Liðið gegn Everton lítur svona út, Upphitunina fyrir leikinn má lesa hér.
Manchester United 3:0 Leicester City
Liðið sem byrjaði þennan síðasta leik undir stjórn Ruud van Nistelrooy
Leikurinn var afskaplega tíðindalaus framan af, United meira með boltann en vantaði að gera eitthvað að ráði upp við teig. Leicester átti alveg sóknir en ógnuðu ekki. Það þurfti eitthvað sérstakt til að breyta þessu og það kom á 16. mínútu. United fékk innkast frá vinstri, Bruno fékk boltann gaf á Amad sem átti netta hælsendingu aftur á Bruno sem sá tækifærið við vítateigshornið og smellti hörkuskoti í hornið fjær. 1-0 fyrir United.
Aston Villa 0:0 Manchester United
Mathjis de Ligt og Lisandro Martínez misstu sætin eftir frammistöðuna gegn Porto og Jonny Evans og Harry Maguire mættu til leiks.
Það var Marcus Rashford sem bjó til fyrsta færi leiksins, vann boltann sjálfur úti á kanti, og kom upp og alla leið inni í teig, skotið var ágætt en Emi Martínez sá við því nokkuð örugglega. Hinu megin kom mun einfaldari sókn, Watkins sótti á Maguire sem lokaði hann ekki vel af, Watkins gaf á Rogers og Jonny Evans sömuleiðis bakkaði og leyfði skotið en hafði lokað nógu vel á þannig skotið fór í hliðarnetið.
Manchester United 0:3 Tottenham Hotspur
Varamenn í dag: Bayindir, Evans, Lindelöf, Casemiro, Eriksen, Mount, Amad, Antony, Höjlund
Tottenham sótti frá fyrstu sekúndu og þegar United komst fyrst fram fyrir miðju missti Marcus Rashford boltann of langt frá sér, Micky van de Ven hirti hann og skeiðaði upp allan völlinn, og komst alla leið upp að endamörkum án þess að varnarmenn United trufluðu hann að ráði, gaf fyrir og boltinn fór framhjá Onana, Martinez og Solanke sem voru við nærstöngina og yfir á Brennan Johnson sem var aleinn á markteig og skoraði auðveldlega. Skelfileg byrjun og staðan eitt núll fyrir Spurs eftir tvær og hálfa mínútu. Dalot á sinn hlut, stoppaði í stað þess að fylgja Johnson.
Spurs á Old Trafford
Það má segja að á morgun verði krísufundur á Old Trafford. Tvö lið sem eru hnífjöfn í deildinni, hafa 7 stig eftir 2 sigra, eitt jafntefli og tvö töp mætast. Munurinn er sá að Spurs er me fjögur mörk í plús en markatala United er á núllinu. Það hefur gustað um báða stjóra og Ange Postecoglu er farinn að sjá, líkt og Erik ten Hag, köll eftir að hann fái að taka pokann sinn. Ólíkt Ten Hag hefur hann átt betri tíð síðustu vikuna, 3-1 sigur á Brentford um síðustu helgi og 3-0 sigur á Qarabağ í Evrópudeildinni hafa létt skap Tottenham manna á meðan að jafnteflin gegn Palace og Twente hafa ekkert gert til að gleðja United stuðningsmenn