Það er óhætt að segja að þessi vika hafi ekki verið góð fyrir Manchester United. Hrikalegt tap um helgina gegn West Ham og ömurlegt jafntefli á Old Trafford gegn Valencia. Í hálfleik gegn West Ham vorum við líklega flest farin að búast við að José tæki pokann sinn þá og þegar, en hann er enn við stjórnvölinn og að minnsta kosti sumir af traustari blaðamönnunum halda því fram að hann hafi enn traust stjórnarinnar, og eins eru einhverjar fréttir af því að Zinedine Zidane sé ekki alveg fyrsti kostur að taka við.
Watford 1:2 Manchester United
United var stillt upp eins og móti Burnley, Fellaini aftastur á miðjunni.
Varamenn: Grant, Bailly, Darmian, Fred, Mata, McTominay, Martial
Lið Watford
Fyrsta kortérið í leiknum einkenndist af þreifingum og stöku langskoti, hvorugt lið áberandi betra en markverðirnir fengu að grípa inn í af og til. Troy Deeney gaf De Gea tækifæri til að sýna snilldarmarkvörslu á 16. mínútu, skot úr teignum sem Dave tók vel.
Heimsókn til spútnikliðsins Watford á morgun
Fyrst: Ekki missa af djöflavarpi gærkvöldsins:
Næst: Watford.
Það hefðu líklega sum okkar spáð því að þegar kæmi að fimmta leik mótsins að þar myndu mætast lið annars vegar með fullt hús stiga og hins vegar helming þess. En að það væri Watford með tólf stig og United með sex held ég að enginn þori að segjast hafa haldið.
Fyrir tímabilið var Watford ekki spáð góðu gengi og ritstjórn RD plantaði þeim í þriðja neðsta sæti. Watford átti þrjá fyrstu leiki sína gegn Brighton, Burnley og Crystal Palace og komst á góðan skrið með að vinna þá alla. Síðan spáðu flest að þetta góða gengi myndi enda þegar kom að leik við Tottenham Hotspur en öllum á óvörum unnu Watford þann leik líka, þrátt fyrir að hafa lent undir, 1-0.
Riðill Manchester United í Meistaradeildinni 2018/19
United verður með Juventus, Valencia og Young Boys í riðli H!
Við munum rýna betur í mótherjana þegar þar að kemur en það verða allra augu á einum leikmanni, það þarf ekkert að ræða það mikið
Dregið í Meistaradeildinni
Klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma verður dregið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Styrkleikaröðunin er svona:
Fyrsti styrkleikaflokkur
Evrópumeistararnir, Evrópudeildarmeistararnir og sigurvegarar í sex sterkustu deildunum. Til að sleppa sem léttast er augljóst að vilja Lokomotiv Moskvu en annars er lítið sem skilur hin liðin nema mismunandi óskir um hvaða leikmenn fólk myndi vilja sjá á Old Trafford.