Meiðsli og veikingi settu svip sinn á lið United og uppstillingin sýndi hversu þunnur hópurinn er í raun og veru.
Varamenn: Romero, Dalot, Mata, Gomes, Matic, Martial, Chong
Lið City var hins vegar laust við meiðsli og Guardiola tefldi fram sínu sterkasta liði
City byrjaði enda mun betur og setti mikla pressu á United frá upphafi. Flott skyndisókn United á áttundu mínútu braut það samt upp, Jones náði boltanum, og Fred og Greenwood sóttu upp áður en Rashford rústaði Otamendi en fyrirgjöfin fór á varnarmann. Eftir þetta voru City aðeins meira með boltann en United voru síður en svo lakari í sóknaraðgerðum.
Það var síðan frekar upp úr þurru að City tók forystuna á 17. mínútu. Bernardo Silva fékk boltann utan teigs lék aðeins inn að miðju, lagði boltann fyrir sig og smellti óverjandi skoti út við stöngina fjær. Hvorki Fred sem náði honum ekki né Phil Jones sem var framan við Bernando náðu að koma í veg fyri rskotið eða trufla hann, og verður að teljast frekar slakt að leyfa þetta skot.
Eftir þetta réði City öllu spili og var í reitabolta löngum tímum án þess að nokkur leikmaður United kæmi vörnum við. Það var samt varla nokkuð að gerast fyrr en City fann loksins aftur glufunua sem þurfti, Lindelöf skallaði illa beint á Bernardo sem tók boltann niður, lék upp og gaf síðan hárnákvæma stungu inn á Mahrez. Lindelöf reyndi að renna sér á boltann en hitti ekki og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Mahrez, eitt hliðarskref og hann var kominn framhjá De Gea og renndi síðan boltanum í netið. Forystan orðin 2-0 á 33. mínútu.
Það voru síðan ekki nema fimm mínútur í næsta mark. United var að reyna að sækja, City vann boltann og voru þrír á þrjá við miðlínuna, Bernardo gaf langan fram á Mahrez, Williams kom á sprettinum og komst í boltann á undan Mahrez en boltinn fór beint á De Bruyne sem með einfaldri gabbhreyfingu sólaði Jones upp úr skónum, skaut, De Gea varði en boltinn small í Andreas Pereira og inn.
Tveim mínútum síðar kom Sterling með frábæra sendingu inn á Bernardo sem var einn á móti De Gea sem varði frábærlega og bjargaði hálfleiksstöðunni, ekki að City hefði ekki getað með smá heppni bætt við en þetta var besta færið.
Þetta var það slæmt að Ole gerði breytingu í hálfleik, Jesse Lingard sem hefur verið veikur fór útaf og Matić kom inná.
City byrjaði seinni hálfleikinn á svipaðan hátt og þeir spiluðu megnið af fyrri hálfleik þó að þeir ættu ekki eins mikið í leiknum og eftir um tíu mínútur var United farið að ná upp þokkalegu spili og gátu haldið boltanum og jafnvel sótt. Rashford setti aukaspyrnu yfir og svo kom Angel Gomes inná á 64. mínútu. Það var líklega ekki þeirri skiptingu að kenna að City ákvað að koa aftur inn í leikinn.
Kannske einmitt út af því náðu United að skora í gagnsókn, Greenwood og Rashford komu upp á móti fjórum varnarmönnum og mjög nett sending Greenwood sendi Rashford frían og hann skoraði örugglega. Nokkuð nett mark hjá fyrirliða kvöldsins.
Þetta hélt áfram á svipaðan máta, City náði ekki upp kraftinum úr fyrri hálfleik en United gat ekki nýtt sér það að ráði. Mason Greenwood fór útaf fyrir Anthony Martial á 81. mínútu
Þetta var allt frekar tíðindalaust síðan það sem eftir lifði leiks. Öruggur sigur miklu betra liðs í höfn og það þarf kraftaverk til að United komist í úrslitin, City klárað í raun þessa viðureign í fyrsta fjórðungi hennar, fyrri hálfleik þessa leiks.
