Kæru United aðdáendur! Nú er komið að því!
Í langan tíma hefur það verið draumur fyrir aðdáendur Manchester United, bloggara og tístara að fá alvöru íslenskt United stuðningsmannablogg. Ónefndur klúbbur, í nágrenni við Manchester, hefur í allnokkur ár haldið úti glimrandi fínu bloggi hér á landi og hafa aðstandendur þess oft varpað þeirri spurningu á United menn hvers vegna þeir séu ekki með sitt eigið blogg.