Aaron Wan-Bissaka var meiddur og Victor Lindelöf fór í hægri bakvörðinn, en Eric Bailly kom inn.
Varamenn: Henderson, Telles, Tuanzebe (66′), Lingard, Matic, Pogba (54′), van de Beek, Cavani (75′), Greenwood
Leicester var óbreytt frá sigrinum á Tottenham um síðustu helgi.
Bæði Marcus Rashford og Jamie Vardy fengu færi á fyrstu mínútunum. Rashford skallaði yfir af markteig úr fyrirgjöf Bruno Fernandes og hann hefði átt sannarlega að skora en Vardy setti svo boltann yfir eftir fyrirgjöf James Justin.
Leikurinn var síðan frekar óreiðukenndur, Leicester var mun meira með boltann, beittu hápressu á United og einu seinn var United næstum búið að brotna undir þeirri pressu, Shaw setti boltann á De Gea sem olli ekki fótavinnunni og sendi á mótherja en fyrirgjöf úr því endaði á að Eric Bailly komst í sendinguna.
En Marcus Rashford bætti fyrir mistökin á 23. mínútun, þegar vörn Leicester opnaðist illa. Dan James lagði boltann fyrir teiginn, Bruno Fernandes teygði sig í hann og potaði boltanum milli tveggja varnarmanna sem voru ekki nógu vakandi, og Rashford kom á hlaupinu og skoraði örugglega.
Mynstur leiksins breyttist ekkert, og á 31. mínútu jafnaði Harvey Barnes, Bruno missti boltann utan teigs og Barnes fékk sendingu, lék upp að teig og fékk skotfæri sem hann nýtti. Bruno átti þarna sök, en líka Maguire sem átti sendinguna á hann og síðan voru Fred og McTominay alltof slakir í að stoppa Barnes.
Það sem eftir var leiks sótti Leicester meira en leikurinn var tíðindalaus og jafnt þegar blásið var til hálfleiks.
Leicester komu grimmari úr klefanum og sótt stíft frá upphafi og United liðið var allt komið í vörnina.
Ole gerði snemma skiptingu og Pogba kom inn fyrir Dan James sem hafði slakur að venju.
Áfram hélt pressa Leicester og loksins náði United samt skyndisókn á 61. mínútu, Leicester komst inn á milli en McTominay vann aftur boltann og Fred stakk inn á Rashford, en Schmeichel varði vel.
Eftir þetta varð United frískara, Pogba kom vel inn í leikinn. Victor Lindelöf meiddist og Tuanzebe kom inn á og þetta var allt í járnum þarna á eftir.
Loksins kom svo Edinson Cavani inná fyrir Martial. Martial hafði verið nær ósýnilegur ef frá er talið að hann tók sprett innfyrir einu sinni og setti boltann í netið, en var rangstæður. Það bar árangur strax, Cavani fékk boltann á miðjunni og átti þessa fínu stungusendingu á Bruno Fernandes sem skildi varnarmenn eftir og skaut í fyrstu snertingu, í hornið fjær fram hjá Schmeichel og United komið yfir.
En Leicester hélt áfram og gafst ekki upp og uppskar jöfnunarmarkið. Ayoze Perés átti ágæta sendingu inn á teiginn, Jamie Vardy tók eitt skref frá Maguire og Bailly sem áttu að vera að passa hann og tók skotið, boltinn fór í Tuanzebe og í markið.
Slakt hjá United vörninni.
Leikurinn rann síðan út á svipaðan hátt.
Úrslitin eru mikil vonbrigði eftir að hafa komist tvisvar yfir, en að samaskapi sanngjörn, Leicester var mun meira með boltann, og United átti fá færi og sköpuðu lítið. Vörn United var oftast þokkaleg en bæði mörk Leicester skrifast á hana, ekki nógu vakandi í þeim báðum. Rashford hefði getað skorað tvö mörk í viðbót.
En stig er stig og það er margt gott við liðið, ekki síst Bruno Fernandes sem er hugsanlega besti miðjumaður í heimi í dag.
ElliMý says
Bailly verður miðvörður og Lindelof fer í hægri bak
Koma svo…
😎🎅
Karl Garðars says
Vona að Hames launi traustið. Sterkur bekkur.
