Það var boðið upp á mjög kunnuglega uppskrift í leiknum í dag. Manchester United var sterkari aðilinn í leiknum, skapaði sér færi og átti marktilraunir en náði samt ekki í nema eitt stig. Aftur átti markmaður andstæðinganna leik tímabilsins í bland við lélega færanýtingu hjá leikmönnum Manchester United.
Manchester United var núna að gera sitt fjórða jafntefli í röð í deildarleik á heimavelli. Það gerðist síðast í nóvember til desember 1980 en þá bætti liðið um betur og gerði 5 jafntefli í röð. Næsti heimaleikur United í deildinni verður 11. desember, gegn Tottenham Hotspur.
Manchester United hefur spilað 5 leiki í Evrópudeildinni. Í kjölfar þessara leikja hefur komið:
- tap gegn Watford á útivelli
- jafntefli gegn Stoke á heimavelli
- tap gegn Chelsea á útivelli
- sigur gegn Swansea á útivelli
- jafntefli gegn West Ham á heimavelli
Allt eru þetta deildarleikir, 5 stig af 15 mögulegum. Eini sigurinn kom gegn frekar vonlausu Swansea liði sem er í fallsæti.
En að þessum leik, byrjunarlið Manchester United í leiknum var þannig skipað:
Varamenn: Romero, Blind, Fellaini, Schweinsteiger, Mkhitaryan, Young, Rooney
Byrjunarlið West Ham í leiknum var á þessa leið:
Varamenn: Adrian, Nordtveit, Feghouli, Zaza, Ayew, Fletcher, Fernandes
Það var sitt hvað sem vakti athygli í þessu byrjunarliði hjá Manchester United. Það var ansi merkilegt að sjá Bastian Schweinsteiger kominn aftur í hópinn hjá Manchester United. Michael Carrick gat ekki verið með vegna meiðsla. Framtíðarhorfur Morgan Schneiderlin hjá félaginu virðast hreint ekki góðar. Hann virkaði aldrei í sérstaklega háum metum hjá van Gaal og eftir að Mourinho tók við hefur hann nánast alveg horfið. Auðvitað getur ýmislegt breyst í fótboltamálum, eins og vera Schweinsteiger á bekknum sýnir, en eins og staðan er núna snýst pælingin meira um hvenær en hvort Schneiderlin fari frá United.
The #MUFC warm-ups are under way! #MUNWHU pic.twitter.com/EOS25ivmj3
— Manchester United (@ManUtd) November 27, 2016
Annað sem vakti athygli var að maður leiksins úr síðasta leik, Henrikh Mkhitaryan, byrjaði leikinn á bekknum. Eftir frábæran leik á fimmtudaginn vonuðust margir eftir því að hann fengi að halda sínu sæti í byrjunarliði Manchester United. En Mourinho hefur líklega metið það svo að leikmaður sem hefur spilað jafn lítið að undanförnu og Mkhitaryan ætti að fara hægt af stað. Það er ákveðin skynsemi í því, Mkhitaryan mun svo vonandi koma meira inn í liðið á næstu vikum og fá oftar að byrja leiki.
Leikurinn
West Ham komst yfir í leiknum eftir rúmlega mínútu. Í þriðja skiptið sem Manchester United fær á sig mark svona snemma leiks. Dimitri Payet tók þá aukaspyrnu hægra megin á vellinum og sendi stórhættulega fyrirgjöf inn í teig United þar sem Diafra Sakho skallaði boltann í netið. Einbeitingarskortur hjá Manchester United enn eina ferðina að kosta liðið.
Manchester United brást við þessu marki með því að taka öll völd á leiknum. West Ham bakkaði, þeir ætluðu greinlega að freista þess að halda stöðunni svona og kannski ná að nýta skyndisóknirnar. Manchester United náði marktækifærum en Darren Randolph byrjaði að verja. Og verja.
Í leiknum gegn Feyenoord á fimmtudaginn var fjórða markið algjört augnakonfekt. Í því marki gekk boltinn vel á milli leikmanna upp allan völlinn, eftir 24 sendingar rak hinn oft á tíðum vanmetni Jesse Lingard smiðshöggið á flotta sókn með frábærri afgreiðslu. Á 21. mínútu þessa leiks átti Manchester United svipaða sókn. Allir 11 leikmenn liðsins tóku þátt í sókninni. Boltinn barst loks á Paul Pogba á miðjum vellinum. Þessi frábæri leikmaður fann sér pláss til að vinna í, leit upp, sá Zlatan á ferðinni og átti stórkostlega, háa sendingu inn fyrir vörn West Ham. Zlatan sá bæði bolta og markmann og fleytti boltanum áfram með skalla framhjá markmanninum Randolph og í markið. Virkilega flott mark.
