Our latest box office signing is Made for Manchester: @RomeluLukaku9! https://t.co/q2QG4SEGvn pic.twitter.com/cr7N5zOmZK
— Manchester United (@ManUtd) July 10, 2017
Jæja. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru. Samkvæmt öllu var Romelu Lukaku á leiðinni aftur til Chelsea á meðan Alvaro Morata var talinn vera að ganga til liðs við Manchester United.
Svo á fimmtudaginn 6. júlí James Ducker hjá The Telegraph þessi tíst um að Manchester United og Everton hefðu komist að samkomulagi um kaup United á belgíska framherjanum Romelu Lukaku.
#MUFC have agreed a £75m fee with Everton for Lukaku. Hopeful deal will be conclude so he can fly on tour on Sun. Morata interest ended
— James Ducker (@TelegraphDucker) July 6, 2017
Rooney likely to join Everton in return but they're treating that as a separate deal. No doubt it helped United's hand in Lukaku though
— James Ducker (@TelegraphDucker) July 6, 2017
Eftir þetta fóru allir fréttamiðlar ytra að segja sömu fréttina. Lukaku var á leiðinni til Manchester United.
Lukaku var búinn að vera í fríi í Los Angeles með Paul Pogba og nú leit allt út fyrir að þeir félagarnir myndu mæta saman til fundar við aðra leikmenn United á sunnudeginum 9. júlí en þá mætir Manchester United í æfingaferð til Bandaríkjanna.
Á laugardeginum 8. júlí birti Manchester United svo þetta tíst á Twitter síðu sinni og staðfesti þar með að félagið væri korter í að staðfesta Lukaku sem leikmann Manchester United. Svo virðist sem Wayne Rooney sé að fara í hina áttina sem hluti af samningnum en við ræðum það síðar.
#MUFC is delighted to announce a fee has been agreed with Everton for the transfer of Romelu Lukaku, subject to a medical & personal terms. pic.twitter.com/O7oQJWzYHo
— Manchester United (@ManUtd) July 8, 2017
Samkvæmt helstu miðlunum þarna úti eru United í raun að stela Lukaku beint undan nefinu á Chelsea en þeir töldu sig vera í forystu varðandi kaup á leikmanninum. Hvort þetta þýði að United eigi nú minni möguleika á að fá Nemanja Matic verður ósagt látið en ef til vill eru það sömuleiðis Fake News eins og áhugi United á Morata virtist vera.
Persónulega var ég ekki viss um hvort Lukaku væri sá leikmaður sem Manchester United þyrfti á að halda og taldi ég að Morata væri ef til vill betri kostur. En ef við tökum Harry Kane úr jöfnunni þá er í raun enginn leikmaður á markaðnum sem ætti að vera jafn öruggur með að skora mörk fyrir Manchester United og Romelu Lukaku.
Tölfræðin hér að neðan talar sínu máli en ekkert lið var verra í að nýta dauðafæri síðasta vetur heldur en Manchester United.
Romelu Lukaku: No player scored more clear-cut goalscoring opportunities than Lukaku (18) in the Premier League last season pic.twitter.com/DtOmbOTLaq
— WhoScored.com (@WhoScored) July 6, 2017
Það er því ekki að ástæðulausu fyrir því að stuðningsmenn Manchester United iða í skinninu eftir að sjá Romelu Lukaku á vellinum. Hann er aðeins 24 ára gamall og getur því enn bætt leik sinn. Með betri samherjum en áður eru svo enn meiri líkur á að hann taki leik sinn upp á næsta stig. Svo er vert að nefna að síðasti framherji sem United keypti frá Everton átti ágætis feril á Old Trafford.
Wayne Rooney tribute by Sky Sports. Worth a watch! #MUFC pic.twitter.com/Yk0NBhXJd0
— Man Utd Channel (@ManUtdChannel) July 6, 2017
Hvað er United að fá fyrir peninginn?
Það fær leikmann sem skorar mörk – sama hvort það er með vinstri, hægri eða skalla – Lukaku skorar mörk.
Tímabilið 2016/2017: Mörk með vinstri fæti: 12. Mörk með hægri fæti: 7. Mörk með skalla: 6. Stoðsendingar: 6. Færi sköpuð: 46.
Tímabilið 2015/2016: Mörk með vinstri fæti: 9. Mörk með hægri fæti: 5. Mörk með skalla: 4. Stoðsendingar: 6. Færi sköpuð: 51.
