Nemanja Matic var í banni og það var ástæða til að henda Bruno Fernandes beint í djúpu laugina. Að auki sagði Solskjær að það að Wolves væri með fjóra Portúgala í liðinu væri ekki síður ástæða, Fernandes myndi þekkja inná þá
Varamenn: Romero, Dalot, Jones, Williams, Lingard, Chong, Greenwood
Lið Wolves var að mestu eins og búist var við
Það þurfti ekkert að koma á óvart að Wolves byrjuðu nokkur frískari ef eitthvað var. Það var enginn Brandon Williams í vinstri bakverði þannig Adama Traoré var á sínum kanti og fékk að spreyta sig gegn Luke Shaw.
Spilið var samt nokkuð frísklegt á báða bóga en það virtist sem Wolves ætti aðeins auðveldara með að komast ggnum vörn United, það var semt ekkert sem virkilega varð að færum, Maguire og Lindelöf stoppuðu nokkrar hættulegar sendingar áður en svo yrði.
Bruno Fernandes var að koma ágætlega inn í spilið sóknarlega en það var samt frekar erfitt fyrir United að ná að halda boltanum og byggja upp almennilega pressu á vörnina.
Bruno Fernandes sá ekki ástæðu til annars en að spreyta sig af 25 metra færi og skaut framhjá en hinu megin var Adama Traoré mun nær marki án þess að vera stoppaður af. Skot hans sveigði of mikið til að vera hættulegt en hefði getað valdið De Gea vandræðum annars.
United tókst síðan smátt og smátt að ná betri tökum á leiknum og voru að halda boltanum vel, og senda á milli fyrir framan vörnina. Eftir góða vinnu úti á kanti í einni sókninni kom ágæt sending út í vítahálfhringinn þar sem Bruno var fyrir og átti ágætis skot en því miður beint á Rui Patrício.
Fyrri hálfleikur var þannig frekar jafn en United lofaði nokkuð góðu án þess að það næði mikið lengra.
Seinni hálfleikur fór svipað af stað, liðin skiptust á að vera með boltann, Wan-Bissaka bætti upp fyrir slakan sóknarleik með að grípa tvisvar vel inn í og þegar Diogo Jota rúllaði Lindelöf upp naðu Wan-Bissaka og Maguire að stoppa hann inni í teig.
Mata var klipptur niður úti á velli og Bruno Fernandes og Fred stóðu yfir boltanum, Ólíkt tækifærinu á síðustu mínútum í City leiknum þurfti þó Fred að víkja og Fernandes átti þokkalegt skot en ekki alveg nógu fast og Rui Patricio varði frekar auðveldlega. Rétt á eftir fékk Mata boltann utan teigs með bakið að marki en sneri frábærlega og skaut en boltinn sleikti stöngina, auðveldlega besta færið í leiknum fram til þessa.
Bruno Fernandes virtist staðráðinn í koma sterkur inn, næsta tilraun var frekar langt utan af velli, Rui Patricio hljóp til og var kominn fyrir boltann en hélt ekki skotinu þegar á reyndi en tókst að grípa svo boltann sem var á leiðinni í horn.
Raúl Jiménez átti samt eit besta færði þegar komnar voru tæpar 70 mínútur á klukkuna, Maguire missti af sendingu upp kantinn á Jiménez, sem geystist inn í teig og tók skotið en færið var þröngt og De Gea gat varið boltann yfir.
Loksins kom skipting á 72. mínútu, Mason Greenwood kom inná fyrir Andreas Pereira sem hafði verið jafn slakur og oftast. Greenwood átti síðan skemmtilegt færi nokkrum mínútum síðar þegar skot hans fór í tvo varnarmenn Wolves áður en Rui Patrício náði að verja á endanum.
United var aðeins sterkara liðið án þess að gera mikið með það og á 88. mínutu kom loksins tvöföld skipting, Diogo Dalot og Jesse Lingard komu inn fyrir Mata og James, í tæka tíð til að taka þá í smá hasar eftir horn. Það varð þó ekkert úr því frekar en úr öðrum hornum United.
Það var svo á síðustu sekúndunum sem United hefði getað stolið sigrinum, Wan-Bissaka fór alla leið upp að endamörkum til að ná fyrirgjöf, og Diogo Dalot var á markteig en var kominn næstum niður að jörð til að ná erfiðum skalla og boltinn fór rétt framhjá.