22 – There were 22 passes in the build-up to Ibrahimovic’s goal – only Eden Hazard’s against Everton has had more (23). Link. pic.twitter.com/Ys2mHVo2GU
— OptaJoe (@OptaJoe) November 27, 2016
Þegar tæplega hálftími var búinn af leiknum fékk Paul Pogba aftur boltann. Fyrirliði West Ham, Mark Noble, kom hlaupandi að honum og freistaði þess að vinna boltann. Pogba náði að pota boltanum frá og stökk svo upp úr heldur villtri tæklingu frá Noble. Dómarinn mat það svo að Pogba hefði dýft sér og gaf honum spjald að launum. José Mourinho var heldur betur ósáttur eftir það. Kannski fannst honum ósanngjarnt af Moss að spjalda Pogba fyrir að stökkva upp úr tæklingu, kannski fannst honum bara að Pogba hefði átt að standa í lappirnar og leyfa Noble að dúndra í lappirnar á sér til að fá örugglega aukaspyrnu. Í öllu falli fékk Mourinho útrás fyrir tilfinningarnar með því að sparka í vatnsbrúsa. Moss samþykkti það ekki og rak Mourinho upp í stúku. Mourinho er ekki fyrsti stjórinn sem er rekinn upp í stúku fyrir að sparka í vatnsflösku, það verður hins vegar áhugavert að sjá hvort hann fái afsökunarbeiðni eins og vinur hans Wenger fékk um árið.
Manchester United hélt þó áfram að spila vel út fyrri hálfleikinn. Lingard fékk gott færi og Rashford fékk dauðafæri þegar hann komst einn inn fyrir vörn West Ham en Randolph lokaði markinu. Undir lok fyrri hálfleiks áttu bæði lið góð tækifæri til að bæta við mörkum en allt kom fyrir ekki og staðan 1-1 í hlénu.
United náði ekki að halda tempóinu gangandi jafn vel í upphafi síðari hálfleiks. Það var eins og liðið saknaði Michael Carrick of mikið í sóknaruppbyggingu liðsins. Það er visst áhyggjuefni ef liðið þarf að fara að stóla svona mikið á 35 ára gamlan miðjumann. West Ham átti helstu tilraunirnar í byrjun seinni hálfleiks, sérstaklega þegar Payet reyndi skot úr aukaspyrnu sem De Gea blakaði yfir markið.
Eftir 67 mínútna leik var komið að fyrstu skiptingu Manchester United. Sú skipting var tvöföld. Bæði Wayne Rooney og Mkhitaryan stóðu sig vel í leiknum á fimmtudaginn og því kom ekki mikið á óvart að sjá þá koma inn á völlinn. Rashford þurfti að víkja, hann hafði verið töluvert að reyna en með misgóðum árangri. En bæði er hann ungur að aldri og svo er hann ekki kantmaður. Auk hans fór Juan Mata af velli. Það var heldur skrýtnari skipting, svona í ljósi hæfileika Mata á vellinum og framlags hans til markaskorunnar hjá Manchester United síðan hann kom til félagsins. Þegar lið vantar mark þá má alveg nota Mata í það verk. En það virðist bara ekki vera í plönunum að Juan Mata klári marga leiki á tímabilinu.
Mata hefur aðeins fengið að klára einn heilan leik í vetur. Miðað við hversu vel hann og Mkhitaryan náðu saman gegn Feyenoord er heldur undarlegt að þeir hafi ekki fengið mínútur saman til að reyna að brjóta niður vörn West Ham. En það var þó allavega gaman að sjá Mkhitaryan koma inn á. Hann hélt áfram að reyna líkt og restin af liðinu. Þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum kom Fellaini svo inn á fyrir Lingard. En Belginn hárprúði náði ekki að koma í veg fyrri enn eitt jafnteflið, lokaniðurstaðan 1-1. Svekkjandi sem fyrr.
Punktar eftir leikinn
Það er gríðarlegur pirringur í gangi í kringum Manchester United þessa dagana. Það þarf mjög lítið til að pirringur stuðningsmanna flæði um samfélagsmiðlana og þolinmæðin er ekki mikil, hvort sem er fyrir José Mourinho eða leikmönnum (sumum leikmönnum meira en öðrum). Að sama skapi virðist vera styttra í pirringinn hjá Mourinho en oft áður, það lýsti sér vel í þessu rauða spjaldi sem hann fékk. Hvað svo sem segja má um þann dóm þá voru viðbrögðin harkaleg og auðvelt að ímynda sér að þar á bak við liggi meiri pirringur en bara út í dómarann í þetta tiltekna skipti.
Leikmennirnir sjálfir mættu kannski vera meira pirraðir á þessu samt. Þeim finnst þetta örugglega ekkert skemmtilegt en það er þá spurning um að sýna aðeins meiri karakter, taka aðeins meiri ábyrgð á þessu. Stíga meira upp.