Það var himinn og haf milli þessara liða í kvöld, um leið og einhverja leikmenn vantar í lið United þá er engin von. Brandon Williams komst einna best frá þessum leik, hann reyndi allan tímann. Öðrum þarf varla að hrósa og það er óhætt að segja að Lindelöf og Jones fái mann til að gleyma því að kvarta undan Maguire.
Það vantar mikið í liðið og í kvöld vantaði mikið upp á að liðið spilaði almennilega. En það virðist sem það þurfi endalaust að minna sum á að þetta er ekki bara á framkvæmdastjóranum, á meðan það breytist ekkert í yfirstjórn félagsins þá verða framkvæmdastjóraskiptingar bara plástur á sár.
Egill says
Til skammar að eftir ár af “uppbyggingu” þá sé þetta liðið sem Ole býður uppá gegn Man City á Old Trafford.
Bæði gæðin og breiddin talvert minni en fyrir ári síðan.
Audunn says
Ef það er einhver bikar sem manni er slétt sama um þá er það þessi.
En það er fínt að nota hann til að lofa þeim sem ekki fá eins marga deildarleiki að fá sénsinn.
Ég er því mjög hissa á hversu sterk bæði lið eru í þessum leik eftir allt þetta leikjaálag undanfarnar vikur.
Ég er líka mjög hissa á að Rashford sé fyrirliði á undan mönnum eins og De Gea og Linderlof..
Btw þá var City að skora svakalegt mark sem De Gea átti ekki séns í.
Jones hefði átt að loka á skotið en það er svo sem ekki hægt að ætlast til þess að hann geri mikið gagn því miður.
United er ekki líklegt til að snúa 0-1 tapi yfir í sigur.
En að öðru varðandi þessi tvö lið sem er mjög merkilegt.
United hefur aðeins tapað einum leik fleira en City (tveimur fleiri en Leicester) það sem af er deildinni sem er ótrúlegt í ljósi þess hversu mikið hrós City liðið hefur fengið í gegnum tíðina á meðan allt er í kalda kolum hjá Manchester United!!!amk að okkur mörgum þykir vera..
Egill says
og núna 2-0 eftir skelfileg mistök frá Lindelöf. Þetta gæti orðið ljótt, en hugsanlega nauðsynlegt til þess að losna við Ole.
Audunn says
En ok 0-3 eftir 40 mín er til skammar… Jesús Phil Jones….. Hvað ertu að gera inn á vellinum? Ef þetta verður ekki hans síðasti leikur þá veit ég ekki hvað. Það sama ætti að gilda um Lingard..
MSD says
Shiiit þetta mun enda illa. Þvílíkt þrot…
Egill says
1 skot á mark í síðustu 135 mínútum og það var á vitlaust mark. Áfram Ole, hann veit alveg hvað hann er að gera…
MSD says
Það á að kippa Jones út af í hálfleik!! Staðan gæti verið 5-0. Lindelöf er nu ekki að bæta hann upp heldur…
Karl Garðars says
Hérna… Af hverju erum við ekki búin að kaupa Sterling fyrir löngu. Hann væri alla vega ekki í því að skora sjálfsmörk eins og þessi trúðahjörð.
Lingard, Perreira og Jones út af strax! Má setja 3 tómar pepsi flöskur inn á í staðinn. Þvílíkir rusl leikmenn.
gummi says
Versti stjóri sögunar hjá United
mr.Tryggvason says
Sterling besti varnarmaðurinn, búinn að bjarga nokkrum dauðafærum…
Egill says
Það hefði verið ágætt að hafa Smalling, Herrera, Fellaini eða Lukaku inná núna. En nei, okkar maður vill frekar treysta á Perreira, Fred, Jones og Lingard.
Er í alvörunni til fólk sem vill halda Ole?
Jú Glazers og Woodward eru stór vandamál, en Ole er að rústa þessu liði á mettíma.
