Ef vika er langur tími í pólitík þá eru sex mánuðir stundum óratími í fótbolta. Fyrir rétt rúmu hálfu ári kom José Mourinho í heimsókn með Tottenham liðið sitt á Old Trafford. United átti frábæra byrjun en Tottenham svaraði rækilega fyrir sig, Anthony Martial var rekinn útaf og í leikslok var staðan 1-6 og United var með þrjú stig eftir þrjá leiki og í 16. sæti í deild. Litið var framhjá því að United hafði varla fengið nokkuð undirbúningstímabil, né heldur frí frá síðustu leiktíð sem lauk í ágúst og kallað var eftir höfði Ole Gunnars Solskjærs.
Manchester United 2:1 Brighton and Hove Albion
Fyrir leik gaf Ole það út að líklegt væri að meiðsli Martial í landsleik hefðu verið það alvarleg að líklegt sé að hann verði frá út tímabilið. Síðan voru hvorki Telles né Bailly í hóp og United með einum færri varamann en leyfilegt er.
Varamenn: De Gea, Tuanzebe, Williams, Amad, James, Matic, McTominay, Van de Beek
Lið Brighton var svona
United byrjaði mjög vel og sótti stíft gegn Brighton liði sem lá vel tilbaka. Eitt færi kom úr þessari pressu, skot Greenwood í stöng. Þetta varði þó aðeins fyrstu 10 mínúturnar því Brighton sneri alveg leiknum og tók sókn sem í raun varði alveg hátt í þrjár mínútur og endaði á því að Neil Maupay átti frábæra sendingu fyrir, Victor Lindelöf náði ekki upp í boltann, Danny Welbeck stakk sér fram á undan Wan-Bissaka og skallaði. Dean Henderson varði með fæti en boltinn fór beint út og Welbeck gat haldið áfram hreyfingunni og stangað boltann í netið. 0-1 fyrir Brighton, og enn má setja spurningarmerki við vörn United.
AC Milan 0:1 Manchester United
Liðið er alveg staðlað, án Pogba.
Varamenn: De Gea, Grant, Alex Telles, Tuanzebe, Williams, Amad, Pogba, Matic, Van de Beek
AC Milan var án Ante Rebić og Leão, þannig að Castillejo var fölsk nía en Zlatan beið á bekknum
United var sterkara liðið frá fyrstu mínútu, sótti vel og pressaði hátt, færin létu þó á sér standa eins og oft áður. Milan reyndi gagnsóknir en vörn United gekk vel í að stoppa þær áður en hætta skapaðist.
Milan í Mílanó á morgun
Manchester United er á leið til Ítalíu til að etja kappi við AC Milan á San Siro á morgun. Eftir 1-1 vonbrigðin á fimmtudaginn er ljóst að United þarf á marki að halda á morgun, og því er vonandi að liðið verði sókndjarft sem því nemur.
Það verða fá til þessa að gráta um of ef leikjaálag minnkar eftir leikinn á morgun en á hinn bóginn er Milan eitt sterkasta liðið sem eftir er í keppninni og því til mikils ef United kemst áfram. Stærstu fréttirnar eru auðvitað þær að David de Gea, Paul Pogba og Donny van de Beek eru allir í hópnum. Það er eftir að sjá hvort Pogba er nógu góður af meiðslunum til að byrja inná en hann verður í það minnsta á bekknum. Vonast var til að Edinson Cavani færi með en á síðustu æfingu í morgun kom í ljós að hann er ekki í standi til þess og þarf að verða eftir.
Nýr samningur fyrir Ole
Ef þú ert ekki búið að lesa upphitunina fyrir leikinn í kvöld þá er þetta prýðilegur tími.
En fréttir eru að berast að Ole og Eddi séu að fara að setjast niður og gera nýjan samning, enda síðasta ár núverandi samnings að fara að koma. Launahækkun og svona.
Flottar fréttir, Ole fær traustið til að halda áfram endurnýjun og uppbyggingu