Þessa leiks verður ekki minnst fyrir annað en að fjórir ungir leikmenn komu inná, meðalaldur þeirra var 18 ár. Ralf Rangnick gerði 11 breytingar á byrjunarliðinu og setti kjúklingana á bekkinn.
Varamenn: Heaton(68′), Kovar, Hardley, Mengi(61′), Iqbal(88′), Savage(88′), Shoretire(68′)
Leikurinn var svo sem ekkert sérlega viðburðaríkur fyrstu mínúturnar og lítið frá að segja fyrr en á 9. mínútu, Anthony Elanga kom upp, gaf út á Shaw á kantinum sem fór næstum upp að endamörkum áður en hann gaf út í teiginn, og þar klippti Greenwood boltann í netið. Eitt – núll.