Eins og gefur að skilja fara blöðin rækilega í saumana á stöðunni á Old Trafford þessa dagana.
Guardian segir
- að Glazerar styði David Moyes til endurbyggingarstarfsins sem framundan er og fer yfir njósnastarfið hans
- að David Moyes hafi engu að tapa nema starfinu og verði að taka sig saman í andlitinu
- að Robin van Persie muni endurskoða framtíð sína í sumar
Independent fer líka yfir njósnastarfið og heldur því fram að framtíð hans sé í hættu .
Í Daily Telegraph segir Paul Hayward sem skrifaði sjálfsævisögu Sir Alex, að hugsanlega sé leikmenn um það bil að gefast upp á Moyes. og Mark Ogden rýnir í ‘hitakortin’ til að sjá hvað sé hæft í ummælum Van Persie um staðsetningar.