Þó að United hafi stundum sýnt spil sem var betra en við höfum séð í vetur þá var þetta alveg afskaplega slök frammistaða, sérstaklega fyrir hversu algerlega bitlaust liðið er. Anthony Martial sást ekki í leiknum og Mason Greenvood átti eitt langskot þessar 20 mínútur sem hann var inná. Bruno Fernandes kom ferskur inn en var oft alltof aftarlega og gat ekki mikið gert til að koma liðsfélögum sínum í færi. Það verður erfitt að sjá að innkoma Odion Ighalo muni ekki hafa einhver áhrif, ef eitthvað er hlýtur Martial að fara að fá hvíld. Það er svo spurning hvort Solskjær gerir nægilegar breytingar á leikstíl liðsins til að nýta krafta Ighalo sem best.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem innáskiptingar Solskjær koma seint í leiknum og hafa litil sem engin áhrif. Mata og James eru hvor á sinn hátt ekki góðir kantmenn eins og er. James á greinilega erfitt uppdráttar og hefur þurft að mæða alltof mikið á honum. Mata hins vegar er alltaf jafn hægur þó hann sé einn leiknasti leikmaðurinn í hópnum.
Það var skrifað í skýin að United myndi ekki geta nýtt sér að Chelsea tapaði stigum í dag og næsti leikur er eftir 16 daga, einmitt gegn Chelsea. Það er vonandi þetta vetrarhlé nýtist til að hressa hópinn vð og finna leiðir til að skora þegar Marcus Rashford er ekki til að sjá um það.
Theodór says
Það eru ekki liðnar 10 mínútur og Bruno er strax farinn að láta liðið líta illa út. Hann hreyfir sig allt öðruvísi en hinir leikmennirnir, sendir boltann og reynir að hlaupa í aðra stöðu til að skapa eitthvað. Hinir eru svo passívir, senda boltann frá sér og bakka til baka, eins og þeir séu fegnir að losna við hann. Hann getur auðvitað ekki bjargað liðinu einn og óstuddur, en vonandi smitast eitthvað af þessarri spilamennsku yfir á hópinn.
Bjarni Ellertsson says
Sammála með Bruno, sést líka vel hvað nokkrir okkar leikmanna hafa lítinn sem engan líkamlegan styrk, þið þekkið kauða. Á meðan við þurfum að notast við þá í leik þá virkum við 1 til tveimur færri.
Rúnar P says
Að sá sem skrifaði pre-match skýrsluna hafi virkilega haldið því fram að Bruno yrði ekki byrjunarliðinu sýnir hvað folk veit litið um heimsboltann 😉 Bruno er næsta goðsögn og framtíðar fyrirliði United!
Theodór says
Hvernig gengur eiginlega í vörninni? Þó við séum 6 á móti 3 er ALLTAF einn Wolves maður dauðafrír! Ég á gamla brauðrist inní eldhúsi sem myndi koma að meira gagni í vörn en Lindelöf eða Harry Mangala. Og af hverju í andskotanum er Perreira ennþá inná vellinum?? Hann myndi gera meira gagn ef hann færi að selja pulsur fyrir utan völlinn.
Auðunn says
Verð eiginlega að viðurkenna það að ég hef nákvæmlega ekkert álit á Daniel James sem fótboltamanni.
Mér finnst hann hafa nákvæmlega ekkert uppá að bjóða sem leikmaður.
Hann verður kominn í Derby eftir 18 mánuði.
Rúnar Þór says
Ég get ekki beðið eftir því að Andreas Pereira yfirgefi klúbbinn minn! Hann var hreint út sagt skelfilegur og lélegasti maður vallarins. Aumingja Bruno. Andreas átti að spila sexuna og Bruno 10 til að skapa og gera sitt. Eftir 20 mín neyddumst við til að setja Bruno niður í sexuna því Andreas var að skíta upp á bak. Bruno fékk ekki séns til að spila debut leikinn sinn í sinni natural stöðu út af Andreas fokking Pereira 🤬
Björn Friðgeir says
@Rúnar P. Nei alveg satt, ég veit ekkert, ég beygi mig í duftið fyrir ofurvisku þinni.
Karl Garðars says
Þetta var ekki nógu gott. Dalot óheppinn að boltinn skyldi ekki detta inn fyrir og Boly stálheppinn að setja ekki sjálfsmark.