Það vantar ekkert mikið. Enn eina ferðina er maður að endurtaka þá tuggu. Það vantar ekki mikið. Það eru framfarir. Fótboltinn sem liðið spilar núna er bæði betri og skemmtilegri. Þetta er alveg að fara að smella. Alveg að fara að detta í gang. Bara rétt bráðum. Hvað úr hverju…
Það má samt ekkert taka mikið lengri tíma. Ekki ef liðið ætlar sér að vera með í baráttu um Meistaradeildarsæti.
Twitterhornið
Watching replay again, Ibrahimovic’s ‘marking’ is a joke. Lingard will get flak for daft foul but Ibrahimovic cost #mufc again there.
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) November 27, 2016
I dunno, it’s almost like Pogba’s really really good and those dismissing him after a rusty first half-dozen games were idiots?
— Nick (@ManUnitedYouth) November 27, 2016
Now that he did something expected, can we tweet that Paul Pogba, at least with that pass, looks worth £89m? Or is that not cool enough yet?
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) November 27, 2016
Verður Pogba að leyfa varnarmanninum að sparka í sig til að fá aukaspyrnuna semsagt? Nei í alvöru? #fotboltinet
— Orri Eyþórsson (@orrieythors) November 27, 2016
Fergie and Wenger were both sent off for kicking water bottles. If that’s what it’s over then Mourinho deserves an apology. #mufc
— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) November 27, 2016
Would much rather see Mourinho wear his heart on his sleeve than watch Louis van Gaal with no emotion on the touch line.
— The Man Utd Way (@TheManUtdWay) November 27, 2016
Pogba talking calmly to ref Moss as they walk off at h-t. Lifts leg to indicate leaping out of the way to avoid Noble challenge, not diving.
— Henry Winter (@henrywinter) November 27, 2016
Having looked at it again it probably wasn’t a yellow. Pogba is diving OUT of the way of a terrible challenge.
— Tom McDermott (@footballmcd) November 27, 2016
Ég man þá daga þegar maður vildi bara gefa einhverju liði Toni Valencia, frítt. Sá er að owna þessa bakvarðastöðu í dag!
— Sigurjón Guðjónsson (@manndjofull) November 27, 2016
Julia Roberts is just a girl, sitting in front of a team, asking them to score a goal… pic.twitter.com/ZguxGxGRdj
— Nooruddean (@BeardedGenius) November 27, 2016
Ibrahimovic has created 11 chances (1 assist) in his last two games for Manchester United.
False nine. #MUFC pic.twitter.com/yJVCn4xQns
— Statman Dave (@StatmanDave) November 27, 2016
Þórleifur says
Sæll dálítið öðruvísi en ég bjóst við og vonaði !!!
Gunn says
Haahahahahahahahahahahahahahahahahaha
Björn Friðgeir says
Jæa Gunn með falska netfangið, ertu enn hlæjandi?
Björn Friðgeir says
Þessi sending frá Pogba! Það skyldi aldrei vera að hann sé eftir allt saman bara nokkuð góður?
Keane says
Nei drengir mínir, nú eyði ég tímanum í eitthvað uppbyggilegra.
Arnar says
Maður er eiginlega orðlaus eftir svona leiki. Ef að United nær ekki CL þá vill ég Mourinho burt.
Bjarni says
Erum við bara gott miðlungslið, fer að hallast að því. Spilamennskan fín á köflum en óheppnir að leka honum ekki inn. Ófyrirgefanlegt hjá Rashford að klúðra maður á mann. Var ekki dagurinn okkar í dag en hræddur um að þetta verði svona af og til vetur.
Sindri Þ says
4 stig úr síðustu fjórum deildarleikjum lýsir aumingjaskapnum á sóknarþriðjungi liðsins. Virðist ekki skipta neinu máli hvort liðið sé yfir allan leikinn eða hvort það þurfi mark á lokakaflanum, það vinnur ekki. Of mikið af ræflum í liðinu.
Rúnar Þór says
Þetta er það sem ég skil ekki eftir þennan leik!!!
Af hverju Darmian í vinstri bak þegar við erum bæði með Blind og Shaw?
Einhvern veginn fengum við 4 stig úr 4 leikjum sem áttu að vera sigrar
AF HVERJU tók hann ekki Lingard útaf í tvöföldu skiptingunni?? var ósýnilegur í seinni og hefði verið mun nær að hafa rashford eða mata
Karl Garðars says
Manchester united er ekki búið að spila sóknarbolta síðan Fergie hætti. Það mun taka þá einhvern tíma að staðsetja markið aftur. Spilamennskan var aftur mjög skemmtileg á köflum en mér fannst dómarinn vera heilt yfir lélegasti maðurinn á vellinum. Þetta var fokking vatnsbrúsi en ekki köttur eða dvergur for crying out loud!!! Sá að vísu ekki hvort þessi vatnsbrúsi hafi farið í augað á einhverjum krakkaandskota en kommon!
