Fjármál eru líklega það leiðinlegasta sem nokkur fótboltaáhugamaður hlustar á, en síðan í maí 2005 þegar Glazer-fjölskyldan tók United yfir og hlóð öllum skuldum yfirtökunnar á félagið hefur það verið eitt af því sem United áhugamenn hafa þurft að fylgjast náið með. Ég bið samt fyrirfram afsökunar á neðangreindu.
Í gær voru birtar niðurstöður fyrsta fjórðungs fjárhagsárs rekstrarfélags Manchester United, fyrir júlí-september.