Síðan er komin upp aftur eftir tæknileg vandamál, rétt í tæka tíð til að minna á leikinn gegn Liverpool á eftir kl 16:30.
Við getum ekki beðið!!
Björn Friðgeir skrifaði þann | 10 ummæli
Síðan er komin upp aftur eftir tæknileg vandamál, rétt í tæka tíð til að minna á leikinn gegn Liverpool á eftir kl 16:30.
Við getum ekki beðið!!
Björn Friðgeir skrifaði þann | 19 ummæli
Það var ekki bara afveltan eftir ofát jólanna sem olli því að umfjöllun um fyrri hálfleik í þessum leik er engin. Einu færin í þessum hálfleik voru misgáfuleg langskot. Bæði Sá og Onana áttu eina fína vörslu hvor reyndar en annars var þetta tíðindalaust. United aðeins betri á boltanum en ósköp lítið sem kom úr því.
Það tók Bruno Fernandes hins vegar aðeins 85 sekúndur í seinni hálfleiknum til að næla sér í sitt einna gula spjald í leiknum fyrir að vera of seinn í að blokka boltann og fara í legginn á Wolves leikmanni. Klaufalegt en ekkert við þessu að segja. Úlfarnir fóru beint í sókn og skoruðu en blessunarlega var það rangstaða. En það var skammgóður vermir því Wolves tók forystuna á 59. mínútu með Ólympíumarki beint úr horni, þeirra langbesti maður Matheus Cunha tók hornið og sveiflaði boltanum í fjærhornið. Ef þið vissuð ekki hvað Ólympíumark var fyrir viku, vitið þið það núna, United búið að fá á sig tvö á átta dögum. Onana átti auðvitað að gera betur, þó að hann væri aðþrengdur af sóknarmönnum. 1-0. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 12 ummæli
Fyrsta kortérið í þeum leik var næsta viðburðasnautt, Amad átti eitt kot úr teignum sem Kepa tók auðveldlega og Semnyo átti sömuleiis langskot beint á Onana. Bournemouth var meira með boltann, en skapaði ekkert. Þeir presuðu hin vegar vel á United sem komust lítið áleiðis. Kortérið eftir það var svo auðveldlega svipað, lítið sem gerist, þangað til á 29. mínútu að Bournemouth fékk aukaspyrnu við hliðarlínuna hægramegin, boltanum sveiflað inn á teiginn og það var Dean Huijsen sem skallaði aftur fyrir sig og boltinn sveif í netið fjær, langt frá Onana. Zirkzee átti Huijsen en var ekki að trufla hann að ráði. Einfalt mark. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 5 ummæli
Björn Friðgeir skrifaði þann | 5 ummæli
Tyrell Malacia byrjar sinn fyrsta leik í 556 daga og þarf að taka á móti Bukayo Saka á kantinum. Martinez er í banni þannig að Harry Mauire kemur inn. Kannski ekki sterkasta vörn sem við gætum séð en Amorin gefur ekkert eftir. 3-4-3 er kerfið og leikmenn verða ð venjast.
Arsenal kom boltanum í markið á fjórðu mínútu en það var klár rangstaða þanig þurfti ekki að hafa áhyggjur af því. Annars var bara United þó nokkuð með boltann, héldu honum ágætlega. Bæði lið pressuðu hátt en færi létu verulega á sér standa, loksins á 25. mínútu kom skot að marki United, Martinelli skaut framhjá eftir horn. Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!