Björn Friðgeir says
Egill: Lukaku vildi fara, Herrera vildi 180þúsund á viku. Það kom ekki til greina. Fellaini er að spila í Kína, þeirri sterku deild. Mistökin eru að kaupa ekki miðjumenn í staðinn. Það er ekki bara á Ole.
Egill says
Auðvitað vildi Lukaku fara, hann var notaður á kanntinum af Ole.
Herrera sagði sjálfur að hann vildi vera áfram, United var of lengi að ákveða sig og tilboðið kom bara of seint og hann var búinn að semja við PSG.
Fellaini var seldur um leið og Ole gat losað sig við hann.
Auðvitað er það ábyrgð þjálfarans að leyfa mönnum að fara án þess að fá einhvern inn í staðinn. Hann byrjaði að hreinsa úr hópnum án þess að fylla upp í götin sem voru til staðar fyrir og er enn að nota Lingard, Jones, Young, Perreira, Mata og Matic. Mourinho hafði allavega vit á því að henda ekki mönnum burt nema fá aðra inn. Ofan á þetta má bæta að við spiluðum sóknarsinnaðri bolta undir stjórn LvG og Mourinho og sigurhlutfallið var betra hjá Moyes.
Við skorum ekki úr hornum, en við fáum reglulega á okkur mörk úr hornum, það er eins og þau séu ekki æfð. Skoruðum okkar fyrsta mark í kvöld í 3 leikjum og okkar eina alvöru marktilraun í tveim leikjum. Þetta lið er hreinlega ekki þjálfað.
Björn Friðgeir says
Eitt af því sem hefur verið þokkalegt í vetur er frammistaða Rashford, Greenwood og Martial. Lukaku hefði aldrei verið að spila nema úti á kanti.
Herrea vildi vera áfram EF hann fengi nógan pening. Hann er búinn að leika fimm leiki í vetur. Hann væri ekki mikil bæting frá Fred, jafnvel á sömu launum
Árið er ekki 1989. Ábyrgðin á að sækja leikmenn á ekki að vera hjá framkvæmdastjóranum
Audunn says
Þegar menn eru farnir að halda því fram að brotthvarf Fellaini hafi veikt Manchester United þá er manni nánast öllum lokið.. Einum versta miðjumanni Manchester United í áratugi.. leikmanni sem var svo „eftirsóttur“ að hann endaði í Kína sem er by the way lélegri deild en Sænska deildin.. komon strákar..get real…
United var bara að spila við miklu betra fótboltalið í kvöld.. svo einfalt er það.. Fellaini hefði engu breytt þar um… nákvæmlega engu.
Það var ekki eins og margir áttu von á því að United myndi slá City út.. það væri mjög mikil bjartsýni.
Það er mikill munur á þessum liðum.. hann var hvorki minni né stærri rétt áður en Ole Gunnar tók við United.. þannig er bara staðan..
Og United á ekki efni á því að leika gegn liði eins og City án sinn besta varnarmanns Maguire.
Það sást greinilega í kvöld.
Egill says
Rashford hefur verið flottur í vetur, Greenwood hefur átt fínar innkomur af bekknum, Martial hefur ekki veirð góður, og alls ekki sem nían. Við erum að dæla fyrirgjöfum í teiginn en það er enginn sem hefur styrk til þess að taka þá bolta, þá væri gott að nota Fellaini eða Lukaku. Og nei Fellaini var ekki verri en Perreira og Lingard. Skoraði fullt af mikilvægum mörkum fyrir okkur og þótt hann hafi ekki verið fyrsti kostur þá vann hann fyrir sínu.
Mata fær 160k á viku, Shaw 150k, Maguire 190k. Af hverju ætti Herrera, sem var okkar besti miðjumaður (nema þegar Pogba á sinn leik), ekki að vera á hærri launum en Mata og Shaw? Ég er að heyra af þessu með launin fyrst núna en Herrera sagði sálfur að tilboðið hafi komið of seint. En við fengum heldur engan inn í staðin.
