Eftir jafnteflið gegn Stoke á laugardaginn kemur fyrsti heimaleikurinn sem má á pappír telja erfiðan. Everton bætti rækilega við sig í sumar og keypti leikmenn fyrir 140 milljónir punda og þar á meðal auðvitað dýrastan Gylfa Sigurðsson á 45 milljónir. Að auki keyptu þeir Michael Keane, Jordan Pickford, Davy Klaasen frá Ajax og kantmanninn Nicola Vlasic. En síðast en ekki síst gekk Wayne Rooney til liðs við uppáhaldsliðið sitt aftur eftir að hafa verið 13 ár í útlegð hjá Manchester United og þurft að fela það að allan tímann svaf hann í Everton náttfötunum sínum. Everton styrkti þannig lið sitt verulega í marki, vörn og miðju en með því að þeir seldu auðvitað sinn besta sóknarmann, Romelu Lukaku til United þá verður að segja að sóknin var veikari fyrir vikið.
Djöfullegt lesefni 2017:06
Dálítið síðan við settum inn lesefni síðast og ekki endilega nýjustu fréttir, en áhugavert!
Fyrir tímabilið
Andy Mitten skrifar um José Mourinho í GQ
NY Times fjalla um Bastian og veru hans í Chicago:
Juan Mata sker sig enn og aftur úr fjöldanum:
Chelsea stuðningsmaðurinn, Andrew Turner, skrifaði nokkur orð fyrir ROM um Matic til United
Frábær grein um hvernig það að vera alltaf lánaður út getur verið bæði jákvætt og neikvætt (Ekki United-tengt)
Innkaupauppgjörið
Félagaskiptaglugginn lokaði í vikunni og það er ekki hægt annað en segja að Unitedfólk sé ánægt með niðurstöðuna.
Keyptir voru þeir Romelu Lukaku fyrir 75 milljónir punda, Nemanja Matić á 35 milljónir punda og Victor Lindelöf á 31,5 milljónir punda. Að auki skrifaði Zlatan Ibrahimović undir nýjan samning. Lukaku og Matić hafa átt frábæra byrjun með liðinu, Zlatan mun koma sterkur inn, jafnvel fyrir áramót, og við gerum ekki veður útaf því þó það taki einhverja mánuði fyrir Lindelöf að komast í liðið.
Riðlakeppni Meistaradeildarinnar
Manchester United mun leika í A riðli ásamt Benfica, Basel og CSKA Moskva
Benfica og Basel voru mótherjarnir í riðlakeppninni 2011. United gerði 1-1 og 2-2 jafntefli við Benfica, 3-3 jafntefli við Basel heima og tapaði 1-2 í Sviss og féll úr keppni.
CSKA voru síðast mótherjar United í riðlakeppni Meistardeildarinnar 2015. United gerði 1-1 jafntefli í Moskvu og vann 1-0 en það nægði ekki, Wolfsburg og PSV fóru áfram úr riðlinum.
Dregið í Meistaradeildinni kl 16:00 í dag
Klukkan 4 í dag verður dregið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og United er aftur þar eftir árshlé!
Styrkleikaflokkarnir eru sem hér segir
1. flokkur
Real Madrid, Bayern München, Chelsea, Juventus, Benfica, Monaco, Spartak Moskva, Shakhtar Donetsk
2. flokkur
Barcelona, Atlético Madrid, Paris Saint-Germain, Borussia Dortmund, Sevilla, Manchester City, Porto, Manchester United
3. flokkur
Napoli, Tottenham Hotspur, FC Basel, Olympiakos, Anderlecht, Liverpool, Roma, Beşiktaş