Leikurinn í gærkvöldi hefði unnist auðveldlega ef United hefðu nýtt færin.
Liðið var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og langt fram í seinni. Ronaldo brenndi af víti á 20. mínútu eftir klaufalegt brot á Pogba í teignum. Jadon Sancho kom svo United yfir fimm mínútum síðar, fékk frábæra sendingu frá Fernandes, lék inn í teig og skoraði með góðu skoti. Boltinn fór reyndar af varnarmanni en Sancho átti þetta mark sannarlega skilið, var gríðargóður í leiknum.