Í fyrsta skipti síðan Rio Ferdinand kom til liðsins 2002 kaupir United leikmann sem á án nokkurs vafa að smella beint inn í hópinn. Þegar Berbatov kom voru fyrir Tevez, Rooney og Ronaldo og Dimi kom inn í baráttu um stöður. Það er hins vegar deginum ljósara að Robin van Persie mun spila hvenær sem hann er heill.
Það þarf ekki að ræða það í löngu máli að í nokkur ár hafa flestir stuðningsmenn verið sammála um að það vanti sterkan jaxl á miðjuna, en hvað sem tautar og raular er Sir Alex ekki sammála því og þess vegna þýðir lítið að vera að ræða hvaða menn við vildum frekar sjá en Van Persie.