Ótrúlega svekkjandi markalaust jafntefli er niðurstaðan í dag. United gjörsamlega yfirspilaði Burnley en gátu bara ekki komið tuðrunni í netið. Ótrúlega léleg dómgæsla Mark Clattenburg hjálpaði ekki en hann allar stóru ákvarðanirnar voru rangar hjá honum í dag.
Þessi leikur var í rauninni stórfurðulegur. Liðið spilaði virkilega vel og vörnin var traust. Burnley mætti með tvær rútur í dag og lögðu þeim á mjög svo árangursríkan hátt. Það hjálpaði t.d. Tom Heaton að líta út fyrir að vera meira en bara miðlungs markvörður. En það er náttúrulega ekki nýtt að þannig markverðir eigi leiki lífs síns á Old Trafford.
Manchester United átti 26 skot í dag og þar af 10 á rammann. Liðið átti 19 hornspyrnur sem ekkert kom úr. United var líka 64% með boltann. Zlatan hlýtur bara að fara fá hvíld af því að honum er gjörsamlega fyrirmunað að skora fótboltamörk. Marcus Rashford er ekki kantmaður og það sást vel í dag. Skiptingarnar í dag meikuðu ekki mikið sens. Fellaini settur inn til að vera djúpur. Rooney í stað Mata og Memphis fyrir Rashford.
Dómgæslan í dag var svo léleg að ég mun seint jafna mig á henni. Clattenburg gaf Ander Herrera tvö gul spjöld í dag og mögulega átti fyrra spjaldið rétt á sér en samt varla. Hann rak Mourinho af velli eftir að stjórinn mótmælti ákvörðuninni að gefa ekki augljóst víti þegar Flanagan brýtur á Darmian í fyrri hálfleik. Flanagan sem var á gulu spjaldi setti höndina viljandi í boltann en var að sjálfsögðu ekki rekinn af velli.
Þetta var klárlega ekki nógu gott í dag en liðið spilaði þó vel og bjó til fullt af færum. Átta mig ekki almennilega á því hvað gerðist í dag. Þetta var hreinlega bara einn af þessum dögum.
Byrjunarliðið var:
Bekkur: Romero, Carrick, Fellaini, Schneiderlin, Young, Memphis, Rooney
silli says
Drauma miðjan!
roy says
Þvílíkir bölvaðir vesalingar.. aumingjar á hæsta stigi, djöfullinn hafi þetta
Pillinn says
Eftir þennan leik þá eru nokkur atriði sem þarf að huga að. Svo virðist sem að við það að koma til Utd þá er alveg sama hvað þú ert góður þú bara missir það, sbr. Zlatan í síðustu leikjum. Færið í dag, vá þvílíkt klúður. Svo auðvitað Rooney, getur ekkert og þetta færi sem hann klúðraði sýnir það að hann er alveg búinn og á ekkert inni. Gat annars ekkert eftir að hann kom inná.
Óskiljanlegt að skipta Mata útaf því hann var með betri mönnum inná. Svo kom þarna einhver Hollendingur inná en hann sást varla eftir það, ef hann þá sást eitthvað. Tilgangslaus skipting. Ekkert kom auðvitað út úr Fella, enda vorum við að skapa fín færi og þurftum ekki mann eins og Fella í þennan leik.
Af hverju Mikki fær ekki tækifæri er með ólíkindum. Hann getur ekki verið verri en þeir menn sem eru að spila fyrir Utd. Það bara er ekki séns.
Utd átti leikinn frá A-Ö, aldrei hætta frá Burnley. Utd þarf bara hins vegar að skora mörk og eiga að skora mörk úr öllum þeim færum sem þeir fengu. Heaton var góður en mörg skotin sem hann fékk á sig voru bara of léleg.
Svo vil ég ekki að Rojo spili fleiri leiki eftir þetta skot sem hann tók í uppbótartíma. Algerlega galið skot og svo virðist sem hann hafi ekki kollinn í að spila fótbolta, allavega ekki af þeim gæðum sem maður á að krefjast hjá Utd.
Jæja, núna getur maður farið að segja eins og margir félaga minna hafa sagt undanfarin ár. Það er alltaf næsta tímabil.
Bjarni says
He he he reyni að halda andlitinu. Hvar er markahrókurinn Zlatan sem átti að skora mörkin fyrir okkur og hirða markakóngsdolluna fyrir jól. Efast um getu hans í dag og ef rooney er búinn að vera hvað þá hann. Verri hefði verið að tapa þessum leik þannig að ég tek stigið. Stig er alltaf stig en ég geri mér grein fyrir því að þetta lið í dag er ekki að fara að berjast um margt í vetur, erum svona meira jojo lið en efni gáfu til kynna í byrjun. En það kemur alltaf nýtt tímabil að ári og við tökum þá helvítis dolluna leikandi 😆
GGMU
Jonas H says
burnley með sama leikkerfi og við stilltum upp á móti liverpool, Djöfull er þetta viðbjóðslega ljót knattspyrna.
