Liðið sem átti að reyna að bæta fyrir frammistöðuna gegn Everton leit svona út
De Gea
Rafael Vidic Evans Evra
Nani Cleverley Jones Januzaj
Hernandez Van Persie
Varamenn: Lindegaard, Ferdinand, Anderson, Valencia, Young, Zaha, Welbeck
Eftir nokkuð varfærna byrjun fór sókndjörf uppstillingin að segja til sín og United náði upp nokkrum nettum sóknum. Það hjálpaði ef til vill að Yohan Cabaye sem byrjaði leikinn mjög fyrirferðarmikill á miðjunni fékk gult spjald áður en tíu mínútur voru liðnar. Nani og Januzaj voru nokkuð nettir en þegar Newcastle fékk boltann áttu þeir frekar auðvelt með að halda honum, lítil pressa á þá á miðjunni frá Jones og Cleverley. Jones tók sig þó á og var farinn að tækla grimmúðlega út um alla miðju. Þó ekki jafn oft og stíft og Newcastle sem sannarlega létu finna fyrir sér.