Það voru margir stuðningsmenn búnir að kalla eftir breytingum á byrjunarliði Manchester United eftir pirring síðustu vikna. Líklega hefur þó enginn þeirra farið fram á þær breytingar sem urðu á liðinu fyrir þennan leik. Phil Jones kom inn í byrjunarliðið og spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir Manchester United síðan 2. janúar, Michael Carrick kom inn á miðjuna, Fellaini og Rooney komu aftur inn í liðið og Zlatan var á sínum stað frammi. Mkhitaryan var ekki einu sinni í hópnum. Byrjunarliðið var svona og stuðningsmenn United áttu erfitt með að leyna undrun sinni á valinu.
Varamenn: Romero, Blind, Fosu-Mensah (93′), Lingard (80′), Schneiderlin (89′), Martial, Rashford
Hjá Swansea var Gylfi Þór Sigurðsson að sjálfsögðu á sínum stað í byrjunarliðinu. Liðið þeirra var þannig skipað:
Varamenn: Nordfeldt, Amat, Fer, Barrow, Montero, Cork, Naughton
Fyrir leikinn
Í dag er merkilegur dagur því það eru nákvæmlega 30 ár síðan Sir Alex Ferguson tók við Manchester United. Það er tilefni sem kveikir mikla gleði og nostalgíu en jafnframt setur stöðuna á liðinu þessa dagana í ákveðið samhengi. Samhengið getur verið bæði það að það tók sigursælasta knattspyrnustjóra allra tíma sinn tíma að byggja upp lið sem fór að vinna titla en líka að tilfinningin er að liðið núna sé töluvert frá þeim liðum Ferguson sem voru að berjast um titlana.
30 YEARS AGO TODAY Sir Alex Ferguson was appointed!
What’s your favourite Fergie quote? Here’s ours…#MUFC pic.twitter.com/N1RVzHExm8— Full Time DEVILS (@FullTimeDEVILS) November 6, 2016
Þegar byrjunarliðin voru tilkynnt hváðu margir. Phil Jones spilaði síðast leik fyrir Manchester United 2. janúar á þessu ári, einmitt gegn Swansea. Þá var hann nýlega kominn til baka eftir meiðsli og entist í einn hálfleik áður en hann fór út af vegna meiðsla. Mkhitaryan var hvergi sjáanlegur, hann var ekki einu sinni á bekknum. Fjarvera hans verður æ furðulegri og óskiljanlegri, hann virðist einfaldlega vera kominn í frystikistuna. Það getur varla haft jákvæð áhrif á hann sem leikmann.
Mkhitaryan, in a twisted sort of way, *has* to flop now. If he excels, everyone will ask Mourinho why he wasn’t played much sooner.
— Musa Okwonga (@Okwonga) November 6, 2016
Það vakti líka athygli að Luke Shaw var ekki í hópnum, frekar en Chris Smalling, og Daley Blind var færður á bekkinn. Mourinho notaði orðið unavailable um Smalling og Shaw en unfit um Blind. Tímasetningin á þessu er þó líka athyglisverð í sjálfu sér.
Basically Jose doesn’t want them playing internationals https://t.co/2BaPutBTxF
— Mark (@M_Sarfo15) November 6, 2016
Leikurinn sjálfur
Þegar leikurinn hófst var ekki að sjá á leikmönnum Manchester United að þeir hefðu nokkrar efasemdir um liðsvalið. United tók strax völdin á leiknum og náði upp góðu spili. Gylfi og félagar áttu fá svör. Fyrirliðinn Wayne Rooney gaf tóninn strax á 2. mínútu þegar hann æddi inn í teiginn og náði skoti sem fór rétt framhjá marki heimamanna.
Paul Labile Pogba var að spila sinn 200. leik í meistaraflokki á ferlinum. Hann hélt upp á það með mjög góðum leik í dag. Á 15. mínútu kom boltinn inn í teig Swansea. Eftir smá barning barst hann út fyrir teiginn þar sem Pogba kom hlaupandi. Hann lét boltann skoppa einu sinni áður en hann sneiddi boltann á lofti og setti hann í markið alveg út við fjærstöngina, óverjandi fyrir Fabianski. Magnað mark sem verður flottara og flottara með hverri endursýningu.
Paul Pogba has now scored 15 league goals from outside the box since 2012/13.
That’s 50% of his total goal tally.
