Hver hefði ekki þegið þessa niðurstöðu fyrirfram? Eins og var alveg vitað fyrir leikinn var stillt upp til svakalegrar baráttu í leiknum. Jones var ekki beinlinis settur til höfuðs Ronaldo en vissi þó alltaf… eða næstum því alltaf hvar hann var. Welbeck, Rooney og Kagawa voru síðan hlaupageiturnar.
Leikurinn var hasar frá upphafi og besti maður United í leiknum, David de Gea, kom strax á fimmtu mínútu með frábæra fingurgómavörslu frá Coentrão, í stöng og út. Gríðarlega mikilvæg varsla og hefði breytt miklu ef sá hefði farið inn. Sjá GIF mynd.