Maggi, Halldór, Tryggvi og Björn Friðgeir settust niður og ræddu leikmannaslúður og fréttir því tengdu. Antoine Griezmann, Alvaro Morata og David de Gea voru ræddir ásamt öðrum.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 38.þáttur
Björn Friðgeir says
Lindelöf er svo kominn aftur í fréttirnar í Portúgal og skv þeim verður þetta frágengið á næstu dögum.
http://sportwitness.co.uk/player-set-travel-manchester-united-medical-complete-e40m-summer-transfer/
Bjarni says
Er Lindelöf ekki alveg þokkalegur spilari? Annars er ég mikið að velta fyrir mér þessum fréttum um Morata, bossinn vill fá hann, hann vill aldrei fara, er í landsliði Spánar þrátt fyrir að vera varaskeifa hjá Real. Mér finnst hann vera flottur leikmaður en hefur hann nokkurn tímann verið „aðal“ í sínu liði (nema kannski Juve sem lánsmaður).
Annars eru flestar fréttir ekki marktakandi á og jafnvel best fyrir sálartetrið að bíða eftir staðfestum kaupum þó seint komi. Það er vinnan bakvið tjöldin sem skilar árangri.
Björn Friðgeir says
Eftir því sem maður heyrir meira af Lindelöf líst manni betur á þetta. Fínn varnarlega en fyrst og fremst spilandi leikmaður.
Svíar spila við Frakka í kvöld fyrir þau sem vilja skoða drenginn
Auðunn says
Góðar pælingar allt saman.
Núna er staðfest að Zlatan fær ekki nýjan samning og það vita allir sem vilja að Rooney er búinn og alls ekki ólíklegt að hann fari nema fégræðgin ráði þar ríkjum og hann ákveði að sitja á bekknum næsta timabil og fara svo frítt 2018. Það kæmi mér alls ekkert á óvart enda Rooney þannig týpa af manni.
Hvort sem verður þá er ég bara efins um að það dugi að kaupa einn framherja ætli liðið sér stóra hluti á næsta tímabili.
Ef Morata meiðist í 3-5 vikur (gefum okkur það að hann komi) þá er liðið ekkert í góðum málum þannig séð. Rashford er gífurlegt efni en hann er ennþá kornungur og mistækur sem og Martial.
Hvað miðjuna varðar þá er ég líka efins um að það dugi að kaupa einn miðjumann ætli liðið sér stóra hluti.
Það fóru tveir miðjumenn á þessu ári, leikmenn sem hefði heldur betur verið hægt að nýta þegar á leið tímabilið, sérstaklega síðustu 3 mánuði eða svo.
Carrick er ekki að fara að spila mikið þannig að ég held að það sé alveg deginum ljósara að einn miðjumaður er alls ekki nóg.
Ofan á þetta þarf liðið að kaupa miðvörð og vinstri bakvörð.
Darmian er ekki nægilega góður og Shaw mikið meiddur.
Það eiga líka klárlega einhverjir eftir að fara, ég nefndi Rooney áðan og svo finnst mér líklegt að Young og Smalling fari.
Ég bið til guðs á hverjum degi að ákveðinn leikmaður fari sem ég ætla ekki að nefna á nafn.
Hann er afskaplega hárprúður og virkilega lélegur knattspyrnumaður.
Þannig að þegar þetta er allt tekið saman þá þyrftu fimm leikmenn að fara og amk sex að koma í staðinn. Það er reyndar ólíklegt að svo verði.
Björn Friðgeir says
Auðunn: Get svo svarið það að ég vil helst eyða. öllum innleggjum þínum í framtíðinni sem minnast á Fellaini nema greinin minnist á Fellaini. Þú ert eins og frekur krakki.
Auðunn says
Noh.. það hefur bara verið hringt í vælubílinn.
En Björn: Ef þú vilt fara útí ritskoðun eins og félagar þínir á kop.is þá verði þér að góðu.
