Föstudagurinn langi er að sjálfsögðu haldinn há-heilagur hér á ritstjórn og því kemur upphitun með seinni skipunum. Það er nokkuð síðan við hittum ykkur hér síðast, í millitíðinni var landsleikjahlé og jú, léttur og löðurmannlegur sigur á Liverpool, sem beðið var með á síðustu stundu að innbyrða enda veðmangarar miklu ánægðari með leiki sem hægt er að halda opnum fram á lokaflaut. Takk fyrir okkur, Amad Diallo, Marcus Rashford, Scott McTominay og ha hver þú? Antony!!??. Skreppið nú og skoðið leikinn aftur, aldrei of oft horft.
Manchester United 2:0 Everton
Engin skýrsla, bara vibes:
- Onana er alvöru markvörður
- Það væri gaman að hafa vel mannaða vörn
- Að því sögðu voru Varane og Evans fínir
- Garnacho mætti brýna færanýtinguna
- Bruno Fernandes er búinn að skora úr 29 vítum fyrir United, fleiri en nokkur annar leikmaður
- Everton er agalega slakt.
Áfram gakk, hitt Liverpool liðið um næstu helgi.
Manchester City 3:1 Manchester United
Lið Manchester United
“ alt=““ width=“800″ height=“800″ class=“aligncenter size-large wp-image-83600″ data-wp-pid=“83600″ />
Varamenn: Bayındır, Kambwala (69.), Ogunnye, Amad, Amrabat (82.), Collyer, Eriksen, Forson (82.), Antony (75.)
Lið City
Embed from Getty Images
Borgarslagur á morgun
Í faglegum viðtölum í síðustu viku vitnaði nýr hlutaeigandi United alltaf í sömu orðin, þegar Sir Alex sagði að hans mesta afrek hefði verið að slá Liverpool af stalli sínum. Sir Jim þurfti hins vegar að nota fleirtöluna, nú þarf að slá bæði Liverpool og Manchester City af stallinum. Í framhaldi af því hefur blaðaumfjöllun snúist um að það Sir Jim horfir mjög til City hvað varðar uppbyggingu félagsins og var reynt að búa það til að það væri einhvers konar niðurlæging falin í því að telja City þar með. Slíkt er auðvitað ekki raunin, heldur er Sir Jim bara saunsæismaður. City er langbesta lið Englands og með langbestu skipulagningu félagsins. Nú þegar það er hlutverk Sir Jim Ratcliff að endurreisa Manchester United er eðlilegt að horfa til þess hvað City er að gera rétt, og gera betur United megin, og það án hjálpar 115 vafasamra viðskiptahátta.
Sir Jim Ratcliffe er minnihlutaeigandi Manchester United
…the beginning of our journey to take Manchester United back to the top of English, European and world football, with world-class facilities for our fans.