B-deildarlið Derby kom, sá og sigraði í 3. umferð enska deildabikarsins á Old Trafford í kvöld er Manchester United mistókst að vinna þriðja heimaleikinn í röð. Úff. Staðan var 2:2-eftir venjulegan leiktíma og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni (framlengingunni hefur verið kippt út úr fyrri umferðum) og þar máttu okkar menn þola 8:7-tap en Phil Jones var sá eini sem klúðraði spyrnu í kvöld.
Varamenn: Grant (M), Smalling, Darmian, Fred, McTominay, Fellaini, Sánchez.
Þetta fór ágætlega af stað. Anthony Martial gerði frábærlega í að taka á móti boltanum á vinstri kantinum áður en hann renndi fyrir markið, þar áttu Romelu Lukaku og Jesse Lingard snertingar áður en Juan Mata stýrði boltanum snyrtilega í fjærhornið. Staðan orðin 1:0-eftir aðeins þrjár mínútur. Eftir það átti kvöldið þó bara eftir að versna.
Harry Wilson, að láni frá Liverpool, jafnaði metin eftir klukkutímaleik með frábærri aukaspyrnu af 30 metra færi og sjö mínútum síðar ákvað Sergio Romero að handleika knöttinn utan teigs; hann fékk rautt spjald að launum. Gestirnir, undir stjórn Frank Lampard, nýtti liðsmuninn og komust yfir á 85. mínútu. Lee Grant (sem kom inn í markið eftir rauða spjald Romero) varði þá skot beint út í teig og Jack Marriott fylgdi á eftir, skallaði boltann í netið. Það stefndi því allt í óvænt tap þegar Marouane Fellaini stangaði boltann í netið á fjærstönginni eftir glæsilega fyrirgjög Diogo Dalot seint í uppbótartíma. Vítaspyrnukeppni.
Þar fór sem fór. Hver vítaspyrnan á fætur annarri var glæsileg hjá leikmönnum beggja liða, boltinn iðulega settur beint upp í samskeytin, allt þangað til Phil Jones steig á stokk. Hann setti boltann lausan til vinstri við Scott Carson sem skutlaði sér auðveldlega í hornið og varði. Derby áfram við mikinn fögnuð þeirra 3.000 stuðningsmanna sem gerðu sér ferð á Old Trafford í kvöld.
Staðan orðin ljót í september
Manchester United er í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Liverpool, og strax úr leik í fyrstu bikarkeppni tímabilsins. Mourinho gerði níu breytingar á liðinu eftir jafnteflið gegn Úlfunum í deildinni um helgina (Lukaku og Lingard voru þeir einu sem héldu sæti sínu) en hann var engu að síður ekki að tefla fram neinu varaliði.
Fyrir leik bárust svo fréttir þess efnis að samband Mourinho og Paul Pogba hafi súrnað enn frekar. Nú hefur stjórinn víst tilkynnt Frakkanum að hann muni ekki bera fyrirliðabandið hjá liðinu aftur en Pogba lét auðvitað (eins og oft áður) í sér heyra eftir leikinn gegn Wolves.
Erfið staða, ömurleg staða. Næst er það ferð til Lundúna og leikur gegn West Ham. Áfram með smjörið.
Kjartan says
Peirera, sem spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Brasilíu um daginn, er ekki treystandi til að spila gegn Derby 🤔
Af hverju fá Matic og Lukaku ekki hvíld???
Ég spái 1 – 0 í hundleiðinlegum leik.
Bjarni says
Flott sókn í markinu en því miður er vörnin sofandi eins og svo oft áður.
Bjarni says
Glæsilegt mark og verðskuldað. Hehehe get ekki annað en hlegið að þessu. Hörmungarlið, vörnin brandari, miðjan engin og sóknarmenn útá þekju. Er ég að gleyma einhverju?
Kjartan says
Derby búnir að jafna, get ekki sagt annað en það sé verðskuldað
Georg says
Eitthvað er þessi formúla kunnuleg…..yfir í hálfleik og missa svo allt niðrum sig í seinni…
EgillG says
Móri verður að fara. þetta er bara hörmung og langt fyrir neðan okkar standard
gummi says
Þetta er orðið svo mikið skíta lið jæja Móra fan þið hljótið að vera sáttir með ykkar mann
Turninn Pallister says
Jæja, ég hef reynt að vera eins jákvæður og ég mögulega get verið. En nú er maður eiginlega kominn með nóg.
