Það voru erfiðar aðstæður í Liverpool, rigning og rok og leikurinn var lengi vel ekki mikið fyrir augað.
United var án Lukaku og stillti upp í 4-3-3.
Varamenn: Romero, Blind (87′), Darmian, Smalling, Tuanzebe(92′), Mkhitaryan, Rashford (78′)
Gylfi Sigurðsson var á bekknum hjá Everton en fékk ekki tækifæri.
United komst lítt áfram gegn Everton í byrjun og hápressa þeirra síðarnefndu virkaði vel. Pogba spilaði vinstra megin á miðjunni og kom vel fram til að styða fremstu þrjá. Hann hafði samt ekki erindi sem erfiði þegar hann átti góða rispu inn í teig og gaf svo út, Herrera steig yfir boltann viljandi en það var enginn United maður til að klára.