Ég var ánægður með skiptingarnar hjá Ole þegar þær loksins komu en eftir hverju er hann að bíða varðandi Perreira..? Það er alveg heillangt síðan hann hætti að vera efnilegur og fór að verða lélegur. Ég veit að það eru ekki margir möguleikar í stöðunni akkúrat núna en af hverju ekki bara einhver annar? Af hverju ekki bara brauðristin hans Theodórs?? Skil þetta alls ekki.
Ljósu punktarnir í þessu eru m.a. að Bruno virðist vera hreyfanlegur og vel staðsettur leikmaður sem sárvantaði í liðið. Þeir Pogba og Fred gætu alveg smollið vel saman.
Síðan er ég svo yfir mig hamingjusamur yfir að Luke Shaw sé alveg að detta í form og ekki nema febrúar! Vonandi er það komið til að vera.
Það verður þó alveg að viðurkennast að maður er eitthvað aðeins bjartsýnni á þetta allt saman núna, af hverju veit ég ekki en það er eitthvað.
MSD says
Fyrst að Shaw er að detta í form þá hlýtur hann að detta bráðum í meiðsli. Það hefur verið vaninn.
Djöfull hefði getað verið gott að taka Martial út af og henda manni eins og Haaland inn í dag…já eða bara einhverjum framherja. Fannst ekkert vera að koma út úr honum. Ég fagna komu Ighalo bara til að hafa annan option þegar hlutirnir eru ekki að ganga.
Lingard og Pereira eru svo þreyttir leikmenn og búið að þaulreyna að láta þá virka að það nær engu lagi. Þeir eru ekki og verða aldrei nægilega góðir fyrir klúbb eins og Man Utd.
Mikið verður gott að fá McTominay og Pogba aftur, þá er hægt að færa B.Fernandes framar. Þurfum á hans hreyfanleika og creativity að halda þar. Hann er hinsvegar mjög fjölhæfur og getur leyst nánast allar stöður á miðjunni.
Helgi P says
Þetta verður alltaf sama skitan leik eftir leik á meðan Solskjær er að stíra þessu liði hann er svo CLUELESS að það er hætt að vera fyndið af hverju prufar hann ekki að nota Gomes í staðinn fyrir Lingard eða Andreas því þeir tveir eru örugglega tveir verstu leikmenn sem hafa spilað fyrir þennan klúbb og þá má samt ekki gleyma James hann á bara vera spila með 12 ára krökkum ömurleg kaup
MSD says
Sammála með Gomes. Af hverju ekki að prófa hann meira í stað Lingard og Pereira? Sami hluturinn alltaf reyndur aftur og aftur og aftur…og alltaf sama niðurstaða.
gummi says
9 sigrar af 25 og ekki en búið að reka Solskjær við erum eftir að vinna undir 15 leikjum og missa af 4 sætinu ef hann klárar tímabilið
hjalmarst. says
Mig langar að spurja ykkur spurningar kæri félagar: Hvað er vandamálið?
Hvað þarf að gerast að svo við brúum bilið milli Liverpool og Man City?
Það er ekki hægt að segja annað en það er búið að eyða hellings fjármunum í þetta Man Utd lið!!
Og eina samlíkingin sem mér dettur í hug, ef td. facebook myndi tapa öllum sýnum notendum og 7 árum til Myspace. Það sem ég er að vísa í er frá því Ferguson hættir það er búið að eyða og eyða peningum í það sem nánast virðist í ekki neitt!!
Man City er búið eyða kanski litlu minna en Man Utd á síðustu 7 árum og Liverpool er ljósárum á eftir hvað varðar eyðslu.
Ég er með tilgátu sem er byggð á þeim grunni sem margir hér hafa varpað hér fram. Í fyrsta lagi keyptu Glazers Man Utd árið 2005 frá þeim tíma að 2013 unnum við Meistardeildina einu sinni og
Úrvalsdeildina nokkrum sinnum, þannig mætti segja að ekki segja að ekki sé hægt að varpa allri sök á Glazers. Í öðru lagi bendi hér með á hinn sanna sökudólg á falli félagsins sem þeim stalli sem tók áratugi að ná. Alex Ferguson vildi fá Fucking David Moyes sem arftaka sinn og við erum búnir að vera í bullinu síðan, þrátt fyrir sýnt stöku sinni einhverja takta eins og vinna Euro League 2018.
Ég kanski ekki að taka fram en við erum 38 stigum á eftir helv. Liverpool og það er 1 Feb.