Rúnar Þór says
Ég trúi ekki mínum eigin augum! 40 tilraunir. 20 horn markmaður ver ca 10-15x og svo 2 í slá og 1 í stöng svo blokk blokk. Nú spyr ég ykkur, væri ekki betra að hafa Mikka í þessari stöðu en t.d. Fellaini???? hann hefði getað skapað eða skorað allavega mun meiri ógn en Fellaini
Omar says
Öndum nú aðeins með nefinu áður en við förum að heimta að hausar fjúki. Þetta var grátlegt en langt frá því að vera leiðinlegur leikur samt. Vil minna ykkur á eitt….
http://fotbolti.net/news/05-12-2015/markalaust-i-fjorum-af-sidustu-6-heimaleikjum-man-utd
Sá allavega meira jákvætt í dag heldur en á öllum þessum frábæra kafla samanlagt.
Smá samantekt, Tom Heaton átti leik lífs síns og Clattenburg skitu lífs síns. Greinilegt á öllu að það átti ekki að vera nein „heimadómgæsla“ í dag. Zlatan átti slakan dag, en var samt að komast í færi. Í raun er það óskiljanlegt að hann og Mata skyldu ekki ná að skora í dag. Pogba var stórhættulegur og sorglegt að samherjum hans skildi ekki takast betur að nýta þau færi sem hann skapaði í seinni hálfleik.
Rojo sýndi einnig í uppbótartíma að hann veður ekkert í vitinu. Þetta skot hans sennilegast það heimskulegasta sem ég hef séð til hans frá því hann kom til okkar.
Frikki11 says
Það sem pirrar mig mest, miklu meira en úrslitin, er að 90% leikmanna gæti ekki verið meira sama svo lengi sem launin detta inn.
Kjartan says
Einn af þessum leikjum, yfirburðirnir algjörir en ekkert gekk upp.
Mér fannst Darmian ágætur og Pogba, allir aðrir skítsæmilegar nema gamli Sænski töffarinn.
ba says
heimadómgæsla?? hvað meinarðu? nr.7 omar?
ba says
hvað meinarðu nr.7 omar?heimadómgæsla?viltu bara fá allt gefins eða vinna leiki eins og karlmaður??
DMS says
Mér fannst spilamennskan hjá United nokkuð góð. Hinsvegar var frammistaða Tom Heaton enn betri. Við vorum að skapa opin færi og auðvitað andskotans aular að klára ekki allavega eitt þeirra. Þessi leikur hefði endað með nokkrum mörkum ef eittvað af þessum færum hefðu endað í netinu.
Hinsvegar fannst mér skiptingarnar vafasamar. Mata út? Af hverju? Eini maðurinn sem ég hefði viljað sjá koma inn var mögulega Martial eða Mikki en held að þeir hafi ekki verið í hóp. Fellaini, Rooney og Memphis, allt menn sem eru svo ískaldir þessa dagana og við hentum þeim inná í von um að skora.
Held við verðum að átta okkur á því að þetta tímabil verði sennilega flokkað sem einhver undirbúningur fyrir Mourinho. Eða ég ætla allavega að vona það, umbreytingartímabilið er ekki búið hjá okkur. Það þarf enn að hreinsa til í herbúðunum að mínu mati – þar eru menn sem eru komnir á tíma og menn sem hafa fengið alltof mikinn tíma en ekkert komið út úr.
Karl Gardars says
„Vinna leiki eins og karlmaður“…. 🙄
Sá bara restina af leiknum og skil að vissu leiti Fellaini skiptinguna. Hún var varnarsinnuð og stig er alltaf betra en ekkert þó það hefði verið skemmtilegra að taka sénsinn.
Þetta var samt bara alls ekki rétti tíminn til að skipta Rashford út fyrir memphis, svo mikið er fullvíst.
Old Trafford er ekkert sérlega vel við Clattenburg, í.þ.m er oft mikið púað á kauða.
Þetta smellur hjá okkur, við þurfum bara smá tíma. Allt annað tal er óraunhæft blaður.
Omar says
Þarf ég virkilega að útskýra orð mín Ba?
Hélt að svona „karlmenni“ eins og þú værir fullfært um lestur.
1) Nei ég vil ekki fá allt „gefins upp í hendurnar“, þannig hefur það nú aldrei verið hjá Man Utd þó svo vælukjóar haldi öðru fram.
