Þessi leikur endurspeglaði allt það sem verið hefur að hjá Manchester United undir stjórn José Mourinho.
Bikarúrslit á Wembley
Á morgun munu tveir af risum enskrar knattspyrnu sleikja sárin eftir erfitt tímabil og reyna að gera gott úr því með því að vinna elstu og virtustu bikarkeppni í heimi.
Manchester United reynir þá að vinna sinn þrettánda bikarsigur sem myndi aftur færa félagið upp að hlið Arsenal í fjölda slíkra.
Ellefu fyrstu bikurunum voru gerð góð skil hér fyrir tveimur árum þegar United vann Crystal Palace í bikarúrslitum á eftirminnilegan hátt. Sá sigur batt enda á 12 ára bikarlaust tímabil, það lengsta sem fólk á mínum aldri man, en náði þó ekki að bjarga starfi Louis van Gaal.
West Ham á morgun
Síðasti útileikur tímabilsins er á morgun þegar United fer í fyrsta skipti á London Stadium og heimsækir West Ham á nýjan heimavöll þeirra, Ólympíuleikvanginn í London. Þar tekur á móti þeim kunnuglegt andlit, David Moyes er búinn að bjarga West Ham frá falli eftir að hafa tekið við þeim í erfiðri stöðu í nóvember.
Það má búast við frekar sviplitlum leik ef eitthvað er að marka undanfarna leiki hjá United. West Ham er búið að bjarga sér frá falli en United þarf 1 stig til að tryggja annað sætið. Allir leikmenn United utan Romelu Lukaku eru heilir, þó gæti verið að Alexis Sánches og Antonio Valencia séu en frá eftir að hafa misst af leiknum gegn Brighton. Eina spurningin er hvernig Mourinho hvílir, enda síðasti deildarleikurinn á sunnudaginn og svo bikarúrslit eftir viku. Það er því erfitt að spá liðinu, nema auðvitað Nemanja Matic byrjar auðvitað. Að öðru leyti ætla ég hreinlega ekkert að vera að spá liðinu, en það verður fróðlegt að sjá það eftir að José gagnrýndi liðið, að nokkru leyti undir rós eftir þessa hörmulegu frammistöðu gegn Brighton. Það eru enn nokkur sæti laus í byrjunarliðinu gegn Chelsea á Wembley, en það lítur meira og meira út eins og þau fari til leikmanna sem sjálfkrafa fái þau, ekki eru jaðarleikmennirnir sem hafa fengið tækifæri undanfarið að stimpla sig inn. Eina sem mér finnst spennandi núna er hvort Bailly fái tækifærið eða hvort áfram verið haldið að spila með leikmenn sem eru á leiðinni á HM.
Manchester United 2:1 Tottenham Hotspur
Paul Pogba og Ander Herrera gerðu nóg í leiknum gegn Bournemouth til að tryggja sér sæti í liðinu í dag. Alexis Sánchez var síðan treyst til að vera á vinstri kantinum. Vörnin var eins og spáð var, sú sama og í leiknum slæma í janúar.
Varamenn: Joel Pereira, Lindelöf, Mata, Martial, Rashford (83.), Fellaini (93), Darmian (79.)
Lið Tottenham var næstum eins og spáð var nema að Michael Vorm var í markinu í stað Hugo Lloris
Undanúrslit í bikarnum: Tottenham á Wembley!
Undanúrslit ensku bikarkeppninnar hafa verið á hlutlausum velli frá því að bikarkeppninn hóf göngu sína árið 1873 en á morgun verður breyting þar á. Þegar nýi Wembley opnaði 2008 var ákveðið að til að auka tekjur af þessu nýja mannvirki myndu allir undanúrslitaleikir bikarsins fara fram þar. Þetta er að sjálfsögðu mjög skemmtilegt fyrir stuðningsmenn norðanliðanna sem þurfa nú að treysta að seinkaðar lestir til að komast heim samdægurs, sér í lagi þegar leikir eru færði til síðla eftirmiðdags. í stað þess að fara fram á velli nálægt ef bæði lið voru að norðan, nú eða í Miðlöndunum ef Lundúnalið og norðanlið kepptu. En fram að þessu hefur þó Wembley að minnsta kosti verið hlutlaus völlur en á morgun verður breyting þar á. Tottenham hefur eins og öll vita leikið á Wembley í vetur meðan nýi White Hart Lane er kláraður og leikur því á heimavelli. Sá verður þó munur á að þar sem Manchester United dróst sem „heimalið“ þurfa Spurs að skipta um búningsklefa og varamannabekk. Síðan er auðvitað jöfn skipting stuðningsmanna í stúkunum, þannig að vissulega er þetta ekki fullkominn heimaleikur þeirra