Ole Gunnar Solskjær gerði eina breytingu á liðinu frá því um síðustu helgi, Daniel James kom inn í lið United fyrir Andreas, og Lingard færði sig inn á miðjuna, í tíu stöðuna. United byrjaði vel og hélt boltanum vel, og Wolves vörðust aftarlega, þó með ágætum rispum framávið. Þær strönduðu yfirleitt á vörninni, ef ekki öðruvísi þá með því að Harry Maguire skallaði frá.
Heimsókn til Úlfanna á mánudagskvöldi
Það er ekki kastað rýrð á neinn þó Úlfarnir séu kallaðir spútniklið síðasta árs. Liðið kom upp úr B deildinni og tryggði sér sjöunda sætið. Liðið varð aðeins þremur stigum á eftir United og því ekki mjög fallegt að kalla það sigurvegarann í deildi „hinna liðanna“ en þannig varð það. Nú er komið að þvi að fylgja þessari velgengi eftir og gera skurk í efstu sex liðinum. Stærstu kaup Úlfanna voru að tryggja sér krafta Raúl Jiménez sem var lánsmaður á síðasta tímabili og lykilmaður í velgengninni. Að öðru leyti hafa þeir að mestu verið að kaupa unga og efnilega leikmenn. Á móti kemur að þeir hafa ekki misst neinn af sínum aðalmönnum og munu því að mestu treysta á sama lið og reyndist svo vel á síðasta ári.
Harry Maguire er leikmaður Manchester United *staðfest*
https://twitter.com/manutd/status/1158340287028224001?s=21
Það eru rúm tvö ár síðan okkar eigin Halldór skrifaði:
Það er vert að minnast sérstaklega á varnarmanninn Harry Maguire. Hann er ungur leikmaður, mikill turn og gríðarlegur skallamaður. Lætur finna vel fyrir sér. Þrátt fyrir að Hull hafi tapað síðasta leik 2-0 þá valdi tölfræðisíðan WhoScored hann mann leiksins með 9,6 í einkunn. Það er fáheyrt að leikmenn nái slíkum einkunnum án þess að koma beint að eins og 2 mörkum auk þess að standa sig vel á öðrum sviðum. Einkunn Maguire útskýrist til dæmis af því að hann fór upp í 10 skallaeinvígi og vann 9 þeirra, vann allar 8 tæklingar sínar, komst 7 sinnum inn í sendingar andstæðinga, hreinsaði 7 bolta frá marki Hull, varði 3 fyrirgjafir, hafði betur í 5 af 6 skiptum sem hann reyndi að taka menn á og átti auk þess flestar marktilraunir síns liðs (4). Sannkallaður stórleikur hjá manninum.
Harry Maguire verður leikmaður Manchester United
Daily Telegraph skúbbaði þessu og aðrir fylgja.
https://twitter.com/SamWallaceTel/status/1157294115572387840
https://twitter.com/samuelluckhurst/status/1157297029372100608
Maguire fer í læknisskoðun á morgun, og eftir hana verður þetta *staðfest* og þá kemur alvöru *staðfest* grein
Manchester United 2:0 Perth Glory
Liðið er tilraunalið eins og vera ber í upphitunarleik.
United tók æfingu að morgni leikdags og það sýndi sig liðið var frekar þungt. Perth spilaði enda mjög varnarsinnað og mátti kalla það 10-0-0 leikaðferð.
United náði ekki að brjóta niður 11 manns í teignum en besta færið var langskot Lingard sem varið var yfir. Chong var fínn í leiknum og átti að fá víti en dómarinn vildi ekki dæma. Martial var ágætur án þess að ná að klára og Daniel James komst ágætlega frá sínu.