2) Þegar tekið er svona til orða, þá er átt við að dómarinn dæmi aðeins meira útiliðinu í hag til þess að „rétta“ dómgæsluna af. Því oft er talið að dómarar hafi tilhneigingu til að dæma heimaliðinu í vil.
Því gaf ég það í skyn að Clattenburg hafi dæmt full mikið Burnley í hag til þess að koma í veg fyrir að fólk héldi að um „heima dómgæslu“ væri að ræða.
3) Er jafntefli svo hræðilegt á móti Burnley? Við vorum nú ekki nema 10 á meðan „meistaraefnin“ í Liverpool voru 11 en töpuðu 2-0 fyrir þeim… ;)
Heiðar says
Ekkert að dómaranum,hellingur að færanýtingunni, og Mr.ME ME ME byrjaður að láta reka sig af svæðinu.
Og klefinn verður sprunginn fyrir áramót með þennan trúð við stjórnvölin.
Hjörtur says
Fyrir tugum ára síðan var Liverpool eitt sigurstranglega lið Englands, og varð 18 sinnum Englandsmeistari. En svo fór að halla undan fæti og liðið hefur verið að dóla í efri hlutanum en ekki náð að fara alla leið, en hefur burði til þess núna. Því er það mín skoðun (vona að hún sé ekki rétt) að það sama sé að koma upp hjá Man U, að næstu árin stroggli þeir við efri hlutann í deildini, en verði víðsfjarri titlinum. Það er búið að sýna sig í nokkrum leikjum að þeim virðist fyrirmunað að skora mörk, þó yfirburðirnir í leikjum séu allt að 70%, og í dag áttu þeir 37 marktilraunir, og voru 72% með boltann sá ég einhverstaðar. Á boltinn ekki að liggja í netinu að minsta kosti einu sinni miðað við marktilraunirnar? Góðar stundir.
Runar says
Mikið er ég feginn að ég eyddi deginum í að labba um Richamond park en að horfa á leikinn
Þröstur City fan says
Athyglisverður leikur. Lyginni líkast að Man Utd skuli ekki hafa unnið leikinn.
Ég velti fyrir mér stöðu Mikkatarian (hvernig sem það er nú skrifað), þar er leikmaður sem gæti svo sannarlega brotið þetta upp. Hvers vegna ekki að spila honum?
kiddi says
maður farinn að missa alla trú á þessum þjálfara hann er bara byrjaður að missa það sem hann hafði
Auðunn says
Ég veit ekki alveg hvað maður á að segja eftir svona leik, ótrúlegt að liðið skuli vera búið að henda frá sér fjórum stigum gegn Burnley og Stoke heima.
Það er ekki hægt að kvarta undan spilamennsku liðsins í þessum leik og erfitt að kvarta undan Móra.
Liðið spilaði mjög vel og skapaði sér heilan helling af mjög góðum færum, það er erfitt að skamma Móra fyrir klaufaskap hans leikmanna fyrir framan markið.
Ég verð þó að segja að mér fannst skiptingarnar hans skrítnar, að taka Mata útaf og setja Fellaini inná í leik þar sem liðið þarf að skora er í meira lagi furðuleg ákvörðun. Hefði skilið það ef United hefði verið að verja forskot.
Liðið þarf bara að halda áfram á þessari braut, spila Fellaini eins lítið og hægt er og þá fer þetta að detta okkar megin.
Ég geri mér engar vonir um titilinn þetta tímabilið en kannski það næsta ef rétt verður haldið á spilunum.
Það er forgangsverkefni að ná topp 4 en það verður hrikalega erfitt og nánast útilokað ef liðið ætlar sér að henda frá sér svona leikjum með ótrúlegum klaufaskap.
Rúnar P says
Von mín frá síðustu viku gæti orðið að veruleika mjög fljótlega… :) http://m.bbc.co.uk/sport/football/37824866
Helgi P says
þvílik skita að vera búinn að missa af topp 4 þegar þetta er ný byrjað stór mistök að ráða þennan mann
Rauðhaus says
Leikmenn verða að axla ábyrgð á þessum töpuðu stigum. José var þó með furðulegar skiptingar sem skiluðu engu. Við fengum samt færi eftir það sem áttu að nýtast.
Sindri Þ says
Mér finnst það lýsandi fyrir karakter Pogba í rauðu treyjunni viðbrögð hans þegar hann skaut í hönd Michael Keane í seinni hálfleik. Ekkert á móti því að menn sýni skap þegar þeir eru ósáttir með eitthvað, en að hoppa, stappa og baða út höndum eins og frekur krakki er.. barnalegt.
Skil vel að hann og aðrir voru ósáttir, Clattenburg var ömurlegur.