What a strike! pic.twitter.com/wBHZ2YRyvV
— Squawka Football (@Squawka) November 6, 2016
Manchester United sýndi áfram mikla yfirburði í leiknum og 6 mínútum eftir mark Pogba ákvað Zlatan Ibrahimović að leika svipaðan leik þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan teig. Ekki jafn glæsilegt mark og hjá Frakkanum en engu að síður vel gert hjá Zlatan, hann setti hnitmiðað skot meðfram jörðinni sem Fabianski réð ekki við. Þetta var merkilegt mark, mark númer 25.000 frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar.
En Zlatan var ekki hættur, hann bætti við öðru marki 12 mínútum síðar. Eftir frústrerandi síðustu vikur, sem náðu hámarki með ævintýralegu lánleysi gegn Burnley, var Zlatan auðsjáanlega feginn að vera kominn aftur í markaskóna. Seinna mark hans markaði líka ákveðin tímamót fyrir hann, það var 400. mark hans á ferlinum
United sigldi þessum leik þægilega inn í leikhlé. Liðið hafði átt 6 marktilraunir í fyrri hálfleik, 3 þeirra á rammann og 3 mörk. Á meðan hafði Swansea ekki náð neinni marktilraun á rammann hjá David De Gea.
Swansea gerðu tvær breytingar í hálfleik, settu Montero og Barrow inn fyrir Llorente og Routledge. Þeir breyttu líka úr 4-4-2 yfir í 4-2-3-1 og færðu Gylfa Þór af kantinum inn í holuna. Fyrsta korterið var United þó með góða stjórn á leiknum. Náðu að skapa álitlegar sóknir en ekki reka smiðshöggið á þær. Það virtist þó eins og liðið væri búið að setja í 2. gírinn og ætlaði bara að taka því rólega í síðari hálfleiknum.
Swansea fór að vinna sig meira inn í leikinn og náði að minnka muninn á 68. mínútu. Þeir fengu þá aukaspyrnu á hættulegum stað hægra megin á vellinum. Gylfi Þór tók góða spyrnu inn í teiginn þar sem Mike van der Hoorn skaut sér framhjá varnarmönnum United og skallaði boltann í netið. Ekki góður varnarleikur hjá Manchester United þarna.
Oh no, so unnecessary, lack of concentration 1-3 @ManUtd
— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) November 6, 2016
Það er kannski ágætlega lýsandi fyrir þennan seinni hálfleik að Manchester United átti bara eina marktilraun í honum og hún kom á 78. mínútu. Swansea reyndi að byggja upp pressu en það skilaði sér ekki í neinu sem þurfti að hafa teljandi áhyggjur af. Nema þá helst því að Zlatan fékk gult spjald á 76. mínútu sem þýðir að hann verður í banni í næsta leik, gegn Arsenal. Munar um minna þar, sérstaklega núna þegar hann er byrjaður að skora aftur.
United var ekkert að flýta sér í því að nýta skiptingarnar sínar. Miðað við hvað sigurinn var í reynd öruggur þá hefði kannski ekki verið úr vegi að gefa einhverjum leikmönnum hvíld og leyfa öðrum leikmönnum að fá mínútur. Fyrsta skiptingin kom þegar innan við 10 mínútur voru eftir af leiknum, þegar Jesse Lingard kom inn á fyrir Juan Mata. Schneiderlin og Fosu-Mensah fengu svo að koma inn á rétt í kringum uppbótartímann. United sigldi þessu í höfn og mjög vel þegin 3 stig og 3 mörk staðfest.
The Michael Carrick Show
This quote by Johan Cruyff perfectly summaries @carras16 #mufc #SimpleFootball #HardestFootball pic.twitter.com/8lF26cHpbr
— Quality MUFC Videos (@aditya_reds) November 6, 2016
Michael Carrick hefur oftar en ekki verið afskaplega vanmetinn leikmaður. Þegar Michael Carrick spilar sinn besta leik þá eru alltaf leikmennirnir í kringum hann meira áberandi, þannig er einfaldlega hans leikstíll. Í leiknum í dag var hann aftasti maður á miðjunni, stundum leit jafnvel út fyrir að hann væri á miðjunni í 3ja miðvarða varnarlínu. Hann sá til þess að vörnin var koveruð og gaf hinum miðjumönnunum frelsi til að keyra fram á við.
