Klukkan var orðin kortér yfir glugga í gærkvöldi þegar allt í einu flaug frétt sem eldur í sinu að öllum að óvörum hefði United tryggt sér Fábío Coentrão að láni frá Real Madrid. Fljótlega fóru að berast fréttir um að faxið hefði klikkað, og þó Daily Mail reyndi að halda því fram að La Liga hefði staðfest þetta og við og fleiri fallið fyrir því er ljóst að pappírsvinnan gekk ekki í gegn.
Liverpool á morgun
Í fyrramálið stígur United liðið upp í rútu og ekur stuttan spöl upp M62 hraðbrautina og heimsækir bæli óvinarins kl 12.30 að íslenskum tíma.
Stærsti útileikur vetrarins, a.m.k. fyrir okkur hér uppi á Íslandi, og ennþá fyrir marga á Englandi er á dagskrá áður en tímabilið er varla hafið. Þrefið og slefið yfir leikmannamálum hefur fengið alla athygli manna síðustu daga og varla að ég hafi tekið eftir því að þessi leikur væri að koma. En nú þarf að einbeita sér að því sem skiptir máli, Fellaini, Baines, de Rossi, Herrera og Ronaldo verða af athyglinni í dag.
Boðið í allt sem hreyfist
Smá uppfærsla:
Skv. slúðrinu gerði United eftirfarandi í gær:
Bauð 36m punda í Fellaini og Baines
Bauð 26m punda í Ander Herrera hjá Bilbao
Bauð 12m punda í Daniele de Rossi
Samtals 74m. Trúir einhver að við eigum 72m að eyða? Ef svo er, þá á ég brú í London að selja ykkur.
Ekki í fyrsta skipti sem ég segi þetta í sumar, en kortér-í-þrjú fílingurinn er nær alger!
Meistaradeildardráttur kl 15:45
Klukkan 15.45 í dag verður dregið í Meistaradeildinni.
Manchester United er að sjálfsögðu í efsta styrkleikaflokki en annars eru þeir sem hér segir.
1.flokkur:
Bayern München, Barcelona, Chelsea, Real Madrid, Manchester United, Arsenal, FC Porto, Benfica
2. flokkur:
Atlético Madrid, Shakhtar Donetsk, AC Milan, Schalke, Marseille, CSKA Moskva, Paris St-Germain, Juventus
3. flokkur:
Zenit St Pétursborg, Manchester City, Ajax, Borussia Dortmund, FC Basel, Olympiakos, Galatasaray, Bayer Leverkusen
Mánudagsmorgunkaffiskammtur
Eftir góða byrjun okkar manna um helgina er ágætt að rúlla aðeins í gegnum fréttir og slúður.
Fyrst af öllu erum við búnar að bjóða 28m punda í Fellaini og Baines. 16m í Fellaini sem kostaði Everton 17.5m fyrir 6 árum, og 12m í Baines, aftur. Einhverra hluta vegna finnst Everton þetta lélegt boð.
Daniel Burdett (@luzhniki2008) tísti í gær mynd sem hann tók eftir 3. mark United í leiknum á laugardag. Myndin fór eins og eldur í sinu um netið, sem ekki er furða: