Það var algert varalið sem byrjaði síðasta leikinn í deildinni í vetur. Augu Solskjær eru á úrslitaleiknum á miðvikudaginn.
Varamenn: Grant, Fish (90+5′), Lindelöf, Wan-Bissaka, McTominay, Shola (82′), Hannibal (82′), Greenwood, Rashford
Lið Wolves
Fyrsta færið féll í skaut United og það var Anthony Elanga í sínum öðrum leik sem fékk upplagt tækifæri til að skora sitt fyrsta mark. Dan James kom bolatnum inn á teiginn, Elanga tók við boltanum með bakið að marki, snéri vel en hamraði svo hátt yfir af stuttu færi. Það var á 7. mínútu og það tók hann aðeins aðrar sex að bæta úr þessu. Aftur var Dan James að verki vinstra megin, kom upp og gaf frábæran bolta fyrir, þver bolti og rétt í höfuðhæð og Elanga stangaði boltann inn á ferðinni.