Nei árið er ekki 1989, en stjórinn á samt að ákveða hvaða leikmenn koma og hverjir eiga að fara, við erum ekki Chelsea eða Real Madrid.
Ef Mourinho hefði fengið þá leikmenn sem hann vildi þá fullyrði ég að árangurinn hefði orðið betri, sama hvað mönnum finnst um Mourinho.
Woodward er fáviti, það er ekki deilt um það, en að horfa upp á þennan gjörsamlega clueless þjálfara á hliðarlínunni og hrósa liðinu eftir hverja einustu niðurlægingu er ekki boðlegt, ekki einu sinni þótt við værum helvítis Leeds.
Að ætla að fría Ole af þessari ábyrgð er bara meðvirkni á háu stigi, klúbburinn er orðinn að aðhlátursefni.
gummi says
Þetta er bara illa þjálfað lið og það skrifast á Solskjær
Björn Friðgeir says
Egill: Þú segir sjálfur að Mourinho hafi ekki fengið þá leikmenn sem hann vildi. Það er af því að stjórinn ber ekki einn ábyrgð á því
Ég er fjarri því að fría Ole ábyrgð á stöðunni, ég er hins vegar að benda á að fleiri bera hana með honum, og svo er hitt að ég er bara einfaldlega ósammála að þessir menn sem þú nefndir hefðu breytt einhverju miklu.
Björn Friðgeir says
já og þetta með laun Herrera er búið að vera vitað allan tímann. Við erum með hæsta launakostnað deildarinnar og ef þér finnst í það bætandi að meðalskussar eins og Shaw og Mata séu með launahæstu mönnum í deildinni þá sé ég ekki hvernig ég get rætt þau mál!
Tòmas says
Þetta snýst meira um að liðið er illa mannað en þjálfað fyrir mér. Við erum kannski með 1 -2 leikmenn inn á þarna í kvöld sem myndu komast í hóp hjá City. Skulum ekki gleyma að við vorum að mæta besta liði Englands. Hann er að reyna að spila frá markinu, hann er að reyna pressubolta. Liðið er fínt í skyndisóknum en ekki með mannskapinn í að halda boltanum vel og skapa eitthvað gegn liðum sem liggja til baka.
Solskjaer er að gera þokkalega hluti fyrir mér. Finnst liðið hafa verið svoltið óheppið á köflum varðandi meiðsli og þróun sumra leikja. Ég held að ef Pogba, hefði verið meira með þá værum við líklega í 4 sæti sem hlýtur að hafa verið markmið tímabilsins. Ég vill sjá hann fá næstu tvo transfer glugga (núna og í sumar). Fannst kaupinn hans þokkaleg, og sölurnar líka. Ef liðið verður ekki farið að nálgast City og Liverpool um næstu jól þá myndi ég vilja sjá hann fara.
Timbo says
Ole situr undir stýri og ég skal gjarnan segja ykkur hvernig tilfinningin er…
1. Við erum með mann sem sér um föst leikatriði sem nær honum ekki upp (Fred)
2. Lingard er tían okkar. Ég endurtek Jesse fokking Lingard er settur trekk í trekk í mest skapandi stöðu á vellinum, hann er með touch í löppunum á við minn gamla vin Fellaini. Ég þakka honum fyrir hans framlag í 2016 FA cup sigrinum, að því sögðu þá mega Raiola bræður fyrir mitt leyti hundskast í burtu asap.
4. Við erum með markmann sem var á öðru level-i á árunum 2015 – 2018 þegar kom að viðbragðsvörslum. Hins vegar þá hefur hann ótrúlegt en satt á því 8 og hálfu ári sem hann hefur verið hjá okkur ekki en lært að eiga í samskiptum og hafa stjórn á varnarlínu sinni, ásamt því að hann linur í teignum og allt of fastur á línunni að mínu mati. Það er deginum ljósara að hann missti allt sjálfstraust eftir vonlausu frammistöðuna á HM í Rússlandi. Það að hafa framlengt við DeGea voru stór mistök að mínu mati.