Michael Carrick er vissulega 35 ára gamall og því varla hægt að ætlast til að hann spili alla leiki, sérstaklega ekki í þeirri stöðu sem hann spilar. En hann ætti alveg örugglega að geta spilað meira en hann hefur verið að gera. Og allar vísbendingar benda til þess að liðið geta vel nýtt krafta hans, það spilar einfaldlega betur þegar hann er inni á vellinum.
Pogba var virkilega góður í þessum leik. Wayne Rooney spilaði sinn besta leik í mjög langan tíma. Mata var solid og Fellaini fínn. Það var yfirvegun yfir leik liðsins og gæði í sendingum og aðgerðum.
Man Utd pass accuracy vs Swansea
Phil Jones (97%)
Paul Pogba (96%)
Michael Carrick (95%)
Marouane Fellaini (92%)
Juan Mata (91%)Top class pic.twitter.com/T1FeBdJxkl
— Squawka Football (@Squawka) November 6, 2016
Vissulega væri hægt að einbeita sér að andstæðingnum. Jújú, þetta er „bara“ Swansea City. Þeir eru neðstir í deildinni, þeir hafa verið slakir í mörgum leikjum. Þeir líta út fyrir að vera á leið rakleiðis í Championship deildina og eina Swansea-tengda spurningin þessa dagana virðist vera hvaða lið Gylfi Sig. finni sér eftir að Swansea fellur…
Wilfried Bony skoraði tvö mörk gegn Swansea um daginn. Þetta lið er rosa vont. #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) November 6, 2016
En það er hins vegar miklu skemmtilegra að fagna því að Manchester United spilaði góðan fótboltaleik. Liðið skoraði 3 mörk. United hefur alveg tapað og lent í vandræðum gegn lélegum liðum upp á síðkastið, sérstaklega á útivelli. Því eru þetta kærkomin úrslit og gott veganesti inn í þetta landsleikjahlé.
Twitterhornið
30 years to the day since Fergie rocked up. I’ve had a look back at his first season in charge, for @br_uk https://t.co/wQM3VtpHDY
— Paul (@UtdRantcast) November 6, 2016
Incredible goal from Paul Pogba. Talk about technique… wow!
— Tom McDermott (@footballmcd) November 6, 2016
Mourinho takes a celebratory sip of his drink in the stand. ‘What a waste of money’, sings the away end.
— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) November 6, 2016
Paul Pogba has scored in the 200th appearance of his club career (his 38th goal) #PL #MUFC pic.twitter.com/a6vHfrLIru
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) November 6, 2016
MILESTONE: Zlatan Ibrahimović scores the 25,000th goal in the Premier League era.
It had to be him. pic.twitter.com/oEnufkLXes
— Squawka Football (@Squawka) November 6, 2016
21 mins – The 25,000th @PremierLeague goal ✔️
33 mins – His 400th club career goal ✔️Records were made to be Zlatan’d#MUFC #SWAMUN pic.twitter.com/9tsR76lhcv
— Manchester United (@ManUtd) November 6, 2016
Swansea hljóta að falla. Þeir láta Wayne Rooney líta vel út. #Djöflarnir
— Magnus Thor (@magnusthor82) November 6, 2016
100 UP Wayne Rooney moves onto 100 assists in the Premier League
Only Ryan Giggs (162) & Frank Lampard (102) have more #PL pic.twitter.com/RWo6mhEBtX
— Premier League (@premierleague) November 6, 2016
Pogba has been fantastic today. So many people talk, but if you watch him for 90 minutes you’d appreciate him so much more. So good.
— The Man Utd Way (@TheManUtdWay) November 6, 2016
Paul Pogba vs Swansea:
Goals [1]
Passes [94/98]
Take-ons [4]
Aerial duels [2/2]
Ball recoveries [13]
Interceptions [2]
Chances created [1]— ㅤ (@TheUtdReview) November 6, 2016
Michael Carrick with an effortless performance. Still got it. Play him as often as we can, we’re still better with him in the side.
— Barney @Red News (@barneyrednews) November 6, 2016
Hvað er að þessu liði?
Jú það er búið að Carricka það í gang.— Már Ingólfur Másson (@maserinn) November 6, 2016
Rúnar Þór says
Hvers konar byrjunarlið er þetta eiginlega? enginn hraði.
Væri ekki nær að leyfa Martial eða Rashford að vera uppi á topp og hvíla Zlatan?