Alveg sama hvernig þessi vítaspyrnukeppni fer, það verður eitthvað mikið að breytast, þjálfari eða leikmenn. Þar sem mér finnst ólíklegt að allt liðið verði rekið á einu bretti, svo að sennilegast er það Mourinho sem verður að fara. Mér hryllir við að sjá þessa hörmung spila á móti liðunum í top 6. Við erum ekki búnir að falla aðeins afturúr, við erum mörgum mílum fyrir aftan bestu lið Englands á öllum sviðum í dag.
Mourinho says
HAHAHA!
Sindri says
Jæja. Nóg er nóg.
Mourinho hefur haft nægan tíma og nógan pening. Borga honum frekar upp samninginn og þess vegna setja kartöflu í stjórastólinn. Þetta getur ekki versnað miðað við hve góðir einstaklingar spila í liðinu
Ingvar says
Var búinn að hugsa alveg risa pistil sem ég ætlaði að dúndra niður í mjög gott comment en ég bara nennti því ekki skyndilega, ekki frekar en leilmennirnir okkar nenni að sýna ástríðu fyrir því sem þeir eru að gera.
En tek hatt minn ofan fyrir Derby, voru flottir og vildu þetta margfallt meira en við. Við vorum í öðru sæti í öllu í leiknum, áttum ekki einu sinni skilið séns í vító.
Bjarni says
Og ekki gleyma einu, Ingvar. Lampard pakkaði mentornum sínum saman.
Auðunn says
Liðið í dag er rjúkandi rúst innan sem utan vallar.
Þeir sem halda öðru fram og eru enn á því að Mourinho sé á réttri leið með þetta lið eru með hausinn á sér langt á kafi upp í rassgatinu á sér. Svo langt að þeim er ekki viðbjargandi.
Það er ekkert.. nákvæmlega ekkert. Ekki nokkur andskotans hlutur sem er jákvæður þegar kemur að þessu líði undir núverandi stjóra. Ekki einn hlutur. Enginn.
Spilamennska liðsins er rjúkandi rúst frá markmanni til framherja.
Þetta er hreinn viðbjóður.
Er einhver sem vill halda Mourinho sem stjóra? Fyrir utan stuðningsmenn annarra liða auðvitað.
Timbo says
Það að Phil Jones skuli ennþá vera á launaskrá hjá united eftir hazard niðurlæginguna veldur mér mikilli ógleði. Svo f***ing lélegir er Bailly og Lindelöf.
Leikmennirnir, stjórinn, woody og glazer-arnir eiga hvern annan skilið. Við stuðningsmenn munum þrauka þetta út en þess er óskandi að félagið vakni upp úr rotinu sem fyrst. Það er á eftir að missa miklar vinsældir með næstu kynslóð ef hlutirnir breytast ekki.
KáriKáriKári says
nokkrir punktar:
1. Mourinho þarf bara að fara ef liðið ætlar að komast á sinn rétta standard
2. Dalot er okkar besti hægri bakvörður
3. Þurfum að selja Jones, Young og eimnhverja fleiri
4. Hef mikla trú á Lindelöf og tel að hann geti orðið virkilega öflugur.
5. Fáum inn Zidane!!!! Spilar skemmtilegan bolta.. eitthvað sem við þurfum
Helgi P says
miðað við hvernig þetta lið er að spila undir stjórn Móra þá eigum við ekki skilið að fá neitt útur þessum leikjum þetta tímabil er að fara enda í einhverju stórslysi ef Móri verður ekki rekinn sem fyrst
SHS says
Sko ég er alveg kominn á MouninhoOut vagninn, en ég skil ekki þetta hæp með Zidane. Jú hann var meistaradeildina þrjú ár í röð sem er einstakt, en hann var samt ekkert lykillinn í þeim árangri að mínu mati! (Besti leikmaður heims hafði eitthvað um þetta að segja) .