Eftir vill vert að taka fram að „Manchester United pays the second highest salary in the world of sports“
MSD says
Louis van Gaal sagði það, Mourinho sagði það, Ander Herrera sagði það….hjá United er fótboltinn ekki í fyrsta sæti og þeir sem stýra klúbbnum hafa ekki vit á knattspyrnu. Þeir hafa áhugÞað er enginn yfirmaður knattspyrnumála, samt var byrjað að tala um að ráða hann inn fyrir 17 mánuðum. Ástæðan fyrir því að félagið hélt áfram að vera sigursælt frá 2005 – 2013 er einföld, Sir Alex Ferguson. Þessir eigendur eru búnir að sjúga út úr klúbbnum 1,3 milljarða punda síðan 2005. Pælið í því. Þeir kaupa klúbb með lánum, færa lánin yfir á klúbbinn eftir kaupin og láta hann borga þau niður og sjúga svo sjálfir út hagnað með. Þetta er bara ógeðslegt. Þeir voru heldur ekki vinsælir sem eigendur íþróttaliðs í USA, man ekki hvað það heitir.
Það sem ég verð hinsvegar að segja jákvætt er að kaup United frá komu Ole Gunnar Solskjær eru að mínu mati mjög góð og merki um ákveðna hugarfarsbreytingu frá árinu 2013. Solskjær er svo sannarlega ekki sá reynslumesti eða besti í starfið. Hann virðist oft hugmyndasnauður, reyna sama hlutinn aftur og aftur. En honum til varnar þá er hópurinn mjög þunnur og algjörir farþegar þarna með sem er verið að spila á stöðugt og eiga engan veginn heima í Man Utd. Solskjær er ákveðið vandamál, en svo laaangt í frá það stærsta hjá klúbbnum. Hann má eiga það að hann hefur tekið til í hópnum en það sem vantar er að replace-a menn eins og Lukaku og Sanchez. Þar þurfa stjórnarmenn að styðja hann miklu betur. Ég held að fólk sé almennt að sjá það núna og reiðin mun beinast að eigendum og stjórnarformanni fremur en stjóranum.
Með tilkomu Bruno þá verðum við að fá meiri hreyfanleika á mennina fram á við svo hann geti fundið þá með sendingum. Við söknum Rashford gríðarlega. Ímyndið ykkur að hafa hlaupin frá Robin van Persie núna og með menn eins og Bruno og Pogba að finna hann.
Að því sögðu, þá verð ég því miður að viðurkenna að ef við töpum gegn Chelsea í næsta leik, þá sé ég okkur ekki ná 4. sætinu í ár.
MSD says
ah god damn it, vantar edit takka á kommentakerfið svo maður geti lagað villurnar sínar :D
Auðunn says
9 sigrar, 8 jafnvel og 8 töp.
Sjötta sætið og stígi á eftir Sheffield United.. hvað er að frétta?
Ekki langt í að Arsenal og Spurs komist yfir okkur og jafnvel Everton en þar var allt í steik fyrir nokkrum vikum.. svo mikilli steik að Everton eru „ekki nema“ tveimur stigum á eftir United og búnir að tapa tveimur leikjum færri en United á tímabilinu.. þannig er nú staðan eftir rúmt ár hjá Ole.
Ekki sammála því að Ole hafi bara gert góð kaup, sé ekkert gott í kaupunum á Daniel James.
Hvað varðar Martial þá skiptir í sjálfu sér ekki máli hvaða sóknarmaður er í liðinu þegar leikmenn eins og Pereira og James skapa ekki baun fyrir framherjana.. nákvæmlega ekki rass.
Martial þarf að sækja boltann nánast aftur á miðju til að snerta hann.
Ekki það að ég ætla að verja Martial, hann gæti mögulega verið hreyfanlegri og reynt að búa sér til svæði..
En ef menn halda að Haaland væri búinn að raða inn mörkum hjá United þá ætla ég að lofa mér að efast mjög um það. Það vantar leikmenn sem eru að búa eitthvað til fyrir framherjana að moða úr.
Það tók Liverpool 30 ár og nokkra eigendur til að komast á þann stað sem þeir eru í dag. Það gæti tekið United 10, 15 eða 20 ár.
Muni þið eftir þegar Liverpool var með leikmenn eins og Biscan, Murphy og Smicher? United er þar núna út um allan völl.
Ekki alveg hræðilegir leikmenn bara samt ekki nógu góðir.
davíð says
Ég fór að fletta í sögubókunum að skoða hvað sagan segir, fyrir áratug að þá voru Liverpool á barmi gjaldþrots, þeir voru með leikmenn einsog paul konchensky, jay spearing joe cole og voru í fallbaráttu með Roy Hodgson að stýra þeim!!