Mikki hvergi sjáanlegur
Óskiljanlegt
Jón Þór Baldvinsson says
Ansi hæg miðjan þarna…….
Karl Gardars says
Þetta er svo fáránlega absúrd lið að þetta hlýtur að vinnast 4-2…er það ekki annars….. 😤
Tommi says
The Carrick effect!
Cantona no 7 says
Góður sigur og þokkalega þægilegur.
Rooney góður.
G G M U
Audunn says
Fínn sigur loksins.
Gaman að sjá Jones koma aftur, hann átti góðanleik ásamt Pogba, Zlatan og Carrick.
Allt annað að sjá United með Carrick innanborðs finnst mér.
Hann spilar einfalt og er með góðar staðsetningar sem gefur Pogba meira frelsi framávið.
Fellaini var svo bara Fellaini. Gat ekki neitt og var eiginlega bara fyrir á vellinum, ,dísús hvað hann er ömurlegur í fótbolta.
Omar says
Fínn leikur, en slökuðum full mikið á í seinni hálfleik. Algjör óþarfi að láta Svanina fara að narta í okkur þarna í restina.
Sammála Cantona hér fyrir ofan um að Rooney hafi verið góður, var óheppinn þar sem hann var tæpt dæmdur rangstæður (þó svo dómurinn hafi líkast til verið réttur).
Zlatan sem hafði átt flottan leik, tryggði sér svo pásu á móti Arsenal með frekar heimskulegu broti.
Var alltaf að bíða eftir því að hann eða Pogba yrðu teknir útaf þar sem Zlatan átti á hættu leikbann og Pogba tæpur fyrir þennan vegna meiðsla fyrr í vikunni.
Var annars ánægður með Carrick, gaman að sjá að Jones sé í þokkó standi líka.
Bjarni Hjartarson says
Til hamingju með sigurinn. Góður dagur fyrir rauðu liðin. Óþarfi að skemma patýið en mitt lið Liverpool gekk líka vel í dag. Zlatan er fæddur sigurvegari. Bæði hann og Rooney er fæddir með killinginstictið.
Simmi says
Godur og mikilvaegur sigur. Gott ad Zlatanhafi loksins skorad og vonandi heldur hann thessu afram. Mig langar samt mest ad tala um Paul Pogba. Thessi madur er i allt odrum klassa. Liverpool menn geta bent a ad Henderson se med betri tolvfraedi hingad til og bla bla bla. En ef folk horfir a heilan leik med Pogba og Henderson fer ekkert a milli mala hvor er betri. Thad er svo gaman ad horfa a Pogba spila fotbolta. Hann er med natturulega thvilika likamlega yfirburdi. Faranlega taekni medad vid havaxinn mann og geggjud skot og utsjonarsemi i sendingum. Hann er allur pakkinn. Audvitad tekur hann af og til rangar akvardarnir, en hann er bara 23 ara. Hann a bara eftir ad baeta sig i thessum hlutum. Folk er eitthvad ad vaela yfir tolvfraedi hja honum. Hann er samt sem adur kominn med 4 mork i heildina og aetti ad vers med svona 5 + assists ef Zlatan og felagar hefdu verid ad nyta faerin sem hann hefur verid ad bua til. United tharf enn og aftur tima til ad finpussa lidid og Pogba fer ekkert einn og ser og bjargar lidi sem er buid ad vera i molum undanfarin 3 ar. Hann og lidid tharf tima. Mourinho naer vonandi ad na thvi besta ur lidinu tegar lidur a leiktidina. Ef hlutirnir fara ad smella tha naum vid vonandi meistaradeildarsaeti. En eg vona ad thid sjaid ad Pogba er „something else.“ Ad vera bunir ad tryggja veru thessa otrulega fotboltamans naestu 5 arin a.m.k. er geggjad. Hann kostadi ekki of mikid. Felog geta eytt 20-30 mills her og thar i einhverja leikmenn sem eru godir en Pogba er 1-2 klossum fyrir ofan thennan verdmida ogUnited trygdi ser feitasta bitann a markadinum sidasta sumar og hann a eftir ad vera okkar allra helsti lykilmadur a komandi arum. Tala nu ekki um swaggid og karakterinn sem hann er, eitthvad sem Unied hefur vantad lengi. Sorry fyrir long post : )
Georg says
Þvílíkur munur að hafa bakverði sem eru óhræddir í að taka menn á.
