Fyrir leik var auðvitað ljóst að það þurfti eitthvað stórt að gerast til að United kæmist ekki í úrslit Evrópudeildarinnar.
Samt stillti Ole upp sterku liði, að venju, en gaf þó Donny van de Beek sjaldgæfan leik í byrjunarliði. Eric Bailly byrjaði sömuleiðis og David de Gea sinnti áfram hlutverki sínu sem bikarmarkvörður
Varamenn: Grant, Henderson, Alex Telles, Lindelöf, Tuanzebe, Williams, Amad, Mata, Matic, McTominay, Elanga, Rashford
Lið Roma leit svona út
Það var hasar strax eftir þrjár mínútur, De Gea þurfti að taka á honum stóra sínum og varði vel. Roma fékk horn og skalli endaði í hliðarnetinu. Eftir smá meiri derring frá Roma tókst United að komast inn í leikinn en Roma voru þó meira með boltann. Eðlilega voru United menn ekkert að þreyta sig um of en hefðu samt mátt vera aðeins meira vakandi á köflum.
United fékk lokins færi á 20. mínútu, vörn Roma opnaðist, Cavani fékk sendingu og ákvað að taka innanfótarvippu yfir markvörðinn, en aðeins of fast og boltinn fór ofan á slána. Cavani var svo aftur á ferð, var kominn inn í teig, hamraði á markið og beint í handlitið á Mirante og í horn.
Sem fyrr segir var vörn United ekki alveg með kveikt á öllum og Bailly missti Mkhitaryan inn fyrir sig , en Mkhitaryan skallaði framhjá. Vildi samt til að hann var hárfínt rangstæður. En þó vörnin væri slök var David de Gea alveg tilbúinn og varði tvívegis frá Pellegrini og því var það þegar Edinson Cavani skoraði þá var það forystumark. United kom í hraða sókn, Fred gaf innfyrir, Cavani var hárfínt ekki rangstæður og þegar hann átti 2 metra í að komast að teignum þrusaði hann boltanum í netið. Gríðarfast skot sem Mirante átti ekki séns í.
Hinu megin var Eric Bailly enn að gera sitt versta, missti aftur af Mkhitaryan og enn og aftur var það De Gea sem bjargaði.
Síðasta færið fékk svo Bruno Fernandes, en hann sveigði boltann framhjá marki Roma þegar hann fékk skotfæri í teignum.
Eitt núll í hálfleik og leikurinn auðvitað í raun búinn. Alex Telles og Brandon Williams komu inná fyrir Shaw og Wan-Bissaka, bakvarðaskipting sem Van Gaal hefði getað verið stoltur af. Wan-Bissaka reyndar á gulu og óþarfi að hætta honum frekar.
Roma var síðan mun betra í seinni hálfleik og það var því ekki óvænt að Edin Dzeko skallaði boltann í netið á 57. mínútu. Pellegrini átti einkennilega sendingu inn á markteiginn, Maguire náði ekki að skalla og Dzeko var aðeins of frír.
Roma fékk aukinn kraft við þetta, tveimur mínútum síðar var Fred að dekra við boltann við teiginn, Pellegrini tók boltann af honum með einfaldri sendingu inn á Cristante og hann gerði engin mistök.
Það hefðu síðan átt að vera þrjú mörk á fimm mínútum því það var aðeins frábær markvarsla David de Gea sem bjargaði þegar Pedro skaut frá markteig eftir að de Gea varði skalla Bailly en hélt ekki boltanum.
Og enn liðu ekki nema tvær mínútur þangað til De Gea bjargaði aftur í dauðafæri, Mkhitaryan skaut tveim metrum frá marki og í fæturnar á De Gea og síðan rúllaði hann eftir marklínunni.
Ótrúlegar mínútur og það varð að gera eitthvað, þetta eitthvað var að skipta Matic inná fyrir Pogba til að þétta vörnina.
Þá loksins gerðu United menn eitthvað, Greenwood komst í færi, skaut yfir Mirante en framhjá stönginni. Þetta slökkti í Roma og það var Edinson Cavani sem kláraði leikinn. Bruno Fernandes gaf inn á teiginn og Cavani kom óáreittur á ferðinni, skallaði í jörðina og inn, óverjandi fyrir Mirante og staðan orðin jöfn á 69. mínútu.
Fjörið hélt nú samt aðeins áfram, De Gea varði áfram vel og svo fékk Cavani að hvíla sig og Marcus Rashford kom inná. En það var varamaður Roma, Zalewski sem setti boltann í netið, sýndist vera rangstæður en markið stóð nú samt og Roma komið í 3-2. Alex Telles fékk svo þetta skráð á sig sem sjálfsmark
Þá kom Juan Mata inná fyrir Bruno Fernandes og loksins varð leikurinn aðeins rólegri síðustu mínúturnar þangað til United gat fagnað því loksins að vera komið í úrslitaleik og mæta þar Villareal.
Þessi niðurstaða var klárlega fyrst og fremst David de Gea að þakka og hetjuvörslum hans. Það var svo Edinson Cavani sem var lykillinn að restinni, aðrir voru næstum statistar í þessum leik. Þessi frammistaða var engan veginn ásættanleg ein og sér en nægði nú samt þökk sé frábærum úrslitum í fyrri leiknum.
Egill says
Bruno, Cavani og De Gea bestu leikmenn fyrri hálfleiks.
Sjokkerandi vörn hjá okkur enn eina ferðina. Roma hafa komist í alltof mörg góð færi, en sem betur fer 2016 De Gea mætur í markið :)
Bjarni Ellertsson says
Lukkan mrð oss í kvöld.
Egill says
Telles, Williams, Maguire og Fred eru leikmenn sem þetta lið mun svo engan vegin sakna.
Ef við hefðum ekki haft Matic á bekknum hefðum við í alvörunni getað dottið út miðað við hvernig leikurinn var að spilast.
Einar Ingi Einarsson says
Það er óskiljanlegt hvað liðið getur orðið lélegt .