Frábær endurkoma hjá United á suðurströndinni í dag. Eftir brösóttan fyrrihálfleik en frábærann seinni hálfleik.
Óvænt byrjunarlið leit dagsins ljós klukkutíma fyrir leik. Martial varð veikur um nóttina og var því ekki í leikmannahóp United. Ómögulegt er að segja hvort leikuppstillingin hefði verið önnur ef hann hefði verið með. Ole stillti upp í hin umdeilda tígull þar sem Donny van de Beek byrjaði sinn fyrsta leik í deild. Greenwood kom aftur inn í liðið eftir fína innkomu í Meistaradeildinni í vikunni.
Bekkur: Henderson, Williams, Tuanzebe, Fosu-Mensah, James, Mata, Cavani
Southampton hélt sér við sama lið og gerði jafntefli við Wolves í síðustu umferð.
Byrjunarlið Southampton:
Fyrri hálfleikur
Miðað við upphaf leiksins var greinilegt að skilaboðin inn í leikinn væri að pressa hátt á lið Southampton. Suður strandar mennirnir voru greinilega ekki viðbúnir þessu því pressan gekk ágætlega sirka fyrstu 10 mínúturnar. Fyrsta færi leiksins kom á 6. mínútu þar sem Telles reyndi stungu sendingu á Greenwood sem gekk á einhvern hátt upp eftir mistök milli McCarthy og Vestergaard. Greenwood kom sér fram hjá McCarthy í markinu og bjóst maður þar með fyrsta marki leiksins, en knötturinn hafnaði í hliðar netinu. Bruno átt gott skot eftir korters leik sem fór af varnarmanni og í horn sem ekkert kom upp úr.
Það var svo á 23. mínútu þar þar sem Southampton fékk horn eftir aukaspyrnu utan af velli frá Ward-Prowse. Fyrirliðinn rölti út að hornfána og tók spyrnuna á nærstöng United þar sem miðvörðurinn Bednarek stakk sér milli Telles og Rashford og skallaði boltann inn. Þriðji leikurinn í röð gegn Southampton sem United fær mark á sig eftir horn. Við þetta mark virtust leikmenn Southampton tvíeflast og rúmlega það. Walker-Peters átti skot í Telles og þaðan fór hann í fjær stöng okkar manna. Eftir hálftíma leik bjuggu Southampton til annað dauðafæri fyrir Greenwood. McCarthy nelgdi þá boltanum beint á Greenwood sem óð að marki og þrumaði beint á McCarthy. Bruno reyndi að fylgja á eftir en McCarthy varði meistaralega frá honum af stuttu færi.
Eins og ég kom inn á í upphitun fyrir leikinn þá ætti United að forðast það í lengstu lög að gefa aukaspyrnur í skotfæri frá marki í leiknum. Það hefur eitthvað farið framhjá Fred sem krækti aftan í Djenepo vinstra meginn við vítateigsbogann og aukaspyrna dæmd. Ward-Prowse steig þá fram og krullaði knettinum yfir vegginn, alveg út við stöng og inn í markið. 2-0 eftir rúman hálftímaleik. De Gea hafði hönd á boltanum en spyrnan ansi góð. Eftir þetta róaðist leikurinn fram að leikhléi en okkar menn virtust vera heillum horfnir á meðann Southampton lék á als oddi.
Seinni hálfleikur
De Gea skall með hné sitt í mark stöngina við tilraunina við að verja aukaspyrnu mark Ward-Prowse og fór meiddur af velli í hálfleik. Inn á kom Dean Henderson. Einnig kom Cavani inn í framlínuna í stað Greenwood. Með inn komu Cavani breytti Ole leikuppstillinguni í 4-2-3-1 með Donny, Bruno og Rashford fyrir aftan Cavani.
Henderson byrjaði á að grípa tvö kraftlítil skot frá Walcott í upphafi síðari hálfleiks. Á 52. Mínútu komst Rashford einn í gegn eftir stungu sendingu frá Bruno, en McCarthy varði annað gott marktækifæri frá okkar mönnum. Cavani fékk svo færi eftir daraðadans eftir fyrirgjöf frá Bruno.
Eftir klukkutíma leik komust okkar menn upp hægri kantinn þar sem Cavani fékk knöttinn og sendi fyrir á Bruno fyrir miðju marki, sem tók á móti knettinum og rendi honum í markið. Sjöunda mark hans í deildinni. Cavani fékk svo erfitt skalla færi skömmu síðar sem fór framhjá.
Það var svo á 73. mínútu þar sem okkar menn jöfnuðu. Telles tók horn sem McCarthy kýldi frá, beint á Fred sem kom knettinum á Bruno. Hann skaut að marki þar sem boltinn fór af varnarmanni Southampton og í kjölfarið henti Cavani sér fram og skallaði í nettið.