Turninn Pallister says
Skemmtilegur leikur en svekkjandi úrslit. Þurfum að fara að stoppa í götin í vörninni okkar og nýta betur þau færi sem við fáum. Hefðum með réttu átt að vinna í dag þó svo jafntefli sé enginn heimsendir.
Einar Ingi Einarsson says
Afhverju Cavani ekki í byrjunarliðinu það kostaði okkur sigur í þessum leik .
Karl Garðars says
Set ? við DDG í báðum mörkum og svo er það þessi færanýting hjá Rashford og Martial. Annars fín frammistaða hjá öllum.
Fred og McT út um allan völl og Shaw mjög góður.
Ég var að vona að James myndi koma með fullan poka af sokkum en óttaðist að hann yrði frekar gagnslaus þarna sem kom svo á daginn.
Þetta var mikilvægur leikur og ágætlega uppstilltur þó svo að ég hefði kosið Pogba inn fyrir James og Cavani fyrir Martial í byrjunarliði.
Brendan var líklega ekki að fara Gung ho í þennan leik og því hefði planið mátt vera aggresívt framan af eins og á móti Leeds.
En ef og hefði, leikurinn skemmtilegur og útslitin enginn heimsendir í stóra samhenginu. Það verða öll töpuðu stigin á heimavelli sem ráða úrslitum hugsa ég.
Egill says
Hrikalega svekkjandi úrslit.
Enn einu sinni er barnalegur varnarleikur og ömurleg færanýting að kosta okkur.
Það er til skammar hvað Rashford kemst upp með að klúðra mörgum dauðafærum, og reyndar Martial líka. Ef þessir gæjar ætla að vera framtíðarframherjar hjá okkur þurfa þeir að eyða meiri tíma á æfingasvæðinu, þetta er ekki hægt lengur.
Mér dettur ekki í hug að kenna De Gea um þessi mörk. Bruno reynir að klobba leikmann rétt fyrir utan teig, og svo leyfir McTominay gæjanum bara að fá frítt svæði til að hlaða í skotið, hann átti aldrei að fá þennan tíma til að skjóta. Baily reynir að komast fyrir skotið á meðan McTominay stóð bara eins og asni og horfði á. Skotið var fast og De Gea átti ekki séns í þennan bolta.
Seinna markið var klúður þar sem Leicester maður (man ekki hver) fékk allan tímann í heiminum til að leggja boltann út á Vardy sem gerir vel í að skapa sér pláss. Þessi varnarleikur verður að batna, þetta er alveg til skammar fyrir félag af þessari stærðargráðu.
En þessi tilraun með Daniel James hlýtur að vera fullreynd núna. Hann kann ekkert í fótbolta, er aumari en ungabarn og skilar akkúrat engu til liðsins. Skelfileg kaup í alla staði, ég get svo svarið það að Lingard væri skárri kostur, og þá er það slæmt. James er örugglega versti leikmaður sem hefur spilað fyrir Man Utd síðan Macheda var og hét.
Annars var Martial slakur í dag, en maður bíður alltaf eftir töfrum frá honum, sem koma sjaldnar og sjaldnar þessa dagana. Ég veit að hann og Rashford vilja báðir vera #9 en hvorugur virðist hafa það sem til þarf, eini strikerinn í þessu liði er Cavani og hann er enn að komast í leikform.
Pogba átti lélega innkomu og McTominay náði ekki að fylgja eftir frábærum leik gegn Leeds, en var þó ekki lélegur beint heldur í dag.
Svo finnst mér glatað að þegar miðlungsbakvörðurinn okkar meiðist, fer allt í kerfi og við þurfum að stilla upp einhverju 434 leikkerfi því við erum ekki með annan bakvörð.
En heilt yfir var leikurinn flottur hjá okkur, við þurfum að læra að klára leiki og fá nýja varnarmenn inn því þeir sem eru til staðar eru bara alls ekki nógu góðir, Bailly er okkar besti varnarmaður en er stundum of villtur og of meiðslagjarn, Lindelof er næstur en hann á „sín móment“ reglulega og svo er Maguire bara flækjufóturinn Maguire.
SHS says
Vildi stundum að ég gæti gefið þumalinn niður líka.