Luke Shaw þarf þvímiður að taka á því í ræktinni eftir þessi leiðindameiðsl en Darmian var velkomin biðbót á sóknarvídd liðsins.
Young rólegri en stendur alltaf fyrir sínu, óhræddur á kantinum og gefur allt sitt.
Aðrir hafa verið nefndir sem stóðu sig, ég vildi bara bæta þessum tveim við því á meðan þeir taka varnarmenn á losnar um sóknarmenn.
einar__ says
Verð að hrósa ykkur aftur fyrir þessa síðu. Snilldar skýrsla og mjög næs að hafa loks íslenska Man. Utd. umfjöllun. Frábært mótvægi við kop.is sem ég hef gaman að kíkja stundum á þó það sé auðvitað helbert guðlast.
Carrick maður leiksins. Þetta eru leikirnir sem hann verður og á að vera að spila. Rooney að leggja upp tvö, Zlatan að skora tvö og Pogba með screamer. Þetta lið þurfti svo mikið á einum svo leik að halda. Mkhitaryan frostið er óskiljanlegt. Það hlýtur eitthvað að hanga á spýtunni.
Mjög kærkomið að fá loksins sigurleik fyrir landsleikjahléið. Þetta Swansea lið er heillum horfið, aldrei séð þá jafn andlausa. Þeir voru í algjörgum gögnubolta mest allan leikinn og lögðu ekki einu sinni í almennilegar tæklingar. Gylfi er alltof góður fyrir þetta lið. En það er ekki sjálfgefið að vinna þessi lakari lið og Swansea búið að vera algjört bogey team fyrir okkur undanfarin ár. LVG elskaði allavega ekki að spila á móti Swansea. Frá jan 2014 til loka 2015 var recordið á móti þeim L-W-L-L-L – hversu grillað er það!
Halldór Marteins (@halldorm) says
@Georg
Bakverðir njóta líka alltaf góðs af því að spila í liði með Michael Carrick. Það eru ekki bara miðjumennirnir í kringum Carrick sem geta farið framar á völlinn með hann fyrir aftan sig heldur líka bakverðirnir. Ef Carrick er ekki beinlínis sjálfur þarna að kovera svæðið fyrir aftan þá gerir hann miðvörðunum kleift að gera það. Fyrir svo utan það hvað hann er alltaf góður í að finna sendingar sem losa um leikmenn, þ.á m. bakverðina.
@einar__
Takk fyrir hrósið :)
Rauðhaus says
Alveg ótrúlegt að Carrick sé ekki að spila meira en raun ber vitni. Það er allt annar bragur á liðinu með hann innanborðs, hann gerir leikmennina í kringum sig betri.
Andstæðingurinn var vissulega afar slakur en það þarf líka að klára þannig leiki og mæta rétt stilltir.
Alveg magnað hvað margir aðdáendur geta ekki hugsað sér að horfa jákvæðum augum á Wayne Rooney. Hann var virkilega góður í þessum leik og á skilið hrós fyrir sína frammistöðu. Maður leiksins ásamt Carrick. Gleymum því ekki að hinir leikmennirnir voru að spila gegn sama andstæðingi, samt fá þeir ekki þennan stimpil á sína frammistöðu, þ.e. að þetta sé varla að marka því andstæðingurinn hafi verið svo lélegur. Rooney var líka með skástu mönnum gegn Fenerbache um daginn og má alltaf eiga það að hann lítur aldrei út fyrir að vera sama um úrslit liðsins.
Ég er auðvitað sammála því að það hefur fjarað allverulega undan honum undanfarin tímabil og að hann eigi alls ekkert að vera með fast byrjunarliðssæti. En mér finnst líka að hann fái ekki það hrós sem hann á skilið þegar hann spilar vel. Það er svo sannarlega engin vöntun á gagnrýninni þegar hann spilar illa, sem er svo sem eðlilegt.
afglapi says
Varðandi Pogba þá verður að segja að Morinho er nú ekki að hjálpa honum með sífelldum færslum og hræringum á miðjunni.
Þessi Henderson samanburður er einkennilegur,, þar sem þetta eru ólíkir leikmenn sem spila ólík hlutverk.
Henderson hefur brillerað sem djúpur miðjumaður í vetur á meðan Pogba hefur verið upp og niður, en Pogba er mun hæfileikaríkari en svo er spurning hvort José Mourinho sé rétti maðurinn til að hjálpa honum að ná þeim fram.