Nú stefndi allt í en eina endurkomuna á útivelli hjá okkar mönnum. Það tókst hins vegar ekki fyrr en á þriðju mínútu uppbótartíma. Bruno tók þá aukaspyrnu langt utan af velli og renndi honum út á vinstri kantinn þar sem Rashford tók við boltanum og sendi fyrir. MATADOR! Hver annar en Cavani skallaði þá fyrirgjöf í netið og vann leikinn.
Maður leiksins, Cavani. Stoðsending og tvö mörk. Er hann orðinn fyrsta val í framlínuna?
Næsti leikur er 2. des gegn gömlu félögum Cavani í PSG kl.20:00. Tryggjum okkur þar vonandi í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Rúnar P says
Orðið vel þreytt allt þetta tal um Donny að byrja leik *æla* samt svakalega ánægður með að hann byrji
Rúnar P says
Er ég sá eini sem finnst skrítið að DeGea er að skutla sér inn í markið?
Turninn Pallister says
Úff guð minn almáttugur, nú segi upp Síminn sport á morgun…
Scaltastic says
Ward Prowse fluttur inn í sálina á okkar mönnum, hann þarf ekki að hafa áhyggjur á því að borga leigu.
Bjarni Ellertsson says
Jarðaför í gangi, einfalt, barátta og vilji ekki til staðar hvað þá einbeiting upp við markið. Getum ekki leyft okkur að mæta til leiks annan hvern leik. Þó leikurinn sé ekki búinn þá er ljóst að þetta er ekki dagurinn okkar.
Egill says
Það er allt annað að sjá vörnina okkar eftir að Ole hóf þessa uppbyggingu, alveg til fokking fyrirmyndar.
Master move hjá snillingnum sem lét Rashford dekka Bednarek í horninu, frábært skipulag líka í varnarleiknum almennt. Allt til fyrirmyndar.
Ole er að gera allt rétt, frábært, love it.
Frábært líka hvernig markmannsþjálfunin hefur skilað sér, De Gea betri en nokkru sinni í föstum leikatriðum.
Bjarni Ellertsson says
Við vitum allt um vörn og markmann sem önnur lið nýta sér, en framlínan mætir ekki alltaf klárir í bátana. Gefa eftir í návígjum sem þessi leikur gengur útá. Það virðst vera ákveðin kvöð hjá leikmönnum að spila fótboltaleik, vantar alla gleði.
Rúnar P says
Fuck hva þetta var flott hreyfing hjá Cavani – ManCrush….. 😍
Sindri says
Þetta goal scorer instinct hjá Cavani!!!!
Kemur með nýja hluti inn í liðið!
Koma svo tvö í viðbót!!
Egill says
Ole má eiga það að seinni hálfleikurinn var upp á 10,5.
Þvílík endurkoma, þvílíkur striker sem Cavani er.
Turninn Pallister says
Frábær endurkoma!
Sunnudeginum bjargað og Síminn Sport fær amk mánuð til :D
Golli+Giss says
Þetta er karakter. Hætta að gefa mörk í byrjun og gera sér þetta erfitt en um leið spennandi fyrir okkur. Þeir eiga eftir að spila við betri lið en Shton og þá er ekkert víst að góður endasprettur dugi. En frábær endurkoma. De gea má fá smá hvíld núna. Held að þegar Henderson er kominn í spilaform þá hentar hann betur í enska boltan.
Scaltastic says
Don’t call it a comeback!!!
Bjarni Ellertsson says
Hef sagt það áður að liðið heldur áfram að gera mann gráhærðan. Gekk upp að þessu sinni en allt spurning um að mæta með baráttu að vopni og ákveðni í hvern leik, þá er allt opið.
GGMU
Hjöri says
Hér geysast menn fram á ritvöllinn og hafa allt á hornum sér, og flest kommentin rituð áður en leik er lokið, alls eru þau orðin 14 þegar þettað er ritað. Leikinn sá ég ekki svo ég get ekki tjáð mig um hann, en leikurinn vannst sem er til bóta, en áður voru menn búnir að rakka liðið niður ætli það hafi ekki verið svona 10 kommentar eða svo sem höfðu allt á hornum sér. En í vikuni sem leið lék Utd við IB í meistaradeildini og vann leikinn 4-1 og viti menn, það voru 2 kommentar eftir þann leik, já tveir kommentar sagt og skrifað. Nú spyr ég geysast menn fram á ritvöllinn bara þegar liðinu gengur illa (oftast eru þetta sömu mennirnir) kunni þið ekki að kommenta þegar velgengni er hjá liðinu? Eða eru þið kanski ekki sannir stuðningsmenn liðsins?
Turninn Pallister says
Jújú, ég er nú að minnsta kosti oftast nokkuð „virkur“ í commentakerfi djöflanna, en missti því miður af leiknum á móti IB. Fannst ekki beint við hæfi að tjá mig um leikinn þar sem ég einfaldlega sá hann ekki.
Hef samt reynt að halda mig á jákvæðu nótunum, en stundum á maður erfitt með sig þegar liðið spilar illa (eins og í fyrri hálfleik í dag).
