Liðið var nokkuð viðbúið
Varamenn: Henderson, Telles, Bailly, Tuanzebe, James, Matic, Van de Beek, Greenwood 81′, Martial 37′
Hjá Arsenal vantað Kiernan Tierney og Bukayo Saka
Fyrstu mínútur leiksins sóttu bæði lið nokkuð á án þess að hafa mikið upp úr krafsinu, United voru kannske aðeins meira með boltann en samt ekki þannig að það teldist yfirburðir. Hvorugt lið náði að skapa hættu, sóknir United upp að teignum voru þó skemmtilegri en ekkert sem þurfti að skrá til bókar. Fyrsta hornið kom enda ekki fyrr en á 20. mínútu, boltinn barst til Fred utan teigs sem fékk að skjóta óáreittur en Leno kom bláfingurbroddunum í boltan og stýrði honum framhjá. Úr því horni varð ekkert nema Arsenal sókn sem endaði á skoti Smith Rowe framhjá.
Áfram voru leikmenn beggja liða frekar mistækir, oft eins og einbeitingin væri ekki alveg í lagi, en jafnvel það skapaði ekki færi, frekar að sóknir færust fyrir.
McTominay var búinn að vera að kveinka sér í þó nokkurn tíma og þurfti svo að fara útaf á 37. mínútu. Inn á kom ekki Nemanja Matic ens og mörg hefðu búist við heldur Anthony Martial. United hafði verið þó nokkuð meira með boltann og áætlunin að koma meiri krafti í síðasta þriðjunginn, enda hafði ekkert gerst inni í teig.
Loksins á 43. mínútu kom færi, en Rashford var aðeins of lengi að athafna sig og endaði á að gefa út á Fernandes sem skaut í vörnina en Thomas Partey fór í hann of seint og United fékk aukaspyrnu í vítahálfhringnum. Bruno skaut yfir.
Willian kom inná fyrir Martinelli í hléii og átti að skora með fyrstu snertingu, fékk boltann á auðum sjó á fjær stöng en var alltof lengi að leggja hann fyrir sig og Wan-Bissaka komst fyrir skotið. Arsenal komu mun grimmari úr klefanum og Maguire þurfti að blokka skot Lacazette skömmu síðar.
United tókst samt loksins að drepa þessa sóknartilburði Arsenal og ná aftur tökum á leiknum. Þeir fengu svo frábært færi, Martial og Shaw léku flott inn í teig og Shaw nelgdi fyrir og Cavani skaut framhjá, horn var dæmt en erfitt að sjá hvers vegna.
Aftur snerist leikurinn Arsenal í vil en enn voru leikmönnum mislagðir fætur, sendingar fóru á mótherja og því um líkt.
Arsenal fékk svo sitt færi, Lacazette vann aukaspyrnu rétt við teiginn eftir baráttu við Maguire, tók hana sjálfur og hamraði boltanum í slá. Úr næstu sökn var það svo Smith Rowe sem fékk skotfæri, nelgdi en De Gea varði mjög vel.
United hafði ekki komist á Arsenal þriðjunginn í rúmar fimm mínútur en komst loksins í hraða sókn sem endaði á að Arsenal hreinsaði í horn.
Mun viðburðaríkara fyrsta kortérið í seinni hálfleik en allur fyrri var. Arsenal var svo áfram sterkara liðið og enn sem fyrr var mistækni reglan frekar en undantekningin.
Loksins þegar tíu mínútur voru eftir gerði Solskjær skiptingu. Rashford hafði verið slakur í leiknum og Mason Greenwood kom inn á þó fyrr hefði verið.
Enn á ný fengu Arsenal færi, Pépé með fínt skot úr teignum hægra megin, rétt framhjá fjær. Martin Ödegaard var í öðru sæti í kosningu norska sjónvarpsins um mann leiksins þegar hér var komið sögu og því kominn tími á að hann kæmi inná, fyrir Smith Rowe.
Wan-Bissaka braut klaufalega á Willian á 86. mínútu en Cédric skaut yfir, og hinu megin frékk United svo frábært tækifæri að vinna leikinn, Wan-Bissaka gaf fyrir og Cavani teygði sig í boltann og skaut framhjá, hefði kannske betur látið Martial skjóta sem var alveg í bakinu á Cavani, smá klúður að vera báðir í boltanum.
En leiktíminn rann út án marka, bæði lið geta þakkað fyrir stigið og eins og Gary Neville sagði átti líklega hvorugt liðið sigur skilinn.
Það eru greinileg þreytumerki á liðunum og nóg eftir af tímabilinu. Það verður enn meiri nauðsyn að hvíla menn, en núna taka við tveir hörkuleikir gegn Southampton og Everton sem eiga að vinnast en geta reynst mestu bananahýði.
gummi says
Hvernig eiga leikmenn að getað sannað sig þegar þeir fá engar mínútur í leik
Helgi P says
En klikkar Solkjær í leikjum hann verður að drullast til að gera skiftingar í leikjum alveg óþolandi að horfa á þetta leik eftir leik
Einar Ingi Einarsson says
Rashford pirrar mig verulega tekur svo oft rangar ákvarðanir
Gisli says
Ole
MSD says
Ansi viss um að frammistaða Diallo gegn U23 liði Liverpool verði til þess að hann banki hressilega á dyrnar hjá aðalliðinu. Gæti verið spennandi kostur að hafa hann á bekknum í aðalliðinu og henda inná undir lokin til að koma andstæðingnum á óvart.