Það er undarlegt að saka stuðningsmenn United um frekju vilji þeir styrkja liðið verulega sem ekki veitir af, þeir sem halda öðru fram eru greinilega ekki með hausinn rétt skrúfaðan á.
Þér til upplýsinga þá endaði United í 6. sæti í deildinni 24 stigum á eftir Chelsea, það segir allt sem segja þarf um gæði liðsins í dag.
United þarf að styrkja sig verulega á öllum stöðu á vellinum.
Og eins undarlegt og það nú hljómar þá kom slúður í morgun að United ætlaði sér bæði að kaupa Morata og Belotti, hvort það sé tómt slúður eða ekki á eftir að koma í ljós en augljóst að það er ekki bara ég sem held því fram að liðið þurfi á fleiri en einum sóknarmanni að halda.
og talandi um frekju, þá ætla ég að halda henni áfram og óska þess að United láti reyna á Spurs með því að bjóði 95-110 milj punda í Harry Kane og sleppi í staðinn að bjóða í annaðhvort Morata eða Belotti.
United á alltaf að vera á eftir leikmanni eins og Harry Kane, svoleiðis gæða leikmenn vilja stuðningsmenn sjá keypta til liðsins.
Það er þá betra að kaupa færri gæðaleikmenn heldur en marga miðlungsleikmenn sem ekki eru boðlegir fyrir lið eins og Man.Utd.
einar__ says
Topp podkast einsog alltaf! Þúsund þakkir fyrir að viðhalda þessum snilldarvef. Það er barnalegt að gera lítið úr vef erkifjanda okkar kop.is sem er einnig stórgóður. Ég trúi ekki öðru en að hugsanleg „ritskoðun“ hér og þar hafi einungis með augljós troll og barnaleg skítköst að gera.
Liðið er að missa Zlatan og svo er Rooney á síðustu metrunum. Hugsanlega hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir klúbbinn.
Liðið skoraði 54 mörk í deildinni í fyrra. Meira en 20 mörkum færra en liðin 5 fyrir ofan okkur. Fjandinn, Bournmouth skoraði fleiri mörk en við. Ég nenni ekki einu sinni að minnast aftur á fjölda jafntefla. Það er því augljóst að það verður allt kapp lagt á að laga framlínuna.
Þetta eru örvæntingarfull staða og liðið á fullt af pening. Þetta sjá liðin í kringum okkur því virðist sem 15-20m sé skellt ofan á allar eðlilega upphæðir þegar United mætir á svæðið.
Nýjasta slúðrið segir að upphæðin sé á milli 64m-76m pund fyrir Morata. Nei fjandinn hafi það, ég ætla rétt að vona að hann verði ekki keyptur fyrir slíka rugl upphæð. Hann er engan vegin þess virði – Þetta er hinn spænski Welbeck – frekar vill ég kaupa okkar Welbeck aftur!
Bölvuð leiðindi með Griezmann, hann hefði verið augljóst svart. Ég veit að það er ansi mikil frekja að segja það, en Morata er fyrir mér er óspennandi og dýr kostur. Þó okkur vanti framherja mjög mikið.
Róbert says
Snilldar bodcast og takk fyrir strákar.
Verð þó að segja að Þessi síðasta færsla var þér ekki til sóma Björn, frekar kjánaleg.
Algjörlega spot on Einar.
Það er sturlun að borga þessa upphæð fyrir Morata.
Frekar myndi ég eyða peningum í Costa þrátt fyrir að hann sé ekki beint uppáhalds en við vitum hvað hann getur upp við markið.
Björn Friðgeir says
Að langa að gera eitthvað og að gera eitthvað er tvennt ólíkt ;)
En annars eru bara fyrstu kaupin orðin staðfest! http://www.raududjoflarnir.is/2017/06/10/stadfest-united-og-benfica-semja-um-kaup-a-lindelof/