Stóru fréttirnar láku rétt fyrir sjö, bæði Paul Pogba og Romelu Lukaku voru á bekknum. Eftir nokkrar vangaveltur komust menn að því að líklegast væri að liðið væru að spegla hvort annað, bæði í 3-4-3 uppstillingu. Diogo Dalot byrjaði sinn fyrsta úrvalsdeildarleik og Marcos Rojo sinn fyrsta leik á tímabilinu. Sóknir United frá upphafi sýndu án efa að Darmian og Dalot voru fullir þátttakendur og því mun réttar að hafa þá sem miðjumenn en varnarmenn.
Nýtt Arsenal mætir á Old Trafford á morgun
Leikurinn gegn Arsenal er mikill tímamótaleikur. Í fyrsta skipti í 23 ár, síðan 20. mars 1995 kemur Arsenal án Arsène Wenger, og í fyrsta skipti síðan 25. ágúst 1985 er hvorki að finna Sir Alex Ferguson eða Wenger á hliðarlínunni.
Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Arsenal hafi verið orðnir langeygir eftir að Wenger ákvæði að leggja svefnpokann á hilluna og leyfa öðrum að spreyta sig. Gengi félagsins hafði farið versnandi og Wenger bikarinn endaði á Anfield í fyrra.
Crystal Palace kemur í heimsókn
Landsleikjahlé að baki og svo langt síðan United lék síðast að það er næstum auðvelt að gleyma því hvernig sá leikur fór og gegn hverjum. En á morgun hefst þetta aftur og þrátt fyrir slæmt tap gegn City hafa flestar fréttir af United ílandsleikjaglugganum verið jákvæðar. Talað er um að stemmingin í hópnum sé ólíkt betri en hún var, Martial er kátari (en enn nokkuð fjarri því að skrifa undir nýjan samning og Chris Smalling fær nýjan samning upp á 120 þúsund pund á viku (það er valkvætt að fagna þessu síðastnefnda)
Chelsea 2:2 Manchester United
Hrikalega svekkjandi að missa þetta niður í jafntefli eftir að það leit út fyrir að United ætlaði heim með sigur í leik sem var ekki sérstaklega tíðindamikill en engu að síður góð frammistaða United.
Alexis Sánchez kom beint til London eftir landsleikjahléið og var því bara á bekknum og Marouane Fellaini var meiddur þannig að liðið gegn Chelsea var stillt upp í sóknarhug, Pogba og Matci voru aftast á miðjunni með Mata fyrir framan.
Chelsea í London á morgun
Áður en við byrjum á upphituninni minni ég á djöflavarp gærdagsins
Þetta hefur verið spennandi landsleikjahlé að því leyti að síðustu fjörutíu og fimm mínúturnar sem United lék gáfu einhver fyrirheit um að blaðinu hefði verið snúið og að United ætti möguleika á að komast upp úr lægðinn sem liðið hefur verið í.
Það er ekki langt að bíða þess að það komi alvöru prófsteinn á þær vonir: Fyrsti leikurinn í deildinni eftir hléið er einmitt hádegisleikur Manchester United og Chelsea á Stamford Bridge.