Dogsdieinhotcars says
Rooney er búinn að koma sér í stand sýnist mér.
Gunnar says
Merkilega fyndið hvað þetta er lítil og krúttleg síða á meðað við Kop.is. Og já þú þessi pappakassi sem sagðir að Pogba væri mun betri en Henderson veist ekkert um fótbolta. Henderson hleypur meira en allir í manutd til saman á miðjunni, hann klúðrar engum sendingum og er magnaður skotmaður. Eins og staðan er í dag þá er Henderson betri leikmaður en Pogba og Henderson er ekki einu sinni besti miðjumaðurinn í Liverpool. Can,Wijnaldum og Coutinho eru talsvert betri finnst mér. Það er himinn og haf á milli Liverpool og Manutd í dag því miður.
Simmi says
@Gunnar. Merkilegt hvad thu finnur tig knuinn til thess ad koma inna a okkar studningsmannasidu og fara i einhverja typpastaerdarkeppni. Thad er alveg rett hja ther ad Liverpool er betra eins og stadan er i dag. Their eru bunir ad spila betur sem lid enginn vafi a thvi. Gatud samt ekki unnid United a ykkar heimavelli en hvad um thad. Klopp er buinn ad vera med lidid sitt i 1 ar, Mourinho er nykominn og a eftir ad vinna betur med lidid. Alveg eins og thegar Hr. Klopp kom til Lvpool tha vorud thid frekar mikid ad strogla. Eg bar Pogba og Henderson saman af thvi madur hefur verid ad sja Liverpool menn vera ad henda fram einhverri tolvfraedi sem synir thad ad Hendo se i raun og veru betri en Pogba. Ef thu Gunnar heldur i raun og veru ad Hendo se betri en Pogba tha er eg annsi hraeddur um ad thu sert pappakassinn. Viltu sidan lata thad vera ad gera litid ur sidunni okkar. Hun hefur ekki verid uppi jafn lengi og kop.is en er ad staekka og verda flottari og betri med hverjum deginum.
Gunnar says
@simmi ok ok virði samt alveg þína skoðun um að Pogba sé betri en Henderson, það er allavegana ekki mikill munur á milli þeirra nema það sem tölfræðin sýnir að Henderson er að standa sig betur. Þótt Henderson sé ekki að gera einhver skæri eða að fagna rosa flott eins og vinur ykkar Pogba gerir. Ætla minna þig samt á það að Henderson er langt frá því að vera betri en allir hinir miðjumennirnir sem eru eftir að telja, Wijnaldum, Can, Coutinho, Lallana, Firmino eru allir betri leikmenn en Henderson. Ef þú berð þessa eftirtöldu menn saman við Pogba þá mundi ég ekki skipta neinum þarna út sem ég taldi upp fyrir Pogba. Coutinho er meira segja 5-6 skrefum á undan Pogba.
þótt ég var að tala um að kop.is sé mun stærri síða þá er ég ekki Liverpool maður. Ef þú heldur það. Veit að það er sárt að heyra þetta en Pogba kæmist ekki einu sinni í byrjunarliðið hjá Liverpool, hann er ekki með hlaupagetuna sem hann þarf að hafa til að passa inn í hápressukerfið hjá Klopp. Liverpool er með mann á bekknum sem er líklega jafn góður leikmaður og Pogba, sá leikmaður er Sturridge, hann er á bekknum út af sömu ástæðu og Pogba mundi lenda í ef Pogba væri í Liverpool.
Gunnar says
Eini leikmaðurinn sem ég mundi setja í byrjunaliðið ef Liverpool og Manutd væri með sameiginlegt lið þá væri það magnaði markmaðurinn ykkar De Gea.
Rauðhaus says
hahahahaha
Runólfur Trausti says
Þó svo að sumir meðlimir ritstjórnar séu „litlir og krúttlegir“ þá get ég lofað þér því minn kæri Gunnar að við erum 2-3 sem gætum flatt þig út eins og pönnuköku með því að sitjast ofan á þig.
Svo skulum við virða íslenskar stafsetningu og stafsetningareglur í skrifum á síðunni. Ef ég vill lesa vonda íslensku þá fer ég inn á aðrar síður tengdar knattspyrnu.