Þetta kemur hjá okkur þegar vörnin slípast. Markið okkar var frábært og mér finnst margir leikmenn hafa átt ágætis leik en það skorti á úthald og einbeitingu. Erum við að fara að sjá Basti inn í næsta leik?? Ég spái honum innáskiptum á 77mín í.þ.m.
Gunn says
Björn. Jaáá eg er enþá hlæjandi eftir þennan leik
Kjartan says
Magnað hvað Móri er þegar búinn að gera mörg mistök og tímabilið er ekki einu sinni hálfnað. Man Utd er ekki með sjötta besta lið englands, Móri er ekki að ná nógu miklu út úr þessum hóp. Hinsvegar er gott að hafa framkvæmdarstjóra með smá passion, sérstaklega eftir 3 ár með LvG og the Ginger Goblin.
Evrópudeildin hefði átt að vera vettvangur þar sem „squad“ leikmenn fá að spila, rétt eins og deildarbikarinn. Menn eins og Romero, Darmian, Mensah, Fellaini, Rooney, Depay, Rasford & Lingard eiga að spila helst hverja einustu mínútu í þessum leikjum m.a. til að byggja upp sjálfstraust. En Móri hinsvegar lætur Pogba og Zlatan spila næstum hverja einustu mínútu í þessum tveim keppnum. ÞEtta er klárlega að bitna á frammistöðunni í deildinni.
Deildin verður að vera forgangsatriði númer 1,2 og 3. Skítt með evrópudeildina og Carling bikarinn, lið eins og Liverpool vinna þessar keppnir Man Utd á ekkert að vera spá í þeim.
Ég spáði 1-1 á móti West Ham, eftir að ég sá byrjunarliðið í evrópudeildinni, því miður hafði ég rétt fyrir mér.
Rúnar P says
Fékk að horfa á þennan leik úr stúkunni og þessir fjorir hlutir fóru geðveikt í taugarnar á mér (fyrir utan vitlaust byrjunarliðs val)
1. Rasford er ekki kantmaður
2. Lingard var lélegasta maðurinn á vellinum
3. Liðið hrundu alveg þegar Fellaini fékk að koma inn á
4. Liðið skilar boltanum allt og hægt frá sér og liðsmenn voru langt frá þvi að vera hreyfanlegir
Ömurlegt og voðalega erfitt að horfa alltaf upp á þetta
Bergur says
Við erum að setja tugmilljónir punda í nýja leikmenn á hverju ári og skiptum um þjálfara eins og nærbuxur en það virðist engu breyta. Er eitthvað í vatninu á OT eða hvað er í gangi? Við höfum ekki náð að skila almennilegu tímabili síðan SAF hætti og ég er að gefast upp. Ég fer bara að fylgjast með Gylfa okkar. Hann er þó að sýna ástríðu.
Hjörtur says
Ég var afskaplega ánægður að fá Móra, en nú er ég farinn að setja stórt ? við hann. Hvers vegna í andskotanum eru alltaf þessar róteringar með liðið, það var flottur leikur hjá þeim móti Feyenoord, því ekki að nota þá leikmenn, sé ekki mikið athugavert ef menn spila á fimmtudegi, að láta þá spila aftur á sunnudegi. En staðreyndin er sú að í þessum fjórum jafnteflisleikjum á OT þá hafa markmenn mótherjan sennilegast átt sína bestu leiki á ferlinum, þeir hafa átt ótrúlegustu markvörslur. Svo verður Móri að fara að hemja skap sitt, það deilir enginn við dómarann, og spurning hvort það komi ekki bara niður á liðinu, að það fái að kenna á hans skapbrestum hjá dómurum, hver veit.
Rúnar Geir says
Ég verð að vera algjörlega ósammála skrifunum um dýfuna hjá Pogba. Þetta var blygðunarlaus dýfa, og ef þetta var villt tækling sem veldur því að maður hendir sér á magann þá á maður að fá sér vinnu við eitthvað annað en afskaplega boltann.
Og hvað Móra varðar, þá getur hann sjálfum sér um kennt… eitthvað sem hann gerir ekki og mun aldrei gera.
http://witty-futty.tumblr.com/post/153738910260/watch-the-most-expensive-dive-in-football
Halldór Marteins says
Allt í góðu, Rúnar Geir, um að gera að tjá ólíkar skoðanir. Ég stend þó við skrifin og er ósammála þér.
Pogba var greinilega á því sjálfur að hann hafi bara verið að stökkva upp úr tæklingu, hann sagði það við dómarann á leiðinni inn í hálfleik.