Annars hlýtur Cavani að sofa illa í kvöld. Tvö dauðafæri sem fóru í súginn í dag.
Bruno og liðið lookar frekar þreytt finnst mér. Ég held svei mér þá að það væri ekkert vitlaust að hvíla hann og gefa VDB séns í næsta leik í holunni.
Helgi P says
Solskjær getur alveg haft bara 13 leikmenn á skýrslu hann treystir ekki fleirum þess vegna erum við að fara sjá liðið okkar hrinja niður töfluna
Steve Bruce says
Mata spilaði frábærlega í byrjun tímabilsins en var svo settur í frostið. Skil ekki af hverju hann fær aldrei eina einustu mínútu lengur.
Egill says
Ég veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja. Við vorum heilt yfir sterkari aðilinn í þessum leik og sköpuðum betri færi, og vörnin okkar var bara mjög góð í dag. Þá meina ég varnarmennirnir okkar, varnarleikurinn sem slíkur var enn og aftur mjög lélegur á köflum. Ég hef verið duglegur að gagnrýna Maguire í gegnum tíðina en hann var mjög solid, og Lindelof átti einn af sínum góðu dögum líka. Miðjumennirnir voru upp og niður í leiknum og af einhverri stórkostlegri ástæðu sjá menn aldrei ástæðu til þess að loka á manninn með boltann fyrir framan teig, og gefa endalaus skotfæri. Það er eins og þeir geti bara pressað menn á miðjum velli. Bæði Fred og McTominay gáfu mönnum bara séns fyrir utan teig, og þetta er ekki í fyrsta skiptið. Meira að segja Pepe leit út eins og háklassaleikmaður á köflum, sem er að mínu mati næst ofmetnasti leikmaður Arsenal, á eftir 22 ára undrabarninu sem ABU Tómas dásamaði allan leikinn, en hefur ekki afrekað neitt annað en að vera sendur á lán trekk í trekk.
Rashford átti enn einn leikinn þar sem hann virðist vera annars hugar og oft hreinlega latur. Hér áður fyrr var hann með þetta natural instinct sem gerði hann svo hættulegan, í dag má hann ekki fá svo mikið sem sekúndu til þess að hugsa því þá tekur hann ranga ákvörðun, eða hugsar of mikið og missir boltann. Það er eins og það sé búið að gelda hann sem sóknarmann, og ég er alls ekki að tala um þennan eina leik, þetta hefur verið í honum lengi en er bara að versna. Ég hef þó fulla trú á honum en hann þarf að rífa sig í gang. Ég veit að þetta hljómar ógeðslega illa, en þótt við séum öll ótrúlega stollt af því sem hann hefur verið að gera fyrir börnin í bretlandi, þá er ég hræddur um að þetta sé að hafa áhrif á fótboltann hjá honum. Þetta er eintómt gisk hjá mér, en ég held að Ole þurfi að taka erfiða ákvörðun með hann ef hann rífur sig ekki í gang. Ég vona samt frekar að þetta sé svona andlegur veggur sem hann er kominn í, og að hann þurfi frekar að taka skref aftur á bak og átta sig á því að það er ekki nóg að meika það, þú þarft að halda áfram að leggja þig allan fram. En svo má líka vera að ég sé að oftúlka þetta og það sé eitthvað allt annað að angra hann, blæðandi gyllinæð eða whatever, en hann þarf að rífa sig upp aftur.
Svo hlýtur það að vera ákveðinn skellur fyrir VDB að sjá out of form Martial vera settan á völlinn fyrir McTominay frekar en hann.
En það sem truflar mig mest við þennan leik var pungleysi Ole. Við vorum með stjórn á leiknum lengi vel en vorum ekki að skapa okkur færi af neinu viti. Svo taka Nallarar stjórnina í seinni hálfleik og Ole bregst ekki við fyrr en of seint, og þegar Nallarar voru farnir að sætta sig við stigið gerði Ole það líka, aldrei hefðum við séð SAF gera það, hann hefði reynt við þrjú stigin, Ole þorði því ekki.
Ég sá einn góðan punkt á Twitter í dag, það er merkilegt að þjálfarinn (Ole) hafi orðið frægur fyrir að vera Supersub, þegar hann virðist ekki hafa hugmynd um hvenær eigi að gera skiptingar sjálfur.
Heilt yfir sáttur með frammistöðu margra í leiknum, en mér fannst þjálfarinn bregðast okkur í dag, og það er þjálfarinn sem verður að bera ábyrgð á því að við séum að missa af City og að dippers séu að fara að anda í hálsmálið á okkur, rétt eins og hann fékk hrósið fyrir að koma okkur í fyrsta sætið um daginn. Ég hefði sætt mig við stigið í dag ef Sheffield skitan hefði ekki átt sér stað.