5. Árið er 2020 gott fólk, uncle Philly Jones 1 á 1 á móti DeBryne, þð er gaman að þessu maður lifandi… En við skulum eigi örvænta. Marcus Rojo og Eric Bailly hafa víst verið að brillera á æfingasvæðinu.
Mér var ljóst fyrir 4 árum að launakostnaður félagsins á einfaldlega slökum leikmönnum væri massívt vandamál. Síðan þá hefur vandmálið einfaldlega aukist, svo er ofan á það bætt stór nöfn sem hafa ansi takmarkaðan áhuga á uppbyggingu félagsins. Þangað til að eigendurnir og skósveinar þeirra vakna upp úr rotinu og losa sig við 8 – 10 leikmenn í sumar þá verðum við því miður fastir í handbremsu. Ég var að vonast til þess að OGS næði að auðkenna þessi vandamál, ef hann gerir það þá er allavega ljóst að honum hefur verið settur stóll fyrir dyrnar.
Björn Friðgeir says
Það er ekkert rangt í þessu sem Timbo segir
birgir says
https://www.caughtoffside.com/2020/01/07/man-utd-liverpool-wages-comparison/
Blöðin hafa undanfarna daga verið að ræða samanburð á grunnlaunum leikmanna Man Utd og Liverpool. Sumt er sjokkerandi, (með fyrirvara um að tölurnar séu réttar) t.d. eru bakvarðabræðurnir Robertson og Arnold að þéna samanlagt sirka 60% af launum Luke Shaw. De Gea þénar fjórfalt á við Alisson, Maguire er hærri en Van Dijk, Gomez þénar fjórðung af launum Linderlof, Winjaldum þénar rúmlega helming af launum Matic eða Fred.
Reyndar hef ég lesið að FSG séu með árangursmiðaða launastefnu, sem felst í að grunnlaunum er haldið niðri en þeir bónusa ríkulega fyrir árangur. Þannig að það er ekki bara Klopp sem hvetur þá áfram heldur er þeim umbunað fyrir að standa sig í vinnunni.
davíð says
ætla að rúlla í costco, kaupa túss og krota yfir united á treyjunni og skrifa city
von að enginn taki eftir að hún sé í röngum lit
Björn Friðgeir says
Davíð: Farðu bara í Liverpool. Skiptirðu hvort sem er ekki frá þeim 1993?
Rúfus says
https://fotbolti.net/news/09-01-2020/man-utd-bydur-young-nyjan-samning
þetta súmmerar metnaðinn hjá þessu félagi.
gummi says
Við erum bara orðið miðlungslið við erum með stjóra sem væri ekki einu sinni nógu góður til að þjálfa í ensku B deildina enda vil Solskjær halda young sem segir bara hvað Solskjær er CLUELESS
MSD says
@Rúfus – Það sem gerir þetta enn hlægilegra er að svo virðist sem Young ætli sér að hafna United
Timbo says
Vertu blessaður „forever“ Young. Mátt endilega taka með þér meðmæli fyrir Pogba og Lingard í leiðinni.
Egill says
Þótt launastefna félagsins sé í rugli, þá er ekki rétt að ætla að „leiðrétta“ hana með því að leyfa Herrera að fara á sama tíma og Maguire er fenginn til liðsins á alltof háum launum. Við hefðum heldur betur getað nýtt gæðin og hugarfarið í Herrera á þessu tímabili.
Ég held að það sé óumflýjanlegt að Liverpool mun á endanum þurfa að hækka laun sinna leikmanna. Ein af ástæðunum fyrir því að Spurs hafa ekki náð að taka síðasta skrefið í sínu uppbyggingarferli er þessi launastefna. Þeir koma til með að þurfa að hækka laun Kane sem dæmi, og þá er fordæmið komið og aðrir munu heimta hærri laun.
Af hverju ættu Mane og Dijk ekki að fara fram á hærri laun? Þeir eru bestu leikmenn í heimi í sinni stöðu. Ég held samt að stjórnarmenn Liverpool séu bara einfaldlega það góðir í sínu starfi að þeir muni leysa það vandamál án þess að launastrúktúrinn fari í rugl eins og hjá Man Utd.