Sá síðan nokkra leiki með RM á síðasta tímabili í deilinni þar sem þeir áttu í bölvuðu brasi með litlu liðin, eitthvað sem við könnumst aðeins of vel við. -> Ekkert alltof viss um að hann sé maðurinn sem drífur liðið áfram á næsta stall.
Síðast en ekki síst er ég nú ekkert alltof víst að hann sé eitthvað betri í meðhöndlun leikmanna miðað við það sem maður hefur heyrt af Bale..
Giggs+Carrick takk. (draumórar, ég veit)
Björn Friðgeir says
SHS: Til hvers að blanda Giggs í málið? Hirða DoFf og taka Carrick sem stjóra? Hví ei.
Er líka megaskeptískur á Zidane af ástæðum sem ég held ég hafi minnst á í podkasti: Hann endurnýjaði Real EKKERT. Skilaði öllum Meistaradeildartitlunum með liðinu sem hann tók við, og skeit á sig í deild.
Einar says
„Shambles“. Ég hef stutt Mourinho hingað til en að horfa upp á þetta þrot í gær (með leikmenn á vellinum sem eiga vel að geta ráðið við Derby County á Old Trafford) þá kastaði ég inn hvítu, sveittu og illa lyktandi handklæði.
Það var ljóst í sumar á leikmannaglugganum að hann hefur ekki fullan stuðning frá Woodward og það er korter í dauðadóm í formi „stuðningsyfirlýsingu stjórnar“.
Er þetta ekki bara komið gott. Rífa plásturinn af í stað þess að bíða eftir algjöru gjaldþroti um jólin. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég vil þarna í staðinn. Zidane hljómar einsog töluvert gamble. Pogba og hans umbi virðast ekkert heitar en að losna frá klúbbnum, eða losna frá Mourinho. Martial, sem á sínum degi getur verið óstöðvandi, virkaði algjörlega ráðþrota enn eina ferðina í gær. Það að ákveðnir leikmenn hafa misst virðinguna fyrir stjóranum er ömurlegt, en það segir samt ákveðna sögu um ástandið á klúbbnum.
Dalot og markið frá Mata voru einu ljósu punktarnir í gær. Get ekki meira.
Einar says
Jú reyndar, eitt enn.. við vorum yfirspilaðir af Derby. Við töpuðum ekki bara, heldur vorum við yfirspilaðir af þessum smáklúbb. Rétt einsog liðið var yfirspilað af Wolves fyrir nokkrum dögum. Og ef eitthver hérna er búinn að blokka úr minningunni leikina við Leiceister og Watford, þá jú, yfirspiluðu þau lið okkur líka. Og tímabilið er bara rétt að byrja.
Leyfið þessari staðreynd að síast aðeins inn.. þjálfarinn er bara ekki að ná því besta úr þessum leikmönnum, sem eru sumir hverjir af heimsklassanum.
Ingvar says
Björn: Veit ekki hvernig þú flokkar skitu en Zidane var einu stigi eftir Barcelona fyrsta tímabilið, meistari annað árið, þriðja árið reyndar ekki gott í deild.
Er ekkert að segja að Zidane sé lausnin, en óþolandi að hlusta á einhver imnantóm rök fyrir því að það sé enginn skárri kostur en að halda Móra sem stjóra útaf því að þessi og hinn eru ekki lausir. Er miklu meira til í að gambla á eitthvað no name stjóra, sem hefur ekkert afrekað en hefur stórar kúlur og ástríðu til að rífa þetta í gang og spila fótbolta.
Björn Friðgeir says
Þriðja árið var skita í deild, ekkert undan því komist.
ég var ekki að tala um að halda Mourinho, andaðu með nefinu og lestu aftur.
Ingvar says
Alveg slakur, langaði bara benda þér á að skíta á sig í deildinni var fullhart sagt miðað við eitt slæmt tímabil, veit ekki hvað við köllum Móra tímabilið okkar.
