Það er orðið opinbert, Manchester United og Chelsea hafa komið sér saman um kaup United á Juan Mata. Kaupverð talið vera 37 milljónir punda sem gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu Manchester United. Mata á eftir að standast læknisskoðun og skrifa undir samning. Læknisskoðanir hjá United eru algjört formsatriði enda komust bæði Owen Hargreaves og Michael Owen í gegnum slíkar. Þá hefur verið ljóst síðan í gær að samkomulag um kaup og kjör liggur. Þetta er því nær allt saman klappað og klárt, annað tímabilið í röð kaupir United gríðarlega sterka leikmenn frá fjendum sínum úr höfuðborginni.
Opni „Er Juan Mata á leiðinni“ þráðurinn
kl 16:00
Fleiri fregnir berast að einhverjar tafir séu á því að félagskiptin verði kláruð fyrir og að tafirnar séu Chelsea-megin frekar en United-megin. Chelsea sé að bíða eftir því að kaupin á Salah gangi endanlega í gegn, það t.d. á eftir að ganga frá atvinnuleyfi fyrir hann ásamt öðru. Bæði félög eru þó ekkert að stressa sig og hafa trú á því að þetta muni klárast.
Undanúrslit deildarbikars á morgun
Þá er komið að því sem gæti hugsanlega orðið eini ljósi punkturinn á leiktíðinni. Sunderland kemur í heimsókn á Old Trafford og með því að vinna með tveggja marka mun, nú eða eitt núll og halda út framlenginguna getur United tryggt sæti sitt í úrslitaleiknum. Sá leikur yrði reyndar gegn City…
En það skiptir engu. Liðið þarfnast sárlega á öllum sigrum að halda til að lappa upp á laskaðan móralinn. Einhvern tímann hefðum við skutlað hálfu varaliðinu inná og ekki haft áhyggjur, nú mun hálft varaliðið þurfa að spila hvort eð er.
Manchester United 1:2 Swansea City
Moyes sendi út lið sem tók mið af meiðslum og því að við eigum undanúrslitaleik í deildarbikarnum eftir 49 klst.
Lindegaard
Smalling Evans Ferdinand Büttner
Valencia Cleverley Fletcher Kagawa
Hernandez Welbeck
Varamenn: De Gea, Fabio, Anderson, Carrick, Giggs, Zaha, Januzaj
Þetta gerðist svona: Swansea skoraði strax á 11. mínútu, Hernandez jafnaði fimm mínútum síðar. Eftir það gerðist nákvæmlega ekkert í leiknum fyrr en síðustu 10 mínúturnar. Rio Ferdinand fór meiddur af velli og kæmi engum á óvart ef það væri í síðasta sinn sem við sæjum hann. Fabio fékk loksins tækifæri og var svo uppveðraður yfir því að innan við fimm mínútum síðar fékk hann rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu á vallarhelmingi Swansea. Wilfried Bony sá svo um að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af leikjaálagi í bikarnum með að skalla boltann í netið á 90. mínútu.
Swansea í bikarnum á morgun
Fyrsta helgin á nýju ári og þá er bara eitt sem er að gerast: Þriðja umferðin í ensku bikarkeppninni.
Sama hverjar breytingarnar hafa orðið á síðustu árum, það er fátt rómantískara við fótboltann en ap sjá neðri- og jafnvel utandeildarlið takast á við stóru strákana á þessum degi. Það hafa auðvitað verið sorglega fá óvænt úrslit hin síðari ár enda bilið breikkað, En þetta er helgin þegar allt er hægt, draumar rætast, miðlungsleikmenn fá sitt tækifæri til að skína á völlum sem þeir annars sjá í sjónvarpinu.