Í fallbaráttu!
Þeir eiga tvo leikmenn í heimsklassa Gerrard og Torres sem er farinn að meiðast og tapa neistanum en hann nær einum stjörnuleik á móti chelsea sem sölusýningu og heimtar sölu, þeir missa Mascherano í upphafi leiktíðar þegar ða hann heimtar sölu.
Liverpool fer í eitthvað dómstólarugl og kanarnir kaupa þá, þeir fara að losa sig við ruslið, missa torres og kaupa dýrasta enska framherja allra tíma Andy carrol og slasaðann tannlækni frá Hollandi Luis Suaréz sem kemur og rústar okkur á Old Trafford og býr til þrennu fyrir liðsfélaga sína.
Við vinnum deildina, næsta ár töpum við deildinni á markatölu, svo kemur seinasti úrvalsdeildarsigur okkar þegar að city eru með meistaraþynnku.
Svo vinna city aftur deildina eftir æsilegt kapp við liverpool, bæði lið skora yfir 100 mörk og deildin vinnst á seinasta degi deildarinnar, svo taka við nokkur ár hjá liverpool þarsem þeir eru í topp 4 og allt gengur upp og niður, Klopp tekur við og í upphafi er það ströggl en liðið bætir sig og bætir, þeir setja met yfir flest stig í öðru sæti og vinna meistaradeildina.
Við eigum miðjumann í heimsklassa í Pogba, Bruno lýtur vel út, fred gæti verið nýtilegur, nafni stendur vaktina vel í markinu, Harry Maguire er með betri miðvörðum ensku deildarinnar, wan bisaka er skrímsli varnarlega, Rashford og Martial eru meira en góðir og eiga bara eftir að batna.
Hvar þarf að bæta liðið ? það vantar að fá menn til baka úr meiðslum einsog mctominay, pogba, rashford o.s.f.
Það þarf meiri breidd fyrir þau tímabil sem að menn eru meiddir, afhverju sér ekki högg á vatni þegar að Liverpool missa byrjunarliðsmenn ?
Afhverju eru Daniel James og Pereira að spila leiki fyrir liðið ?
Afhverju er Lingard að koma inná í leikjum til að breyta einhverju þegar ða hann er svarthol.
Það þarf að losna við rekaviðinn, fá inn hungraða metnaðarfulla leikmenn og persónulega veit ég ekki hvað á ða gera við Óla okkar.
gummi says
Við erum eftir að hrinja niður töfluna á næstu vikum
Björn Friðgeir says
Hjálmarst: Til að það sá hreinu að grunnástæðan er, hefur verið og verður áfram eigendurnir:
Á átta tímabilum frá 1997/8 til 2004/5 eyddi United að meðaltali 12,5% af veltu á ári í leikmannakaup.
Á átta tímabilum frá 2005/6 til 2012/13 eyddi United að meðaltali 4,9% af veltu á ári í leikmannakaup.
Síðan þá hefur verið stöðug panik.
davíð says
björn, það er ekki bara að eyða í leikmannakaup
þetta eru leikmennirnir sem hafa verið verslaðir, hvernig er farið með þá o.s.f.
við erum með einn dýrasta miðjumanninn, dýrasta varnamanninn o.s.f.
Björn Friðgeir says
Davíð: Bara síðasta setningin átti við síðustu ár.
Ég var að benda á að velgengnin sem Hjálmar var að tala um var á brauðfótum og eigendurnir eyddu engu í leikmannakaup á þeim árum sem Sir Alex var enn að vinna titla.
David says
Sjáið velgengi Liverpool núna og það er ekki byggt á því að versla og versla, hve oft hofum við hlegið að leikmannakaupum þeirra seinustu ár og gert grín að ?
Þeir versla rétt og liðið spilar sem heild, það eru engir veikir hlekkir og nánast öll kaup ganga upp á einhvern hátt, hve marga leikmenn hefur United misst frítt eða þeir tapa söluvirði fyrir að spila fyrir United ?
Hópurinn hjá United er dýrari en hjá Liverpool en hann er ekki verðmeiri.
Karl Garðars says
Annar klúbburinn er með plan í gangi og fylgir því.
