Ágætis rótering á liðinu en þó sterkt
Varamenn: Grant, Fosu-Mensah, Shaw, Fred, Lingard, Martial, Rashford
United byrjaði mjög vel, en það er ekki á hverjum degi sem lið skorar tvö mörk á fyrstu þremur mínútunum þannig við verðum að tempra væningar. Það litu þó færi dagsins ljós fyrstu mínúturnar, United fékk þó ekki meira úr því en nokkur horn, heil fimm þannig fyrstu tíu mínúturnar.
Áfram hélt pressan og United fékk boltann hvað eftir annað inni í teig en náðu aldrei að skora, bæði voru þeim mislagðir fætur eða Robin Olsen eða vörn Everton náði að blokka.
Það voru liðnar meira en tuttugu mínútur þegar Everton ógnaði fyrst, Gylfi sólaði inn í teig en Harry Maguire hreinsaði.
United kom til baka og náði aftur upp pressunni og eitt skemmtilegra færið kom þegar Alex Telles gaf fastan bolta fyrir, Mason Greenwood stakk sér fram og skallaði en boltinn fór rétt framhjá fjær stöng.
En það er vitað mál að það er ekki nóg að yfirspila andstæðinginn ef ekki eru skoruð mökr og upp úr því að hálftími var liðinn af leik fór Everton að ógna meira. Gylfi átti fínt skot úr aukaspyrnu en varsla Henderson var sömuleiðis fín.
Síðustu mínúturnar voru United í sókn en það féll ekki fyrir þeim.
Fínn fyrri hálfleikur en það voru samt vonbrigði að hafa ekki skorað, sambland af óheppni og að nýta ekki hálffæri.
United hélt að mestu uppteknum hætti eftir að seinni hálfleikur fór í gang en sem fyrr voru færin ekki alveg nógu opin og hálffæri ekki nýtt.
Ole gerði loksins breytingu á 67. mínútu, Van de Beek og Greenwood fóru útaf og Rashford og Martial inná. Það breytti ekki miklu, United sótti en skapaði litla hættu og leikurinn var tíðindalítill. Everton áreiðanlega ekkert illa við að leikurinn stefndi í víti og á 83. mínútu kom Luke Shaw inn fyrir Alex Telles hugsanlega með vítin í huga.
En seinni hálfleikurinn fékk mark sem hann átti varla skilið, United sótti upp, Martial gaf á Cavani sem lagði boltann fyrir sig rétt fyrir utan teig og hamraði hann svo í efra hornið fjær. Glæsilegt mark, rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok.
Dómarinn bætti við fimm mínútum, Everton sótti en á síðustu mínútunni fékk United gullin tækifæri til að bæta við, Bruno Fernandes skaut í vinkilinn út, rétt á eftir komust Cavani og Rashford inn í teiginn, Rashford tók skotið eftir samspil beint á Olsen, en allt er þegar þrennt er því þegar Everton sótti eftir þetta færi misstu þeir boltann, Rashford renndi boltanum inn fyrir vörnina á Martial og núna loksins voru engin mistök gerð og Martial tryggði sigurinn og sætið í undanúrslitunum.
Sanngjarn sigur en ekki alveg nógu góður leikur. Fyrstu 25 mínúturnar fínar en eftir það var þetta dræmt. Kannske hægt að vona að þetta hafi ekki verið of þreytandi fyrir þá leikmenn sem munu byrja stórleikinn gegn Leicester í hádeginu á annan í jólum, sigur og United fer upp fyrir Leicester í annað sætið.
En það verður efni í jóladagsupphitun, þangað til óskum við ykkur öllum
Scaltastic says
Vill taka það fram fyrst að ég lít ekki jafn stórt á Carrabo eins og FA cup. Að því sögðu þá finnst mér það vera í besta falli galin ákvörðun að hvíla ekki Maguire og Bruno. En vonum það besta :)
Egill says
Skiptingarnar hjá Ole gerði spilamennskuna bara í alvöru verri en hún var.
Rashford sparkar eins og hann sé með blý í skónum.
Turninn Pallister says
Ég fer sáttur á koddann, vorum alltaf betra liðið í þessim leik og fannst skiptingarnar gera gæfumuninn á endanum. Getum svo rætt það fram og til baka hversu mikilvæg þessi keppni er og hvort réttlætanlegt sé að nota lykilleikmenn í 90 mínútur. Ég persónulega held að það sé mikilvægt að við reynum að halda okkar ágæta gengi áfram og finnst það jákvætt að við förum í alla leiki með það að markmiði að vinna þá. Áfram veginn og allt það 😉
Cantona+no+7 says
Ole
Brynjólfur Rósti says
Fannst fyrsti hálftíminn eða svo frábær. 5 horn á innan við 10 mín og hrúga af færum og hálffærum. Vonandi fyrirboði um það sem koma skal, með örlítið betri nýtingu þó. Tökum City í undanúrslitunum og vinnum svo Brentford í úrslitaleiknum. 😄
Gleðileg jól!
Heiðar says
Þessi keppni er orðin mikið stærri en hún var í kringum aldamótin þegar að stóru liðin sendu unglingaliðin til leiks. Annars væru Man.Ciyuqsk ekki búnir að vinna keppnina síðustu fjögur skipti af fimm.
Fín úrslit gegn Everton liði sem hefur verið á góðu róli.