Það hefur verið smá hökt á United síðustu vikur af frekar einfaldri ástæðu: Casemiro.
En á morgun er United í fjórðungsúrslitum Evrópudeildarinnar og eftir að hafa gengið frá Betis í síðustu umferð er nú komið að hinu liðinu frá Sevilla, Sevilla FC.
Drottinn gaf og Drottinn tók, er sagt og þó að Casemiro verði með á morgun þá vantar núna hinn besta mann United á þessu tímabili, Marcus Rashford. Rashford verður frá næstu vikur og á meðan þurfum við að reiða okkur á að Antony Martial haldist heill og spili eins og maður. Það verður svo líklega Jadon Sancho sem þarf að spila vinstra megin. Það eru ábyggilega einhver ykkar sem hafa ekki fulla trú á þessum tveimur, en við verðum bara að vona það besta. En það er ekki bara Casemiro sem er kominn til baka því nú er hægt að fagna því að Christian Eriksen er orðin leikfær. Það verður því einhver bið á því að við sjáum aftur McFred aftur og ekki bara af því Scott McTominay verður frá á morgun vegna meiðsla. Aðrir á meiðslalistanum eru Luke Shaw og Alejandro Garnacho.