Liðið :
Varamenn: Dúbravka, Heaton, Fredrickson, Martínez (45′), Varane, Wan-Bissaka, Bruno (45′), Iqbal, McTominay, Sancho (70′), Garnacho (70′), McNeill (83′)
Það er ekki hægt að hrósa þessum leik fyrir skemmtilegheit. ekki fyrr en á 25. mínútu sem eitthvað gerðist sem þurfti að skrá, Ronaldo tók ekki alveg nógu vel á móti sendingu innfyrir og horn varð raunin. Fram að því höfðu þetta verið þreifingar á báða bóga, liðin héldu boltanum án þess að ógna. United var þó aðeins farið að færa sig upp á skaftið en tókst aldrei að gera neitt úr því og fyrri hálfleikurinn einn sá tilþrifaminnsti sem sést hefur, tja síðan á síðasta tímabili.