Ps. Þeir sem telja að Paul Pogba sé ekki með nægilega góða „hlaupagetu“ eru vinsamlegast beðnir um að einbeita sér að krikket eða hafnabolta. Aðra eins þvælu hef ég ekki lesið í mörg ár.
Audunn says
Æi ég veit ekki hvort það sé tímans virði að svara mönnum eins og Gunnari, hefur heldur ekkert uppá sig.
Það má þó benda honum á að ef einhver United maður eða bara ekki Liverpool maður setur eitthvað útá Liverpool á kop.is þá er honum umsvifalaust hent út og ummælin ekki birt, ég reyndi þetta fyrir mörgum árum og komst þá að því hverskonar Nasista síða það er, þolir akkurat enga gagnrýni á sig né Liverpool þótt það sé á nægu að taka, það er reyndar svolítið í takt við þessi grey að vera minnimáttar, svona always a victim.
Gott að Runólfur sé að benda mönnum á að vanda til þegar kemur að rituðu máli og passa upp á stafsetningareglur.
Það væri afar ánægjulegt ef menn vönduðu einnig í töluðu máli , ég gef ritsjórum þessara síðu ekki háa einkun þegar að því kemur í þessum broadcast þáttum sem ég hef hlustað á hingað til. Þar er ansi mikið slett vægast sagt og mörg ensk „orð“ notið í stað Íslensku.
Björn S. says
Er ekki á því að Pogba sé betri en Henderson. Þeir eru svipaðir að mínu mati. Pogba er búinn að fá lélegar einkannir frekar oft eftir sýnar frammistöður. Hann var flottur í seinasta leik já en það vantar stöðuleika í hans leik. Henderson fær alltaf í einkunn frá sky sports 8 eða 9. Liverpool er að stjórna miðjunni í öllum sýnum leikjum verðum að gefa þeim það. Er búinn að horfa á alla leikina hjá Liverpool og verð að segja það að Hnederson og Coutinho heilla mig upp úr skónum. Þeir átu miðjuna okkar þegar við mættum þeim á Anfield, hvar var Pogba þá??. Vill líka minnast á það Þegar Liverpool menn eru að setja inn myndar af tölfræðinni af Pogba vs Henderson þá er þetta bara fjandi rétt hjá þeim, Henderson er að standa sig mun betur en Pogba. Þeir eru ekki í 1.sæti út af heppni, þeir eiga skilið að vera efstir. Sóknin og miðjan þeirra er lykillinn af því afhverju þeir eru á toppnum í dag svo einfalt er það.
Halldór Marteins says
Skil ekki alveg af hverju maður ætti að bera saman varnarsinnaðan miðjumann og sóknarsinnaðan miðjumann…
Auðvitað er tölfræðin ólík ef hlutverkin eru ólík. Ef þeir Henderson og Pogba væru í sama liði þá væru þeir ekkert að berjast um sömu stöðu. Þeir myndu hins vegar án efa hafa gaman af að spila saman og njóta góðs af því sem hinn leikmaðurinn væri að gera.
Það væri líklega sniðugra að bera saman Henderson og Carrick. En jafnvel þá væri það snúið. Carrick er kannski betri fótboltamaður en Henderson hentar alltaf betur í lið undir stjórn Klopp.
Framlag Pogba hjá United í haust hefur heilt yfir verið vanmetið að mínu mati. Hann losnar ekki svo glatt undan þessum verðmiða en hann á eftir að verða risastór fyrir United þegar hann kemst á almennilegt skrið
G says
Hahahahaha carrick betri fótbolta leikmaður?????. Er Carrick í enska landsliðinu? Nei. Er Henderson í enska landsliðinu?? Já. Hver er þá betri, nú auðvitað Henderson!
Halldór Marteins says
Hahahahahaha, einföldun.
Carrick er eldri, orðinn of gamall fyrir enska landsliðið. Auk þess sem enska landsliðið kunni aldrei að nota Carrick almennilega, ekki frekar en Scholes. Svo það segir lítið.
Henderson hefur verið að standa sig betur á þessu tímabili, enda spilað meira og spilað í liði sem er að standa sig betur. En ef við berum feril Carrick saman við feril Henderson þá ætti að vera nokkuð augljós hvor er betri í fótbolta.
Ynwa says
Hahahahaha svo rétt Þetta er lítil,leiðinleg og krúttleg síða alveg eins og park the bus taktíkin hjá ykkur gegn flestum liðum