Þó fæstir stuðningsmenn United hér á landi þekki vel sögu United árin eftir seinna stríð vita flestir meginatriðið: Sir Matt Busby tók við liðinu eftir stríð með Old Trafford í rústum og 10 árum síðar voru piltarnir hans Busby flottasta unga liðið í Evrópu.
En í millitíðinni hafði Busby tekið við United mönnunum sem snúið höfðu til baka úr striðinu, og gert þá að bikarmeisturum 1948 og meisturum 1952.