Við minnumst Jack Crompton, United goðsagnar sem lést í fyrradag, 91 árs að aldri. Crompton var síðasti bikarmeistarinn frá 1948 sem var á lífi og lék 212 leiki fyrir liðið á árunum 1946-1956. Eftir að hann hætti að leika tók hann við til þjálfun, fyrst hjá Luton, en eftir slysið í München bauð hann fram aðstoð sína og starfaði eftir það sem þjálfari hjá United í alls 20 ár. Fyrst frá 1958-1971, og síðan frá 1974 sem varaliðsþjálfari hjá Tommy Docherty og Dave Sexton. Hann gengdi síðan framkvæmdastjórastarfinu til bráðabirgða eftir uppsögn Sexton og stýrði liðinu í æfingaleik í Ísrael og þrem vináttuleikjum í Malasíu vorið 1981, en var sagt upp eftir að Ron Atkinson tók við og kom með sitt eigið teymi.
Þjálfararáðningar og annað
Í dag gengu tveir nýir þjálfarar til liðs við United. Ólíkt síðustu nýliðunum í þjálfarateyminu er algerlega óþarft að kynna þessa menn eitthvað frekar
[one_half]
[/one_half]
[one_half_last]
[/one_half_last]
Að auki er Robbie Cooke kominn frá Everton, hvað annað, til að taka við stöðu yfirspæjara.
Í gær var staðfest öllum að óvörum að Mats Møller Dæhlie, einn af efnilegri leikmönnum unglingaliðsins hefði gengið til liðs við Ole Gunnar Solskjær hjá Molde. Nokkur missir að honum úr unglingastarfinu en ekki virðist ljóst hvers vegna hann snýr heim, hvort honum finnist hann ekki ná framförum eða einfaldlega sé haldinn heimþrá.
Slúður dagsins: Thiago færist nær…
Um leið og ég skrifa þetta færist að mér sá grunur að ég sé að jinxa þetta alveg…
En ESPN kom með frétt í gærkvöld, og vitnaði í aðila innan United um að samningur við Thiago væri mjög nálægt því að klárast. Það er hægt að gera ráð fyrir að ESPN væri ekki að vitna í uppdiktaða tengla, þannig að það er aðeins hægt að hækka væntingarstigið.
En sami aðili minnir okkur á að United hafi verið nálægt því að tryggja sér Sneijder, Özil, Benzema og David Silva og varar okkur þá við að vona of stíft. Og segir svo að við séum nú samt nær því að tryggja okkur Thiago.
Moyes sestur í stólinn
Í gærmorgun mætti David Moyes ferskur til vinnu á Carringt… fyrirgefið AON Training Complex æfingavöllinn sem framkvæmdastjóri Manchester United. Það fyrsta sem gert var, var að staðfesta ráðningu Steve Round sem aðstoðarframkvæmdastjóra, Jimmy Lumsden sem þjálfara og Chris Woods sem markmannsþjálfara.
Við þessu hafði verið búist eins og við fórum yfir í lok maí, nema þá var ekki minnst á Lumsden. Hann er 65 ára gamall Skoti sem þjálfað hefur víða. Hann uppgötvaði Moyes sem leikmann hjá Celtic en varð síðar þjálfari hjá Moyes þegar Moyes tók við Preston North End og hefur fylgt honum síðan. Hann virðist samt ekki nógu hátt skrifaður til að fá stafina sína á treyjuna á myndinni hér að neðan. Kannske það lagist.
Thiago á leiðinni?
Er Thiago á leiðinni?
Fjarri því að vera fast í hendi, en orðrómurinn er sterkur um að málið sé komið það langt að farið sé að ræða launamál. Graham Hunter, gamalreyndur og virtu enskur blaðamaður á Spáni heldur því fram og undir það tekur Daily Telegraph í dag. De Gea hefur greinilega verið að vinna í þessu fyrir okkar hönd enda skrifaði hann á boltann sem Thiago fékk eftir þrennuna gegn Ítalíu „Sjáumst í Manchester“ eins og fram hefur komið. Eins og fram hefur komið er Thiago með lausnarklásúlu í samningnum sínum sem sendur í 18 milljónum evra eða um 15,4 milljónum punda og því hans að ákveða en ekki Barcelona. Upphæðin er alla jafna 90 milljónir evra, en lækkar í 18 milljónir þar sem Thiago fékki ekki að leika í meira en þrjátíu mínútur í 60% leikja Barcelona. Hann lék reyndar í 60% leikja Barcelona í fyrra og náði vel yfir 30 mínútum af meðaltali, en hefði þurft að ná þrjátíu mínútum í öllum 36 leikjunum sem hann lék, en ekki bara 21 einum þeirra. Framundan er HM á næsta ári og Thiago hlýtur að vera mikið í mun að vera fastamaður í byrjunarliði til að sýna að hann eigi erindi í spænska landsliðið (og ekkert leiðindatuð með að benda á að ef hann kemst ekki í Barcelona byrjunarliðið þá komist hann varla í spænska liðið. Hann gæti heyrt það og hugsað sig um betur…)