Van Gaal says
Væri til í að sjá Móra prófa 3-5-2 í næsta leik, spilamennskan hefur allavega engu að tapa
De Gea
Lindelöf – Smalling – Matic
Rashford Shaw
Pogba Fellaini
Sanchez
Lukaku Martial
Björn Friðgeir says
Mourinho náði amk 2. sætinu í fyrra. Það er eitthvað.
gummi says
Bjössi hversu slæmt þarf staðan að vera á klúbbnum að þú viljir losna við þennan stjóra
Helgi P says
Móri virðist bara vera búinn á því hann þarf bara taka sér gott frí frá fótbolta hann virðist bara búinn að missa alla hamingjuna fyrir leiknum
Rauðhaus says
„Mourinho náði amk 2. sætinu í fyrra. Það er eitthvað.“
Athugaðu samt að við vorum eftir sem áður 19 stigum frá efsta sætinu. Það er sannarlega eitthvað.
Til samanburðar á tveimur tímabilum LvG hjá okkur, sem voru klárlega ekki nægilega góð, enduðum við 17 og 15 stigum eftir þáverandi meisturum.
Halldór Marteins says
@Rauðhaus
Finnst þér þá þessi árangur hjá van Gaal betri en 2. sætið hjá Mourinho í fyrra? Finnst þér betra að enda í 5. sæti, 15 stigum frá liði sem vann deildina með 81 stig heldur en að fá 81 stig en enda í 2. sæti af því eitt lið nær sturluðum árangri og fer í áður ósnertanleg 100 stig?
Ekki að ég vilji helda því fram að þetta tímabil í fyrra hafi verið eitthvað stórkostlegt, eða að staðan núna sé góð. Finnst bara þessi tiltekni samanburður furðulegur.
gummi says
Þetta er bara búið að vera ömurleg spilamenska A til Ö síðan Móri tók við hann náði þessu 2 sæti með ömurlegri spilamensku
Tommi says
Er eiginlega à þvì að Mourinho mun ekki nà að snùa þessu við. Þvì lìklega òumflýjanlegt að hann fari fyrr eða sìðar à þessu tìmabili.
En að Pogba, hef misst alla virðingu fyrir honum. Allt hans hàttalag, sérstaklega utan vallarins. Er að skaða klùbbinn. Skil vel að Mòri sé pirraður à honum.
Hann lætur eins og hann sé stærri en United. Hann à að þegja og spila! Ef hann er òsàttur, talar maður beint við stjòrann. Er svo diplò ì viðtölum. Alger gungumùv að segja hluti sem grafa undan stjòranum ì viðtölum.
Vill losna við hann lìka.
toggi says
Móri gagnrýnir nú leikmennina í fjölmiðlum þá hljóta leikmennirnir meiga gagnrýna hann líka fyrir þessa ömurlegu taktík sem hann er að reyna látta liðið spila
Tommi says
Sammála um að það sé eitthvað sem Móri eigi sleppa en algerlega óssammála um að það sé eitthvað sem réttlæti þessa hegðun frá Pogba.
Einn ástæðan er sú að ef Pogba kemst upp með þetta. Segjum að Móri sé rekinn og Zidane eða einhver annar taki við, þá er Pogba búinn að setja fordæmi sem er rosalega vafasamt. Að leikmenn hjá klúbbnum geti aktívt reynt að bola stjóra út. Hann verður kominn með allt of mikill völd innan klúbbs og leikmannahóps. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að hann eða einhver annar innan leikmannahópsins geti farið að gera eitthvað skítlegt gegn næsta stjóra ef þeir eru ekki sáttir með eitthvað, (samning, spiltíma, framkomu stjóra). Þá erum við komnir með klúbb sem er algjört chaos og mun ekki ná sér upp úr þessu í fjöldamörg ár….svona eins og Liverpool seinustu 25 ár + ;)
toggi says
en ég er alveg sammáli því að Pogba má fara en fyrst þurfum við að losna við Móra því hann er að drepa klúbbinn með þessari spilamennsku
Jón says
Móri lættur okkur spila eins og við séum litla liðið í öllum leikjum gjörsamlega óþolandi að horfa uppá þetta hjá þessu liði
Cantona no 7 says
Við seljum Pogba í janúar.
Mourinho verður áfram.
G G M U
gummi says
Ef Móri verður áfram þá erum við í vondum málum því spilamennskan er ekki að fara lagast þótt Pogba fari því miður þannig þjálfarinn verður að fara