t want to play there. I’ve had no problem in the past playing out of position. But I felt I deserved the right to play in my position and that wasn’t happening. I think, naturally, I was a bit disappointed and maybe that affected some of the games I played. I know myself that last year wasn’t my best season but there were times when I was playing in different positions. I didn’t feel I got a consistent run of games up front. Sometimes when you’re not playing in one position all the time it’s difficult to adapt.”
Þetta setti hann svo á Twitter einhverju seinna:
„Great win today. Really enjoying my new midfield role. Always involved in the game.“
Eftir þessa „óánægju“ hans árið 2010 og 2013 fékk hann svo að launum nýjan samning hjá félaginu og núverandi samningur hans gerir hann að einum launahæsta leikmann heims – sem er i mínum huga alger bilun!
Rooney mætti sýna smá auðmýkt, leggja sig fram og sýna meiri hollustu við félagið en hann hefur gert.
Þá væri hægt að sýna honum einhverja virðingu. Var lengi vel mikill aðdáandi Rooney en hann hefur einfaldlega bara skemmt fyrir sjálfum sér.
Kristjans says
Virðing er áunnin og virkar á báða vegu.
Eins og Sir Alex Ferguson sagði á sínum tíma, árið 2010, þegar Rooney vildi fyrst fara – „Respect this club“
Ferguson said: „I was in the office on Aug 14 and [chief executive] David Gill phoned me and said he’d got a call from his [Rooney’s] agent saying that he wasn’t going to sign a contract.
„David came across to see me, he said ‘I’m on my way across, I can’t believe this’. Well I couldn’t believe it. I was just dumbfounded.
„I then had a meeting with Wayne and he intimated it to me in his own way. I said to Wayne only one thing. I said to him, ‘Well just remember one thing, respect this club. I don’t want any nonsense from you, just respect the club, be a proper professional’.
„I don’t know if he has done that. I have my doubts about that because, having read all these things about him falling out with me and all that nonsense, it’s disappointing because we have done everything we possibly can to help Wayne Rooney.
„Since the minute he came to the club, we’ve always been a harbour for him – any time he has been in trouble, the advice we have given him, we have done nothing but help him.
„I don’t know how many times we have helped him in terms of his private life and other matters.“
Kjartan says
Man Utd margir hverjir eru að fara á taugum, sem betur fer er stjórinn okkar og menn eins og Zlatan með stáltaugar og hafa séð það svartara. Leikurinn var grínlaust jafnasti 4-0 leikur sem ég hef séð, Chel$ki áttu 4 skot á markið og 4 mörk. Leikurinn tapaðist á fyrstu mín leiksins, leikskipulagið riðlaðist og menn voru slegnir út af laginu. Liðinu hefur gengið hörmulega á Stanford Bridge undanfarinn ár og þessi úrslit ættu ekkert að koma mikið á óvart þótt tapið hafi verið allt of stórt.
Vandamálið er fyrst og fremst að Móri er ekki búinn að finna sitt sterkasta 11 manna lið og óvissa er um liðsuppstillinguna. Fellaini hefur sína kosti en einnig ákveðna ókosti, ég skil pointið í því að nota hann í erfiðum útileikjum en í gær var þetta ekki að virka.
Liðið er engan veginn nógú fljótt upp völlinn þegar tækifæri gefst á að sækja fljótt (skyndisókn), Mkhitaryan gæti breytt heilmiklu í því sambandi þegar hann verður heill. Við erum ennþá að horfa upp LvG svefntaktík á köflum og Mkhitaryan er akkurat leikmaðurinn sem gæti brotið slíkt munstur upp.
Einnig verður maður að setja ?-merki við hugarfarið hjá leikmönnum, get ekki annað en verið Giggs þegar hann gagnrýnir brosandi leikmenn Man Utd að skipta á treyjum við lok slíks leiks. Það er enginn leiðtogi í öftustu víglínu, menn eru hikandi sem sást vel í fyrstu tvö mörkunum. Þrátt fyrir góða byrjun hjá Bailly þá á hann enn eftir að sanna sig. Mike Smalling er búinn að leika vel undanfarinn 2 ár en ekki hefur þetta tímabil byrjað vel hjá honum.
Rauðhaus says
“ jafnasti 4-0 leikur sem ég hef séð“.
Við skulum ekki vera að ljúga að okkur sjálfum. Þetta var hrein hörmung allan leikinn og við vorum algjörir eftirbátar á öllum sviðum fótboltans. Það blasti við öllum þeim sem vildu sjá það.
„þessi úrslit ættu ekkert að koma mikið á óvart þótt tapið hafi verið allt of stórt“.
Alltaf hægt að tapa leikjum gegn stóru liðunum, þó við höfum gert mjög lítið af því undir stjórn LvG. En ég vil aldrei að andrúmsloftið hjá Man.Utd. verði þannig að þeir hreinlega búist við því að tapa. Það er hreinlega allt rangt við það. Hvað þá að tapa sannfærandi með 4 mörkum.
