United fer á suðurströndina á morgun og hittir þar fyrir Bournemouth í hádegisleiknum.
Fyrir tveim vikum síðan hefði útileikur haft í för með sér grátur og gnístran tanna og líklegast hefði upphitarinn alfarið komið sér framhjá því að minnast á gengi liðsins á útivöllum. En síðan þá hafa komið þrír útisigrar í röð og nú þarf sá fjórði að koma til að viðhalda góðu gengi liðsins.