Telegraph hefur fjallað um hvað United fær með kaupum á Lukaku. Til að byrja með eru þeir að kaupa næst markahæsta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Hann er þó ekkert eins tímabils undur en Lukaku hefur skorað 10+ mörk síðustu fimm tímabil – og það aðeins 24 ára að aldri.
Eins og flestir vita er Lukau vaxinn eins og naut enda oftar en ekki kallaður #Beastaku á samfélagsmiðlum. Ólíkt Zlatan þá er Lukaku alltaf á ferðinni og einn af hans helstu kostum eru hversu góður hann er í skyndisóknum vegna þess hve óhemju fljótur hann er með knöttinn. Þá er ekki aðeins átt við að hann sé fljótur miðað við mann sem segist vera 100 kg í fullkomnu leikformi heldur er hann með gífurlegan hraða sem og sprengikraft.
Zlatan er þó töluvert klókari en Lukaku og eflaust mun betri í að búa sér til pláss. Í draumaheimi þá mun Zlatan þó gefa Lukaku nokkra punkta í vetur og vonandi mun Lukaku læra eitthvað af sænska galdramanninum. Það væri blautur draumur. Ef Zlatan jafnar sig svo af meiðslunum þá yrði draumurinn töluvert betri ef maður sæi þá saman á vellinum. Þó það væri aðeins í einn leik.
#mufc began working on a deal for Lukaku within days of Ibrahimovic's injury in April [mirror]
— utdreport (@utdreport) July 8, 2017
Svo vonar maður að Lukaku & Pogba nái jafn vel saman og Zlatan & Pogba en miðað við myndbönd af þeim félögum á Instagram hjá Pogba þá ætti tengingin að vera til staðar. Ef þeir ná að tengja almennilega við hvorn annan þá er lítið sem getur stöðvað þá á næsta tímabili.
Endum þetta á smá Youtube veislu. Njótið.
Stefan says
Sælir og takk fyrir upplýsingarnar,þetta eru í sjálfu sér góð tíðindi þótt ég persónulega hafi ákveðnar efasemdir um þessi kaup eins og er.
En eru þið virkilega að reyna að halda þvi fram að fréttir um àhuga United á Morata hafi verið fake news? Hvað hafa menn fyrir sér í því?
Þetta lítur alveg eins út og United hafi ekki tekist að ná samkomulagi við Real og þvi stökkið à þennan leikmann enda ekki hægt að eyða meiri tíma að eltast víð Real.
Heiðar says
Akkúrat framherjinn sem ég vildi (Harry Kane var aldrei að fara frá Spurs). Maður sem er BÚINN að sanna sig í úrvalsdeildinni á Englandi. Engin spurningamerki hér. Vitum nákvæmlega hvað við erum að kaupa. Eini sénsinn er að hann gæti orðið enn betri en hann er núna sökum aldurs.
Eftir þessi kaup og brotthvarf Rooney er ég orðinn hóflega bjartsýnn að Zlatan sé í framtíðarplönum Mourinho – enda þótt hann komi kannski ekki til leiks fyrr en í janúar. Það er langt tímabil fyrir höndum og meistaradeildin þar á meðal. Ef Lukaku verður okkar eini striker (með Martial og Rashford sem kantara/framherja) þá gæti innkoma Zlatan um áramót verið fínn tímapunktur þegar álagið fer að aukast.
Nú er spurningin hvort Mourinho geri eitthvað meira á markaðnum. Treystir hann Luke Shaw eða verður farið í að kaupa nýjan vinstri bakvörð? Spurning með vinstri kantmann?
Heiðar says
Michael Carrick announced as new Manchester United captain.
Uuuu hvað er að frella hérna, hann sleppur ekki einu sinni í liðið
Runólfur Trausti says
Sjáðu hver er númer 2 í röðinni @Heiðar
Þetta er virðingarvottur frekar en eitthvað annað. Nokkuð ljóst að Ander Herrera er nýji fyrirliði félagsins 😍
Óli says
Bind ótrúlegar vonir við þennan mann. Vona að hann verði okkar Drogba.
Ólíkt öðrum er ég ekki hrifinn af þessu endalausa sprelli hjá Pogba sem Lukaku virðist einnig vera virkur í. Ég allavega vona að þessir menn séu í fótbolta til að vinna titla en ekki eitthvað allt annað.