Maggi, Tryggvi, Björn og Halldór settust niður og fóru yfir sigrana gegn Derby County í FA bikarnum og gegn Stoke City í deildinni.Yfirvofandi skiptum Arsenal og Manchester United á þeim Henrikh Mkhitaryan og Alexis Sanchez voru gerð góð skil og einnig tókum við spurningar frá hlustendum og lesendum.
Endilega takið þátt með kommentum og reynym að ná upp skemmtilegri umræðu.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 46. þáttur
Helgi P says
það verður sterkt að fá Sanchez núna
Eiki Jay says
Björn fer ekki að koma að Ársfjórðungsuppgjör eða hreinlega ársuppjöri?
Karl Garðars says
Þetta podcast var pleasant surprise! Ætlaði bara rétt að kíkja hingað.
Maður er að heyra tölur upp í 500.000£ á viku sem er fjári hressilegt. Ekkert mál að keyra þetta saman við kaupverð vs markaðsverð og koma út í mígandi plús en hvernig fer þetta dæmi eiginlega með launaþakið?
Er staðan virkilega það góð að þetta sé ekkert mál og meira til næsta sumar?
Þá fer maður nú að taka glazer hatrið á næsta stig
Björn Friðgeir says
Eiki Jay: Ársuppgjörið endar í júni, kemur í júlí/ágúst, en ársfjórðungs uppgjörið ætti að koma fljótlega fyrir 2. ársfjórðung 17/18 fjárhagsársins. En það er svo sem ekkert sem kemur á óvart þar, engar nýjar tekjur
Já, það eru allskonar launatölur að koma. Þetta er auðvitað af því að hann er að fá hluta af kaupverðinu beint í vasann. Vonandi auðvitað að þetta stuði menn ekki um of.
Næstu hækkanir í tekjum koma væntanlega ekki fyrr en næsti útlandasjónvarpssamningur kemur, sem er held ég *ekki* í ár.