Ýmsir blaðamenn eru líka á þeirri skoðun að Pogba hafi bara verið að stökkva upp úr tæklingu.
Þá hefur einn blaðamaður Manchester Evening News haldið því fram að Noble sjálfur hafi viðurkennt það í viðtali eftir leik að ef Pogba hefði ekki stokkið upp úr tæklingunni þá hefði hann sparkað í hann.
En vissulega er þetta allt huglægt mat á stöðunni. Þess vegna getum við verið ósammála um þetta og báðir haft eitthvað til síns máls.
Róbert says
Það má vel vera að hann hoppi úr tæklingunni og það er allt í lagi en það er vel hægt að sjá á þessu að hann losar sig við boltann og hoppar og dýfir sér niður. Prufið að hoppa svona aðeins til hliðar þið naið alveg að lenda á fótunum er það ekki? Þetta er spurning um lendinguna en ekki hoppið sjálft það þarf ekkert að skutla sér svona niður við þetta.
Halldór Marteins says
Hægar endursýningar geta verið mjög blekkjandi og látið viðbrögð sem gerast á broti úr sekúndu líta út fyrir að vera yfirvegaða ákvörðun.
Pogba er ekki beint að stökkva upp í loftið, hann nær engri hæð heldur er meira bara að slengja löppunum aftur á bak. Prófaðu að gera það, stökkva þannig að aðeins lappirnar fyrir neðan hné fari upp á við á meðan restin af þér er á leið niður og sjáðu hversu auðvelt það er að lenda aftur á löppunum á þetta stuttum tíma.
Pogba nær ekki einu sinni að spyrna sér frá jörðinni, hann hefur ekki tíma til þess. Þetta eru ósjálfráð viðbrögð til að bjarga löppunum úr tæklingunni. Mitt mat.
Sverrir says
„Hægar endursýningar geta verið mjög blekkjandi og látið viðbrögð sem gerast á broti úr sekúndu líta út fyrir að vera yfirvegaða ákvörðun.“ Er þetta heimskulegasta komment sem að ég hef heyrt?
Keane says
Nei Sverrir. Endurtekning þín á því sem þú hefur heyrt er með því heimskasta sem ég hef séð..
Halldór Marteins says
Ó, snap! :D
Ef þú ert ósammála mér, Sverrir, þá væri ágætt að koma með einhverja aðeins meiri innsýn inn í þá skoðun.
Ég hef lengi verið á þessari skoðun, ekkert bara þegar kemur að United leikmönnum. Atvik sem eru sýnd margoft í mjög hægum endursýningum geta verið mjög blekkjandi.
DMS says
Verð nú bara að segja alveg eins og er að mér hefði fundist rétt að aðvara Mourinho á bekknum fyrir sparkið í vatnsbrúsann. En þar sem þetta er Mourinho þá virðist hann ekki eiga neitt inni hjá dómurunum. Hann verður að átta sig á því og hætta þessu. Hann mun fuðra upp ef hann heldur þessari „ég vs dómararnir“ vegferð sinni áfram. Arsene Wenger fékk ekki bann fyrir nákvæmlega sama uppátæki fyrir einhverjum árum síðan en var að vísu líka rekinn upp í stúku og fékk svo í kjölfarið afsökunarbeiðni – en reyndar var þá á reiki hvert átti að senda hann í stúkunni.
En vandamálin okkar eru fleiri en bara skapköst stjórans á hliðarlínunni. Við erum efstir í að nýta ekki dauðafæri skv. nýjustu tölfræði. Liðið er óstöðugt og framtíð nokkurra leikmanna virðist á reiki.
Ég er þó ekki jafn svartsýnn og margir. Vissulega finnst mér Mourinho mega höndla ýmis málefni á annan hátt. Ég undrast meðferð hans á sumum leikmönnum og hans aðferðir virðast oft undarlegar, en að sjálfsögðu veit maður ekki alla söguna. En liðið er að skapa sér mun fleiri færi en undir stjórn Louis van Gaal. Við erum að spila oft á tíðum ágætan fótbolta en boltinn er ekki að enda í netinu þrátt fyrir fín færi í undanförnum leikjum.
Ég trúi ekki öðru en þetta fari að detta. Það að reka stjóra í sífellu er ekki lausnin. Ég vona að við séum að fara í gegnum ákveðið vaxtarverkjatímabil. Þetta season verður erfitt og við munum ströggla að ná meistaradeildarsæti í deildinni. En Móri segist vera að byggja upp og sú uppbygging mun taka fleiri en nokkra mánuði. Það þarf að koma Henrikh Mkhitaryan í gang, til þess þarf hann mínútur á vellinum. Þessi gaur er quality! Carrick er lykilmaður, jafnvel þó hann sé 35 ára, við eigum að fara með hann sem slíkan. Evrópudeildin er að koma niður á deildinni hjá okkur, það kemur svo sem ekki á óvart enda hafa fleiri lið verið í þeim pakka. En Móri ákveður hverjir spila hvaða leiki og þar liggur hans ábyrgð. Losa þarf farþega úr þessu liði í félagskiptaglugganum næsta sumar og endurnýja í þeirra stað.