Auðunn says
Fannst United heilt yfir góðir í þessum leik, fengu tvö dauðafæri til að komast yfir í fyrrihálfleik og áttu þennan sigur skilið að mér fannst.
Sveinbjörn says
Missti af fyrri hálfleiknum, en ákvað nú samt að horfa á þennan seinni. Yfirleitt síðustu mánuði og ár þegar United er undir þá finnst manni ólíklegt að þeir vinni. Maður horfir á liðið spila og fær einhvern veginn á tilfinninguna að við erum ekkert að fara að vinna þennan leik. Hins vegar fékk ég á tilfinninguna í dag að við myndum taka þetta, amk ná jafntefli. Það sást bara á yfirbragðinu á liðinu. Það er vonandi að þessi stemming haldi áfram hjá okkar mönnum í næstu leikjum, en þegar meirihluti liðsins er í stuði eins og í seinni hálfleik í dag þá eiga fá lið séns í okkur.
Annað, Cavani á greinilega nóg eftir og sést það líka í þeim leikjum sem hann skorar ekki í. Hann er gríðarlega vinnusamur og sýnir mikinn dugnað á vellinum. Sé ekki að Martial sé að fara að ýta honum úr liðinu svo auðveldlega. Sem betur fer að mínu mati, en mér finnst Martial ekki vera með rétta hugarfarið, þó hæfileikarnir séu vissulega til staðar. Sjáum til.
Það þarf varla að tala mikið um Bruno. Líklega besti leikmaður deildarinnar á þessu tímabili ásamt Son.
Tómas says
@Hjöri. Skilgreinist maður sem ,,alvöru“ stuðningsmaður United ef maður kemur inn á þessa síðu og skrifar eftir hvern leik?… það finnst mér mikið bull.
Held að það sé ósköp eðlilegt að menn hafi meira að segja hér þegar illa gengur.
Annars var þetta ánægjulegt í dag. Meira af Cavani takk!
Þorsteinn says
Þetta var stór skemmtilegur leikur og ég er nú ekki sammála að liðið hafi spilað illa í fyrri hálfleik þó það hafi ekki tekist að skora. Þessi tvö mörk Saints fannst mér samt frekar ódýr og De Gea hefði átt að verja þetta seinna allan daginn. Loksins komið þokkalegt run á okkar menn og ef næstu 10 leikir vinnast þá fæ ég aftur trú á Solskær. Gæðin eru til staðar hefur maður séð á tímabilinu en það vantar stöðugleika og drápseðli til þess að við náum að vinna þessa deild.
Karl Garðars says
Sá ekki leikinn beint og var að bæta úr því rétt í þessu. Það er léttara yfir manni þegar maður veit úrslitin fyrir en það er eðlilegt að fólk sé ekki sátt með fyrri hálfleikinn, hann var hreinasta hörmung. Þetta var Southampton ekki AC Milan eða Bayern Munchen, gleymum því ekki.
Og það breytir litlu þó liðið hafi fengið færi því við höfum því miður ekki verið sérlega iðin við að nýta akkúrat svona færi hingað til.
Við höfum ekki verið að fá á okkur mikið af mörkum eftir Tottenham en þessi mörk sem eru að leka inn eru eiginlega öll regin klúður fremur en stórkostleg spilamennska hinna liðanna og það leggst illa í mig.
Mér finnst kaldhæðni Egils #6 eiga vel rétt á sér í ljósi þessa. Það er allt of mikið af fundamental mistökum og einbeitingarleysi að eiga sér stað til þess að láta það óátalið.
Gleymum því heldur ekki að fólk má hafa skoðanir og það má líka skipta um skoðun á 93 mínútu eða whenever án þess að internetvörðurinn mæti með naglaspýtuna. 🙂
Leikurinn já! Gríðarlega sterkt að koma svona til baka og mörkin ávöxtur baráttuerfiðis. Vonandi er þetta að smella hjá okkur því það er ennþá töluverður tími í að maður fyrirgefi Ole að tapa einhverjum stigum gegn minni spámönnum.
Ég er svo hrikalega ànægður með að Cavani hafi komið inn og vona að hann verði þar á kostnað Martial núna í framhaldinu. Hann er sívinnandi og okkur vantar þetta element til að taka verkefnin á hærra plan. Fred og Bruno hafa þetta og Rasford á meðan hann lætur ekki dómara fara of mikið í taugarnar á sér. Næst myndi ég vilja sjá okkur spila með einn afturliggjandi miðjumann í sumum leikjum og kannski fyrst og fremst að Pogba, Martial, McT, Shaw, Axel og Greenwood róterist inn í liðið í innáskiptingum. Þá sjáum við hvort Frakkarnir átti sig á að þeir eru ekki ómissandi og bæti leti attitudið eða hvort þeir megi ekki bara fara.
Til hamingju með fína 3 punkta!
Rúnar P says
Fyndið hvað engin saknið Pogba í dag ;)