Stórafréttin í liðsuppstillingunni var að Alejandro Garnacho byrjaði sinn fyrsta leik fyrir United
Varamenn: Dubravka, Heaton, Maguire(45′), Shaw (63′), Fred, McTominay(63′), Van de Beek/79′), Iqbal, Elanga, Pellistri Sancho, Rashford(45′)
Augljóst var frá fyrstu mínútu hver dagsskipunin var hjá nýjum þjálfara Sheriff: Verjast.
Liðið bakkaði næstum inn í markteig og leyfði United að koma á sig. United gerði eins vel og hægt var undir þeim kringumstæðum, sótti á, hélt boltanum vel og var oft nálægt því að komast í gegnum þó þétta vörnina, ýmist með samspili, endingum inn á teig, eða einleik, og þá helst þeirra Garnacho og Antony.