Ég hef enn trú á þessu verkefni þó staðan sé slæm núna í deildinni…
Tommi says
Verð að segja eins pirraður og maður er eftir undanfarna leiki, þá er maður eins bjartsýnn. Liðið er farið að spila sóknarbolta og í raun eru þessi jafntefli óskiljanlegam, við erum miklu betra liðið í þessum leikjum.
Vissulega er færa nýtingin ekki góð en það kemur. Markmenn andstæðinga hafa endurtekið átt stórleiki á móti okkur.
Mér finnst liðið hafa trú á verkefninu. Ég er því langt frá því að vera orðinn á móti Mourinho, þó að mér finnist að hann þurfi að tóna ákveðna hluti niður.
Líklega verðum við ekki englandsmeistarar í ár, en ég hef trú á top fjórum og litlum titli eða tveim.
Audunn says
Móri er á góðri leið með að fá sparkið hjá stjórn United.
Menn eins og Sir Alex og Sir Bobby láta ekki bjóða sér né stuðningsmönnum upp á þess háttar skrípaleik til lengdar, United er stærra og þroskaðra en þetta.
Hvort sem þetta var brot á Pogba eða ekki er bara algjört aukatriði í þessari umfjöllun, mér sýndist á vellinum þetta vera brot en svo sá ég sýnt úr leiknum daginn eftir og þá var ekki alls ekki viss.
Hvort sem er þá á og verður Móri að hafa hemil á sér og haga sér eins og maður.
Ég sagði þegar hann var ráðinn að ef hann ætlar ekki að rísa upp úr þessum barnaskap sínum þá endist hann ekki lengi á Old Trafford, hann fær ekki marga sénsa í viðbót.
Og hvað er þetta með að hann sé ekki búinn að kaupa sér hús á staðnum og koma sér fyrir? það finnst mér gjörsamlega fáránlegt af manni sem segist vera kominn til liðs sem hann vill vera hjá í mörg mörg mörg ár.
Er mjög hneykslaður á þessum manni eins og staðan er í dag og fatta bara ekkert hvað hann er að hugsa.
Endalaus mistök innan sem utan vallar standlaust er eitthvað sem verður ekki þolað lengi.
Að hann skuli ekki hafa spilað sama liði og var nýbúið að skora 4 mörk og spila mjög vel er varla bara mistök, það er eiginlega bara heimska.
Karl Gardars says
Ég skil manngreyið alveg afskaplega vel að vera ekki búinn að kaupa sér hús í Manchester.
Þó þeir séu líklega ekki mjög margir jafn neikvæðir og þú eftir að Móri tók við, þá finnast þeir alveg víðar og ég persónulega væri ekki að drífa mig í að fjárfesta í fodýrri eign þegar liðið er óðum að breytast í sacking club og atvinnuöryggi mínu væri ógnað nánast daglega í blaðaskrifum allt í boði úrtölufólks og neikvæðnispésa sem eiga að heita stuðningsmenn en eru farnir að hljóma eins og púlarar.
Takk Björn, DMS og Tommi ásamt fleirum fyrir jákvæða punkta. Ég er sammála. Þetta fer að smella hjá okkur og þá verður þetta rosalegt því gæðin eru vissulega til staðar og núna vantar bara smá Run til að ná stemmaranum upp í liðinu. Ég gæfi Móra hiklaust þessa leiktíð og næstu þó hann skilaði engu nema meistaradeildarsæti seinni leiktíðina.
Jörgen says
Alltaf gaman að heyra og sjá skoðanir annara. Gaman að bera saman hvernig menn tækla mótlæti hjá sínu félagi.
Ég til mig vera mikinn ManUtd man. Ég er ónýtur dagana eftir leik sem fer illa. Auðvitað skilur maður gremjuna í stuðningsmönnum sem eru orðnir þreyttir á að ná ekki sigrum í mörgum af síðustu leikjum. Viðukenni fúslega að í upphafi móts var ég margt undrandi á sumum af liða völum Móra, en hann virðist vera að finna sitt lið. Ég veit að við hefur ekki verið að vinna leiki, en komm the fock on hvað er að frétta………Þessi færi sem við höfum verið að fá í mörgum af þessum leikjum. Er þetta ekkert grín það er alveg grátlegt.
En er alveg hand viss að okkar maður snúi þessu… Ef spilamennskan og þessi færi halda áfram að koma þá hlítur þetta að detta.
