José Mourinho sá ekki frekar en stuðningsmenn United ástæðu til að breyta liðinu sem rústaði West Ham um síðustu helgi en það var Swansea sem sótti í byrjun. Fyrstu tilraunir þeirra voru stöðvaðar en á þriðju mínútu kom boltinn upp vinstra megin, Bailly hreinsaði beint í Ayew sem komst í gegn og alla leið inn í teig, De Gea fór út og bjóst við fyrirgjöf en Ayew vippaði boltanum framhjá honum og í slána. Stálheppnir þar United. Strax á næstu mínútu kom Lukaku í sókn, reyndi að renna boltanum á Rashford en vörnin blokkaði og viðstöðulaust skot Lukaku fór síðan framhjá.
Swansea á morgun: Hvað gera Gylfalausir Svanir
Í hádeginu morgun er það ferð til Wales sem er á dagskránni. Í fyrradag lauk einni af lengstu sölusögum sumarsins og þeirri sem Íslendingar fylgdust mest með þegar Swansea seldi sinn besta mann, Gylfa Sigurðsson, fyrir 45 milljónir punda til Everton. Þeir hafa augljóslega ekki náð að koma þeim peningum í lóg og verða því veikari en ella gegn United.
Gylfi hefur verið duglegur að skora gegn liðinu sem hann heldur með og um tíma gekk Swansea mjög vel gegn United, unnu þrjá leiki í röð 2014 og 2015 en síðan unnust tveir. Leikurinn í vor var hins vegar enn eitt jafnteflið á jafnteflisvetrinum mikla og það var auðvitað Gylfi sem skoraði mark Swansea.
Embed from Getty Images
Það er ekki bara Gylfi sem verður ekki í liði Swansea á morgun, heldur eru Fernando Llorente, Ki Sung-Yeung og Nathan Dyer líka frá vegna meiðsla. Það verður því 19 ára lánsmaðurinn frá Chelsea, Tammy Abraham sem verður fremsti maðurinn í víglínu Swansea. Eini maðurinn sem þeir hafa bætt við sig að ráði er Roque Mesa, 28 ára miðjumaður frá Spáni sem var ekki með í fyrsta leik Swansea, dræmu 0-0 jafntefli gegn Southampton á St Mary’s. Búast má við Swansea óbreyttu úr þeim leik, og því er þetta sams konar lið og rétt slapp við fall í fyrra, að Abraham frátöldum. Reyndar gekk Swansea þokkalega í síðustu upphitunarleikjunum, unnu B-deildarlið Birmingham 2-0 og síðan Sampdoria auðveldlega 4-0.
Ofurbikar Evrópu á morgun
Ef eithvert okkar skyldi hafa gleymt því þá er United Evrópudeildarmeistari. Og fyrir vikið fáum við að taka þátt í keppninni um Ofurbikar Evrópu.
Manchester United 2:1 Sampdoria
Liðið í þessum sjöunda og síðasta upphitunarleik United var eilítið óvenjulegt
Byrjaði frekar rólega en á 7. mínútu kom Blind með sendingu aftur sem var alltof langt frá De Gea sem þurfti að dýfa sér í hornið fjær og slá boltann frá marklínunni. Dómarinn sá einhverja furðulega ástæðu til að dæma óbeina aukaspyrnu utan markteigs. Glórulaus dómur. Eins og oftast fór samt skotið í vegginn, United sótti upp, Valencia lék up kantinn, Mkhitaryan gaf af hægri kanti yfir á vinstri, þar var Darmian í teignum, hann gaf fyrir og Mkhitaryan þá mættur aftur og var á undan varnarmanni á fjær stöng og stangaði boltann í netið. Fín sókn. Darmian hafði reyndar átt aðra fyrirgjöf á fyrstu mínútunum sem gerði ekki eins mikið en gott að sjá hann ákveðinn framávið.
Nemanja Matić er leikmaður Manchester United *staðfest*
Nemanja Matić hefur verið staðfestur sem leikmaður Manchester United
https://twitter.com/ManUtd/status/892037452076134400
Orðrómur um að José Mourinho hefði áhuga á að fá sinn gamla leikmann til liðs við sig er gamall og jókst í vor. Þessi kaup hafa því verið lengi á döfinni en hafa tafist vegna þess annars vegar að Chelsea þurfti að kaupa Tiemoue Bakayoko frá Monaco og United var heldur ekki tilbúið að greiða þær 50 milljónir punda sem Chelsea vildi. Nú er þetta hvort tveggja klárt, talað er um að verðið sé 35 milljónir punda auk 5 milljóna aukagreiðslna.