Önnur vandamál sem mér finnst ekki hafa verið hugað að hjá félaginu í langan tíma, líka þegar SAF var við stjórn.
Af hverju meiðast leikmenn Man Utd oftar en önnur lið? Þetta hefur verið vandamál frá árinu 2009 eða 2010.
Smalling var meiðslahrúga hjá Man Utd, það hefur ekki verið vandamál hjá Roma.
Young hefur verið meiðslagjarn hjá Man Utd, var það ekki hjá Aston Villa.
Jones hefur eytt fleiri mínútum á hækjum en í byrjunarliðinu, það var ekki þannig hjá Blackburn.
Bailly hefur verið meiddur síðan hann kom, veit ekki hvernig hann var áður.
Shaw er alltaf meiddur, man ekki að það hafi verið vandamál hjá Southampton.
Eru til tölur yfir það hversu mikið Wes Brown var meiddur eftir að hann fór frá Man Utd því hann var ALLTAF meiddur hjá okkur. Sama með Fabio og Rafael.
Þegar SAF var að stýra félaginu enduðum við einu sinni með því að þurfa að nota Evra í miðverðinum, okkar miðverðir meiðast oftar en aðrir miðverðir, ég fullyrði það. Ekkert annað félag þarf að nota jafn marga miðverði og við. Það er eitthvað sem er ekki í lagi hjá okkur með þessi mál.
Annað eru föst leikatriði.
Man Utd voru geggjaðir í hornum þegar Beckham var að spila, og þegar Ronaldo og Vidic voru að spila.
Síðan þá höfum við verið lélegir. Núna erum við svo lélegir að hornspyrna er jafn spennandi og markspyrna. Við héldum að við værum komnir með spyrnusérfræðing þegar Young kom, og svo þegar Mata kom, og svo loks þegar Di Maria kom. En aldrei getum við nokkurn skapaðan hlut í hornum. Smalling hefur átt það til að skora úr hornum en Ole fannst best að losa sig við hann og fá Maguire sem hefur ekki verið ógnandi nema kannski einu sinni síðan hann kom til okkar. Þar á undan var Fellaini okkar eina ógn í teignum en okkur tókst aldrei að vera ógnandi í hornspyrnum.
Kannski er vandamálið að þegar sóknarhorn eru æfð, þurfa menn bara að mæta varnarmönnum Man Utd sem virðast ekki kunna að verjast föstum leikatriðum, sem er enn eitt vandamálið.
Aukaspyrnur!! Við skorum asnalega sjaldan úr aukaspyrnum. Hvað ætli sé langt síðan Mata skoraði úr slíkri? Rashford hefur svosem skorað, en það er enginn annar í liðinu sem virðist geta tekið þessar spyrnur.
Vítaspyrnur er svo annað sem enginn virðist æfa.
Það er fáránlegt að félag eins og Man Utd sé með ofangreind atriði í svona miklu rugli.
Þetta lið er einfaldlega ekki þjálfað.
Golli Giss says
Það kom fram á síðustu dögum einhversstaðar að Liverpool og Man City séu með þannig launastefnu að menn hafa lægri föst laun en mjög mikla bónusa eftir árangri liðsins og etv, síns sjálfs. Það sé eithvað kerfi um það, þessvegna virðist áhuginn, ákafinn og árangurinn
hjá þessum liðum vera eins og hann er. Þetta virðist ekki vera til hjá MU. Þar virðast leikmenn keppast um að tryggja sér sem hæðst vikulaun og hafa allan hugan við það með góðri hjálp umboðsmanna eins og (Pogba og nú Lindgard) eru með. Síðan virðist hugurinn hjá þessum leikmönnum vera við eithvað annað en að ná árangri. Þetta þyrfti að þróast í þessa átt hjá MU, þ.e. að hafa lægri föst laun og meiri bónusa, hafa t.d. miklu fleiri þrep í því kerfi (bónuskerfinu).