Eitt neikvætt að loku:
Hvernig er það erum við ekki búin að fá á okkur 3 mörk á þessu tímabili á fyrstu hvað 2-3 mín?
Ef ég hef áhyggjur af einhverju þá er það. Frekar þreytt ef við ætlum að gefa andstæðiðnugm okkar eitt margt í forhönd.
En Flott síða hjá ykkur.
Björn Friðgeir says
Auðunn: Ég er oft ósammála þér en sjaldan eins og núna.
Til að taka fyrsta málið, Sir Alex og Sir Bobby ráða ekki (og miðað við track record hjá Sir Alex við stjóraráðningu þá á hann ekki að koma nálægt þeim). Það er ekki brottrekstrarsök að sparka í flösku. (blessunarlega fyrir Arséne) og þú ert greinilega búinn að gleyma hvernig Sir Alex lét oft, það var nú ekki kurteisin.
Í annann stað: „Rekum manninn af því hann er ekki búinn að kaupa hús sem sýnir að hann treystir okkur ekki til að reka sig ekki“ er ekki traustasta röksemdafærsla sem ég veit um.
Í þriðja lagi: Það er ekki lengur boðlegt í fótbolta í dag að spila með sama byrjunarlið í leikjum með þriggja daga millibili. Það er ekki heimska að rótera.
Ég er eins og fleiri sannfærður um að José sé á réttri leið. Það þýðir ekki að ég verði ekki á annari skoðun eftir ár eða átján mánuði, en að reka hann núna (og ráða hvern? Ef þú segir Ryan Giggs tek ég ekki frekar mark á þér) er alger firra. Það verður að gefa honum tækifæri til að finna sig í stöðunni, finna út úr liðinu og byggja upp frekar. Þetta tekur tíma.
Audunn says
Það er gott að sjá hversu vel stjórnendur þessara síðu eru farnir að höndla gagngrýni stuðninsmanna á Móra og liðið, þetta er farið að þokast nær og nær Kopp.is þar sem menn höndla bara ekki neina gagngrýni og því er best að útrýma henni með skítköstum (koma viðkomandi þá burt af síðunni) eða henda fólki út og banna það.
Ég veit ekki hvort ég eða þú @Björn höfum hugmynd um hversu mikil ítök Bobby og Alex hafa, það er algjörlega ómögulegt að segja til um það.
Held að það sé samt klárt mál að á þá er hlustað.
Hver talaði um að reka hann fyrir að vera ekki búinn að kaupa sér hús?
Lesa fyrst, tjá sig svo eða bara sleppa því.
Ég talaði um að það væri furðulegt af honum að vera ekki ennþá búinn að klára það mál ennþá og er ekki einn um þá skoðun.
Maður sem kemur að heilum hug og hefur trú á sjálfum sér á ekki að láta „nappa“ sig ef svo má segja á svona smáatriðum, en það er nú bara þannig að það er gert hvort sem þér líkar betur eða verr.
Fyrir hann að kaupa sér hús skiptir fjárhaldslega engu máli, hann er tvær vikur að vinna fyrir því c.a.
Þetta er svolítil spurning um að sýna að í verki að maður sé að skuldbinda sig 100% að verkinu og liðinu.
Ég hef ekki sagt að það ætti að reka hann (aftur lesa og svo tjá sig) man amk ekki eftir að hafa sagt það.
Ég sagði/meinti að ef hann heldi áfram á sömu braut þá fengi hann sparkið, það geta allir gert greinamun þarna á milli.
Er ekki lengur boðlegt að spila sama liði með nokkra daga millibili?
gerðist það bara í gær?
Nei það er ekki heimska að rótera en þegar liðið er ekki búið að ná hagstæðum úrslitum undanfarið og stjórinn greinilega ekki búinn að finna sitt besta lið þá hefði maður haldið það væri lag að reyna að gera sem fæstar breytingar frá því liði sem gekk vel í leiknum á undan.
Sérstaklega í leik sem sigur er svo mikilvægur fyrir liðið.
Ég nenni nú ekki að svara þessu kommenti frá @Karli Garðars
Hann sem aðdáandi á greinilega erfitt með að höndla það allir séu ekki á sömu skoðun.
Þetta er ekki trúfélag þar sem er á að vera leyfilegt að rífa í sig þá sem hafa aðrar skoðanir.
Stuðningsmenn United hafa aldrei verið feimnir við að tjá skoðanir sínar það vita þeir sem fara á leiki, styðja liðið og ræða við alvöru stuðningsmenn sem þar eru.
Það er afskaplega Liverpool-legt að ætla að berja niður skoðanir fólks á liðinu hverju sinni.
En bara svo það sé líka á hreinu þá hef ég aldrei talað fyrir neinu öðru en að Móri eigi að fá tíma og sénsinn.