„erum ennþá að horfa upp LvG svefntaktík“.
Þessu er ég ósammála. Það sem við erum að horfa upp á er einmitt ekki nein sérstök taktík. Nema kannski þegar við erum ekki með boltann, þá eru Rashford og Lingard allt í einu orðnir bakverðir og Blind og Valencia orðnir auka hafsentar. Gefið mér þá frekar LvG taktíkina í stóru leikjunum, þar voru það amk við sem höfðum völdin á vellinum, við vorum liðið sem andstæðingurinn var að reyna að stoppa en ekki öfugt eins og hjá Mourinho.
Kjartan says
Fjögur skot á markið og fjögur mörk hlýtur að teljast annsi góð nýting og varla dæmi um algjöra yfirburði. Tap 4-0 er mjög stórt tap og sjaldgæft er að horfa upp 100% nýtingu þegar svona mörg mörk skoruð. Ég og fleiri höldum því fram að 4-0 hafi ekki birt rétta af leiknum, þótt Chelski hafi auðvitað verið mun betri aðilinn. En þessar pælingar eru auðvitað algjört aukaatriði.
Tap fyrir lið eins Man Utd er aldrei ásættanlegt en því má ekki gleyma að Man Utd hefur aðeins unnið einn af seinustu 15 leikjunum á Stamford Bridge. Þó verður að taka með að það er ekki sama hvernig þú tapar fótboltaleik og leikurinn var algjör hörmung frá a-ö.
Uppspilið er allt of hægt rétt eins og það var hjá LvG, sem virtist satt að segja leggja upp með hægan fótbolta eins og flestum er ljóst. Mourinho hefur oftast spilað varnarsinnað á erfiðum útileikjum (3-4 deildarleikir á ári), farið sáttur með 0-0 jafntefli. Þessi áætlun sprakk í andlitið á honum eftir 30 sek á sunnudaginn.
Þröstur City fan says
Sælir Manchester menn,
City maður hér, kem í friði.
Mér finnst bæði áhugavert og fróðlegt að lesa skýrsluna og þessa umræðu sem hér hefur skapast. Nú sá ég þennan leik og ég sá líka viðtölin við Mourinho eftir leikinn. Það var ekki mikið vit í orðum Mourinho, hann talaði um að þeirra mörk hefðu verið eftir skyndisóknir, ég get ekki séð það. Mark Hazard og mark Kante eru spil í gegnum vörnina. Markið sem Pedro skorar er eftir stungusendingu og svo skoraði Cahill eftir hornspyrnu. Maður veltir fyrir sér hvort Mourinho sé kominn út í horn? Það vantar leiðtoga inn í liðið, Smalling er góður leikmaður en er hann nægilega góður til að vera leiðtogi liðsins?
Annað sem ég skil ekki, hvers vegna fær Schneiderlin ekki meiri séns…þetta var leikmaður sem var afar hátt metinn hér fyrir ári síðan. Eins er alveg furðulegt hvað Mata fær lítin spiltíma m.v. gæði hans.
Næsta viðureign er borgaraslagur, þetta verður gaman.
Audunn says
Algjörlega spot on @Kristjans í póst nr 37
Menn uppskera eins og þeir sá, Rooney færi nákvæmlega þá virðingu sem hann á skilið, hvorki meira né minna.
Hann mun aldrei komast á sama stall hjá stuðningsmönnum og Giggs, Scholes, Cantona, Beckham, Best, Charlton ofl. og ekki einu sinni nálægt því.
Sir Alex stóð þétt með Rooney þegar hann var nappaður í hóru ruglinu 2010 og allt í uppnámi.
Rooney var búinn að gleyma því 2013 enda sjaldan hugsað um annað en sjálfan sig.
Audunn says
Alveg hárrétt hjá @Rauðhaus í pósti 40.
Gæti ekki verið meira sammála, mætti halda að ég hefði skrifað þetta sjálfu.
Þessi leikur var aldrei jafn.. ALdrei.
Kjartan says
Ég held að Auðunn og Rauðhaus séu ekki alveg að skilja punktinn sem ég er að reyna koma með. Þegar ég tala um jafnasti 4-0 leikur sem ég hef séð þá meina auðvitað út frá tölfræði og persónulegra mistaka sem leiddu til amk 2 af þessim 4 mörkum. Chelski var betra liðið, en ég tel að yfirburðirnir hafi ekki réttlætt þessa 4-0 útreið.
Audunn says
Ég get að sjálfsögðu aðeins talað fyrir mig.
Ég tel mig alveg skilja þinn punkt, ég er bara ósammála honum.
Tölur á blaði er eitt og það sem maður sér er annað þegar kemur að fótbolta, ekki alltaf en stundum.
Yfirburðir Chelsea í þessum leik gáfu alveg rétta mynd af úrslitum hans að mínu mati.
Mér fannst United ekki geta baun þótt tölfræðin (tölur á blaði) segði annað.