Það var í gangi þegar sörinn var en síðan er allt búið að vera ein frantic vitleysa heilt yfir.
gummi says
Þeir hafa bara lang besta stjóran í dag
Birgir says
Sumir hafa komið Solskjær til varnar með að benda á slaka byrjun Jurgen Klopp með Liverpool liðið.
Munurinn er þó sá að Klopp breytir leikstíl liðsins. Skv. Milner (Ask a footballer) þá tvöfaldar hann æfingaálagið í fyrstu sem verður til þess að leikmenn hrynja í meiðsli og liðið var sífellt að tapa niður forskoti seint í leikjum vegna þess að þeir voru sprungnir.
Bætingin tók tíma, sérstaklega tók tíma að laga varnarleikinn og markvörsluna, en þegar það loksins tókst fylgdi gríðarlegur stöðugleiki.
Það sem hefur pirrað ansi marga er að Liverpool eru oft að klára leiki seint og margir tala um heppni í því sambandi. En þegar betur er að gáð þá er kannski engin tilviljun að þetta er allt í eina átt. Í deildinni þetta tímabil hefur liðið aldrei fengið á sig mark seint í leik. Ég held að öll mörk fengin á sig hafi komið fyrir 60 mínútu og aðeins einu sinni hafa þeir fengið á sig meira en eitt mark í leik.
Fyrir utan óbilandi trú á verkefninu þá er skýringin sú að liðið er í mikið betra formi en öll önnur lið í deildinni. Æfingaálagið sem Klopp inleiddi hefur skilað sér. Þegar horft er á gæði einstakra leikmanna þá er þetta vissulega helvíti gott lið en ekkert réttlætir að þeir séu með 22 stiga forskot og séu með sirka tvöfaldan stigafjölda á við Chelsea, United, Spurs og Arsenal. Lið sem þeir báru sig saman við fyrir tveimur árum.
Þess utan þá er eignarhaldið utan um LFC til fyrirmyndar. FSG gerðu Red Sox að besta hafnarboltaliðinu með því að beita nýjum og árangursríkum aðferðum til að ná árangri. Þeir vissu ekkert um fótbolta þegar þeir kaupa LFC og gerðu helling af mistökum sem þeir hafa lært af, en aðferðafræðin er í grunninn sú sama.
Svipað gildir um City, þrátt fyrir peningana þá eru þeir með stefnu sem þeir fylgja og árangurinn eftir því.
Hjá United er engin stefna í gangi, allt virðist handahófskennt og árangurinn eftir því.
Tómas says
@Birgir er þetta allt handahófskennt? Eða er þetta uppbyggingartímabil sem á eftir að skila sér í einhverju betra?
Held að fyrri stefna, (burned out) galactico stefnan í leikmannakaupum hafi verið rugl.
Finnst ég sjá ákveðna stefnu núna. Varðandi leikmannamál, þá er verið að reyna kaupa talent, eða háklassaleikmenn á vissum aldri. Auk þess að virkja unglingastarfið og fá leikmenn úr því inn í aðalliðið.
Einnig á að losa menn sem brenna ekki fyrir þetta lið.
Varðandi taktík það sem hefur skilað sér best er hraðar sóknir og liðið er farið að pressa betur og reynir gagnpressu.
Það er greinilega verið að reyna spila út frá markinu og reyna að forðast það að negla alltaf fram. Það sem liðið klárlega strögglar með er uppbygging sókna og að skapa gegn liðum sem liggja til baka.
Það skrifast að vissu leyti á mannskapinn en einnig á þjálfarateymið.
Það er líka klárlega oft búið að kortleggja bestu andstæðinganna vel eins og sést á heilt yfir góðum úrslitum gegn sterkustu liðunum.
Liðið hleypur meira og mikið hefur verið lagt upp úr því að liðið sé í topp líkamlegu standi. Það auk þunns hóps hefur samt skilað sér í meiðslum. En kannski líkt og hjá Liverpool skilar það sér seinna í betri árángri.
Þegar Móri var við stjórn, var þetta árángursdrifnara, átti frekar að leggja rútu eða varast styrk andstæðingsins. Bara leiðinlegt. Minni fókus á að byggja upp í átt að einhverju sustainable.
Ég er bjartsýnn á þessa stefnu en það er heilmikið en óunnið.
Veit ekki hvort að Solskjaer sé sá rétti til að leiða þetta lið. Líst vel á stefnuna. En hvort hann sé nógu sterkur í man management eða í að laða inn réttu þjálfarana o.sv.frv veit ég ekki. Vill gefa honum séns fram á næsta tímabil.