Hef aldrei sagt neitt annað en ég hefði trú á verkefninu þótt hann sé alls ekki hafinn yfir gagngrýni.
Hann er hvorki að gera sér né liðinu greiða með því að sparka í vatnsbrúsa, gagngrýna dómara og kenna nánast öllum öðrum um um stöðu mála.
Mér finnst það vera veikleikamerki svo ég segi nú bara eins og er.
og trúið mér þegar ég segi að það eru allir að leita af veikleikamerki þegar að Móra kemur enda afar umdeildur stjóri þar á ferð.
Halldór Marteins (@halldorm) says
„þetta er farið að þokast nær og nær Kopp.is þar sem menn höndla bara ekki neina gagngrýni og því er best að útrýma henni með skítköstum (koma viðkomandi þá burt af síðunni) eða henda fólki út og banna það.“
Það vantar ekki dramatíkina :D
Kannski eru þín gleraugu eitthvað öðruvísi en mín, Auðunn, en ég sé ekkert skítkast í þessu svari frá Bjössa. Það hlýtur nú að vera eðlilegt að mega tjá sig og svara þeim sem maður er ósammála.
Ef eitthvað er finnst mér þú nú nær því að vera með skítkast, dæmi:
„Lesa fyrst, tjá sig svo eða bara sleppa því.“
„það geta allir gert greinamun þarna á milli.“
„það vita þeir sem fara á leiki, styðja liðið og ræða við alvöru stuðningsmenn sem þar eru.“
Ekki í fyrsta skipti sem ég sé þig nota hugtakið „alvöru stuðningsmenn“ til að tala um einhverja aðra en venjulegan stuðningsmann á Íslandi. Sem væntanlega veit lítið í sinn haus…
Bjössi, Karl Garðars og fleiri eru ósammála þér, Auðunn. Það hlýtur þeim að leyfast. Þeir svara þér og færa ágætis rök fyrir því hvers vegna þeir eru á annarri skoðun. Það er hvorki skítkast né Liverpool-leg leið til að reyna að berja niður skoðanir fólks. Þvert á móti er það eðlileg umræða um liðið sem við styðjum allir og málefni tengdu því sem við getum verið ósammála um. Ef það væru allir sammála um allt, þá væri lítið að ræða.
Magnús Þór says
@Audunn: „Það er gott að sjá hversu vel stjórnendur þessara síðu eru farnir að höndla gagngrýni stuðninsmanna á Móra og liðið, þetta er farið að þokast nær og nær Kopp.is þar sem menn höndla bara ekki neina gagngrýni og því er best að útrýma henni með skítköstum (koma viðkomandi þá burt af síðunni) eða henda fólki út og banna það.“
Ég veit ekki betur en að þú fáir að tjá þig af hjartans lyst á þessari síðu okkar. Það mega aðrir gera líka. Ef þú slengir einhverju fram þá mega aðrir vera ósammála.
PS: Held að nú notist við einhverja aðra skilgreiningu á orðinu „skítkast“ ef það er þín upplifun af svari Björns sem var mjög málefnalegt og yfirvegað.
Audunn says
Enginn að tala um að Bjössi hefði verið með skítkast.
Þarna var aðeins verið að benda á staðreyndir eins og ég hef aldrei sagt að það ætti að reka Móra fyrir að vera ekki búinn að versla sér húsnæði né komið með röksemdir að svo ætti að gera eins og fram kom í orðum Bjössa.
Aldrei sagt að Móri ætti ekki að fá sénsinn með þetta lið þótt ég furðaði mig oft á hans ákvörðunum og aldrei sagt að það sé brottrekstarsök að sparka í flösku.
Þannig að þarna er/var ákveðin einföldun og útisnúningar sem er ákveðinn hroki.
Það var Karl sem gaf það í skyn að þeir sem gagngrýndu Móra væru úrtölufólk og varla stuðningsmenn. Amk gat ég lesið það út úr hans orðum.
já ég set ekki samansemmerki á milli stuðningsmanna og aðdáanda, hef aldrei verið feiminn að tjá mína skoðun á því máli.
Ég persónulega er ekki hálfur stuðningsmaður liðsins á við tugþúsundir sem mæta á alla leiki hvort sem þeir eru á Old Trafford eða úti leikir, lifa og hrærast í öllu sem viðkemur United allan daginn og eyða nánast öllum sínum launum í stuðning við liðið á einn eða annan hátt.
Þetta er fólkið er partur af liðinu, þetta er fólkið sem skefur aldrei undan þegar þeir tjá skoðanir sínar hvort sem það er á pöbbnum, í vinnunni osfr.
Þetta eru stunðningsmenn liðsins, margir þeirra segja að það sé mikill munur á að vera fan annarsvegar og svo supporter hinsvegar , ég er þeim alveg hjartanlega sammála.